Hvetja stjórnendur lífeyrissjóða til að hafna fjárfestingu í sjókvíaeldi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. nóvember 2023 08:44 Sjókvíaeldi í Patreksfjörð. Vísir/Einar Landssamband veiðifélaga hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem það hvetur stjórnendur lífeyrissjóða til að hafna allri fjárfestingu í félögum sem stunda sjókvíaeldi. Tilefni yfirlýsingarinnar er hlutafjárútboð Ísfélagsins hf. sem er sagt eiga 29,3 prósenta eignahlut í norska hlutafélaginu Austur Holding AS, sem eigi 55,3 prósent eignahlut í Ice Fish Farms AS. Ice Fish Farms stundi meðal annars eldi á frjóum laxi af norskum uppruna í sjókvíum hér við land. Eignarhlutur Ísfélagsins í Ice Fish Farms sé metinn á um 6,3 milljarða króna. Landssambandið segist hafna því alfarið að lífeyrissjóðir landsmanna séu notaðir til að fjárfesta í sjókvíaeldi, meðal annars vegna áfalla í greininni, stóraukinnar áhættu af fjárfestingunni og ákalli almennings eftir banni gegn sjókvíaeldi. Meðal þeirra áfalla sem nefnd eru til sögunnar eru sleppingar úr kvíum og lúsafaraldur. Þá segir að Hafrannsóknarstofnun hafi í kjölfarið dregið til baka tillögu að nýju áhættumati erfðablöndunar og hyggist gefa út nýja tillögu þegar búið verði að meta afleiðingar áfallana. „Áhættumat erfðablöndunar setur hámark á það magn af eldislaxi sem ala má í sjókvíum hér við land. Næstu mánuðina ríkir því fullkomin óvissa um þetta hámark og eru meiri líkur en minni á að það verði lækkað. Því fylgir fjárfestingum í sjókvíaeldi veruleg aukin áhætta næstu mánuði þar til nýtt áhættumat hefur verið gefið út. Verðmat fyrirtækja í greininni byggir nánast að öllu leyti á opinberum framleiðsluheimildum,“ segir í yfirlýsingunni. Þá sé ljóst að þrýstingur á stjórnvöld um að banna sjókvíaeldi muni aukast á næstu misserum og auka enn á óvissu um framtíðarhorfur greinarinnar. Lífeyrissjóðir Sjókvíaeldi Stangveiði Ísfélagið Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira
Tilefni yfirlýsingarinnar er hlutafjárútboð Ísfélagsins hf. sem er sagt eiga 29,3 prósenta eignahlut í norska hlutafélaginu Austur Holding AS, sem eigi 55,3 prósent eignahlut í Ice Fish Farms AS. Ice Fish Farms stundi meðal annars eldi á frjóum laxi af norskum uppruna í sjókvíum hér við land. Eignarhlutur Ísfélagsins í Ice Fish Farms sé metinn á um 6,3 milljarða króna. Landssambandið segist hafna því alfarið að lífeyrissjóðir landsmanna séu notaðir til að fjárfesta í sjókvíaeldi, meðal annars vegna áfalla í greininni, stóraukinnar áhættu af fjárfestingunni og ákalli almennings eftir banni gegn sjókvíaeldi. Meðal þeirra áfalla sem nefnd eru til sögunnar eru sleppingar úr kvíum og lúsafaraldur. Þá segir að Hafrannsóknarstofnun hafi í kjölfarið dregið til baka tillögu að nýju áhættumati erfðablöndunar og hyggist gefa út nýja tillögu þegar búið verði að meta afleiðingar áfallana. „Áhættumat erfðablöndunar setur hámark á það magn af eldislaxi sem ala má í sjókvíum hér við land. Næstu mánuðina ríkir því fullkomin óvissa um þetta hámark og eru meiri líkur en minni á að það verði lækkað. Því fylgir fjárfestingum í sjókvíaeldi veruleg aukin áhætta næstu mánuði þar til nýtt áhættumat hefur verið gefið út. Verðmat fyrirtækja í greininni byggir nánast að öllu leyti á opinberum framleiðsluheimildum,“ segir í yfirlýsingunni. Þá sé ljóst að þrýstingur á stjórnvöld um að banna sjókvíaeldi muni aukast á næstu misserum og auka enn á óvissu um framtíðarhorfur greinarinnar.
Lífeyrissjóðir Sjókvíaeldi Stangveiði Ísfélagið Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira