Í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar segir að hann hafi verið með ógnandi tilburði en málinu lauk þannig að forráðamaður nemandans kom og sótti hann og hafði lögregla ekki frekari afskipti af honum.
Lögreglu barst einnig tilkynning frá eiganda fyrirtækis sem sagði innbrot standa yfir í fyrirtækinu. Þegar lögregla kom á staðinn var sannarlega búið að brjótast inn en ekki var að sjá að nokkru hefði verið stolið.
Málið er í rannsókn.
Þá var lögregla við eftirlit þegar hún ók fram á mann sem var mjög æstur og var að berja í bifreiðar og klifra á þeim. Tókst honum að valda skemmdum á tveimur bifreiðum áður en hann var handtekinn. Hann var vistaður í fangaklefa, þar sem hann mun dvelja þar til hægt verður að ræða við hann.