„Það er það sem hlýjar mér um hjartarætur núna“ Stefán Marteinn skrifar 23. nóvember 2023 22:26 Benedikt gat ekki verið annað en ánægður. Vísir/Diego Njarðvíkingar tóku á móti Þór Þorlákshöfn í Ljónagryfjunni þegar 8. umferð Subway-deildar karla í körfubolta hóf göngu sína. Það voru heimamenn í Njarðvík sem reyndust sterkari og höfðu betur 103-76. „Það er alltaf góð tilfinning eftir svona leik. Sérstaklega bara eftir góða frammistöðu. Mér fannst við bara ná upp góðu forskoti þarna í fyrsta leikhluta, skjóta vel, gott tempó í þessu hjá okkur, menn voru að vinna fyrir hvern annan og svona þannig að ég er bara ofboðslega ánægður með frammistöðuna. Það er það sem hlýjar mér um hjartarætur núna,“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld. Aðspurður um sigurinn og hvar honum fannst hann hafa unnist fannst Benedikt fyrsti leikhluti vera lykillinn. „Í fyrsta leikhluta. Mér fannst bara miklu meira tempó hjá okkur og menn voru klárlega tilbúnir hérna að spila. Þeir hitta illa og þá sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem að það fór varla bolti ofan í og ég held að það hafi bara svolítið dregið úr Þórsurunum og þeir missa svolítið trúnna í kjölfarið en án þess að vera leggja eitthvað of mikið mat á Þórs liðið hérna þá er ég bara ánægður með mína menn.“ Benedikt Guðmundsson sá margt jákvætt í þessum leik frá sínum mönnum. „Í síðasta leik þá skutum við hræðilega og hérna loksins vorum við að skjóta loksins vel á heimavelli. Mér fannst róteringar í vörn margar mjög góðar sem hefur svolítið vantað upp á hjá okkur. Við vorum að finna heitu hendina hérna sérstaklega í fyrsta leikhluta og síðan þegar leið vel á leikinn þannig að allskonar svona atriði sem að ég var ánægður með. Ég var ánægður með orkuna og kraftinn í öllu sem að við vorum að gera. Við vorum pínu staðir sóknarlega um tíma en við vorum heppnir á köflum og stundum þarf maður að hafa það.“ Sigur Njarðvíkinga virkaði aldrei í hættu og undir lok leiks hreyfði Benedikt bekkinn sinn vel og gaf mörgum mönnum mínútur. „Það er alltaf gott. Í lokinn vorum við með unglingaflokkinn inná hérna og við eigum einmitt leik í unglinga á laugardaginn. Þetta var fín æfing fyrir það, ég er með unglingaflokkinn hérna þannig þeir fengu að spila sig aðeins saman hérna. Svo erum við bara með, Þorri er ungur strákur, hann er bara rétt um tvítugt, Elías er að koma sterkur inn og byrjar fyrir okkur leik eftir leik og svo erum við með fleiri stráka sem að eru að hjálpa okkur hérna og eru tilbúnir þegar kallið kemur þannig ég er ánægður með ungu kynslóðina hérna.“ Benedikt nefndi fyrir leik að Carlos Novas Mateo hefði slitið hásin í vikunni og fékk það staðfest í hádeginu í dag en Njarðvíkingar eru þó ekki byrjaði að spá í að sækja mann í hans stað. „Við erum ekkert farnir að pæla í því. Við vorum bara að fá niðurstöður úr myndatöku í hádeginu eða rétt eftir hádegi að hann væri með slitna hásin og væri ekkert að fara vera í körfubolta á næstunni þannig við erum bara að meðtaka þær upplýsingar. Fyrst og fremst er þetta skellur fyrir okkur að missa hann, við vorum ofboðslega ánægðir með hann bæði innan og utan vallar en fyrst og fremst er maður bara að finna til með honum. Þetta er ömurlegt að lenda í svona alvarlegum meiðslum og hann er ekkert að fara spila körfubolta á næstunni. Hann er búin að slíta í hnénu fyrir rétt um þremur árum þannig þetta eru svona önnur alvarlega meiðslin og hann tekur þessu af þvílíkri auðmýkt og jákvæðni að ég get ekki annað en dáðst af þessum karakter.“ Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Fleiri fréttir Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Sjá meira
„Það er alltaf góð tilfinning eftir svona leik. Sérstaklega bara eftir góða frammistöðu. Mér fannst við bara ná upp góðu forskoti þarna í fyrsta leikhluta, skjóta vel, gott tempó í þessu hjá okkur, menn voru að vinna fyrir hvern annan og svona þannig að ég er bara ofboðslega ánægður með frammistöðuna. Það er það sem hlýjar mér um hjartarætur núna,“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld. Aðspurður um sigurinn og hvar honum fannst hann hafa unnist fannst Benedikt fyrsti leikhluti vera lykillinn. „Í fyrsta leikhluta. Mér fannst bara miklu meira tempó hjá okkur og menn voru klárlega tilbúnir hérna að spila. Þeir hitta illa og þá sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem að það fór varla bolti ofan í og ég held að það hafi bara svolítið dregið úr Þórsurunum og þeir missa svolítið trúnna í kjölfarið en án þess að vera leggja eitthvað of mikið mat á Þórs liðið hérna þá er ég bara ánægður með mína menn.“ Benedikt Guðmundsson sá margt jákvætt í þessum leik frá sínum mönnum. „Í síðasta leik þá skutum við hræðilega og hérna loksins vorum við að skjóta loksins vel á heimavelli. Mér fannst róteringar í vörn margar mjög góðar sem hefur svolítið vantað upp á hjá okkur. Við vorum að finna heitu hendina hérna sérstaklega í fyrsta leikhluta og síðan þegar leið vel á leikinn þannig að allskonar svona atriði sem að ég var ánægður með. Ég var ánægður með orkuna og kraftinn í öllu sem að við vorum að gera. Við vorum pínu staðir sóknarlega um tíma en við vorum heppnir á köflum og stundum þarf maður að hafa það.“ Sigur Njarðvíkinga virkaði aldrei í hættu og undir lok leiks hreyfði Benedikt bekkinn sinn vel og gaf mörgum mönnum mínútur. „Það er alltaf gott. Í lokinn vorum við með unglingaflokkinn inná hérna og við eigum einmitt leik í unglinga á laugardaginn. Þetta var fín æfing fyrir það, ég er með unglingaflokkinn hérna þannig þeir fengu að spila sig aðeins saman hérna. Svo erum við bara með, Þorri er ungur strákur, hann er bara rétt um tvítugt, Elías er að koma sterkur inn og byrjar fyrir okkur leik eftir leik og svo erum við með fleiri stráka sem að eru að hjálpa okkur hérna og eru tilbúnir þegar kallið kemur þannig ég er ánægður með ungu kynslóðina hérna.“ Benedikt nefndi fyrir leik að Carlos Novas Mateo hefði slitið hásin í vikunni og fékk það staðfest í hádeginu í dag en Njarðvíkingar eru þó ekki byrjaði að spá í að sækja mann í hans stað. „Við erum ekkert farnir að pæla í því. Við vorum bara að fá niðurstöður úr myndatöku í hádeginu eða rétt eftir hádegi að hann væri með slitna hásin og væri ekkert að fara vera í körfubolta á næstunni þannig við erum bara að meðtaka þær upplýsingar. Fyrst og fremst er þetta skellur fyrir okkur að missa hann, við vorum ofboðslega ánægðir með hann bæði innan og utan vallar en fyrst og fremst er maður bara að finna til með honum. Þetta er ömurlegt að lenda í svona alvarlegum meiðslum og hann er ekkert að fara spila körfubolta á næstunni. Hann er búin að slíta í hnénu fyrir rétt um þremur árum þannig þetta eru svona önnur alvarlega meiðslin og hann tekur þessu af þvílíkri auðmýkt og jákvæðni að ég get ekki annað en dáðst af þessum karakter.“
Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Fleiri fréttir Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti