Sá sem er grunaður um stunguárásina fékk átta ára dóm í fyrra Jón Þór Stefánsson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 23. nóvember 2023 19:56 Maðurinn sem er grunaður um árásina afplánar átta ára fangelsisdóm fyrir tilraun til manndráps í Miðbæ Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Maðurinn sem er grunaður um að stinga samfanga sinn á Litla-Hrauni í dag hlaut í lok síðasta árs átta ára fangelsisdóm fyrir skotárás í miðbæ Reykjavíkur. Hann heitir Ingólfur Kjartansson og er rúmlega tvítugur. Þetta herma heimildir fréttastofu, en Nútíminn greindi fyrst frá tengingu mannsins við skotárásina. Jafnframt hefur Vísir upplýsingar um að maðurinn sem varð fyrir árásinni sé þungt haldinn, en ekki í lífshættu. Nokkur skot og eitt hæfði Átta ára fangelsisdómur Ingólfs var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember í fyrra, og varðaði árás gegn öðrum karlmanni með þrívíddarprentaðri byssu við Bergstaðastræti í Reykjavík. Árásin átti sér stað aðfaranótt sunnudags 13. febrúar á síðasta ári. Ingólfur játaði brot sín, en honum var gefið að sök tilraun til manndráps. Hann skaut hinn manninn í brjóstkassa, rétt fyrir ofan brjóstkassa, og fór skotið í gegnum lunga mannsins. Jafnframt var Ingólfi gefið að sök að skjóta þremur öðrum skotum sem hæfðu hinn manninn ekki. Samkvæmt læknisvottorði hlaut brotaþolinn lífshættulega áverka vegna þessa, án meðferðar hefði verið hugsanlegt að þeir myndu leiða til dauða hans. Ekkert sem komi í veg fyrir að refsing beri árangur Í mati geðlæknis var sagt um Ingólf að „ekkert læknisfræðilegt sem kemur í veg fyrir það að refsing kynni að bera árangur ef hann reynist sekur um þau mál sem hann er ákærður fyrir.“ Skotárásin var ekki fyrsta brotið sem Ingólfur fékk dóm fyrir. Árið 2021 hlaut hann tveggja ára fangelsisdóm fyrir ýmis brot líkt og líkamsárás, þjófnað, rán, og ránstilraun, sem og brot gegn barnaverndarlögum, vopnalaga- og fíkniefnalagabrot. Snúið að skilja fanga að Páll Winkel, fangelsismálastjóri segir í samtali við Vísi að aðbúnaður á Litla-Hrauni sé ekki til þess hæfur að aðskilja fanga sem mögulega tilheyri ólíkum hópum eða gengjum. „Það er bara mjög snúið að skilja að hópa fanga vegna þess að aðbúnaðurinn á Litla-Hrauni er eins og hann er og þess vegna höfum við bent á um langt skeið að það þurfi að hafa fangelsin þannig að það sé hægt að skilja að hópa fanga,“ segir Páll. „Það hefur verið nauðsynlegt í langan tíma og er enn nauðsynlegt. Það er hugað að því í nýju fangelsi sem við erum að byggja.“ Lögreglumál Fangelsismál Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Sjá meira
Þetta herma heimildir fréttastofu, en Nútíminn greindi fyrst frá tengingu mannsins við skotárásina. Jafnframt hefur Vísir upplýsingar um að maðurinn sem varð fyrir árásinni sé þungt haldinn, en ekki í lífshættu. Nokkur skot og eitt hæfði Átta ára fangelsisdómur Ingólfs var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember í fyrra, og varðaði árás gegn öðrum karlmanni með þrívíddarprentaðri byssu við Bergstaðastræti í Reykjavík. Árásin átti sér stað aðfaranótt sunnudags 13. febrúar á síðasta ári. Ingólfur játaði brot sín, en honum var gefið að sök tilraun til manndráps. Hann skaut hinn manninn í brjóstkassa, rétt fyrir ofan brjóstkassa, og fór skotið í gegnum lunga mannsins. Jafnframt var Ingólfi gefið að sök að skjóta þremur öðrum skotum sem hæfðu hinn manninn ekki. Samkvæmt læknisvottorði hlaut brotaþolinn lífshættulega áverka vegna þessa, án meðferðar hefði verið hugsanlegt að þeir myndu leiða til dauða hans. Ekkert sem komi í veg fyrir að refsing beri árangur Í mati geðlæknis var sagt um Ingólf að „ekkert læknisfræðilegt sem kemur í veg fyrir það að refsing kynni að bera árangur ef hann reynist sekur um þau mál sem hann er ákærður fyrir.“ Skotárásin var ekki fyrsta brotið sem Ingólfur fékk dóm fyrir. Árið 2021 hlaut hann tveggja ára fangelsisdóm fyrir ýmis brot líkt og líkamsárás, þjófnað, rán, og ránstilraun, sem og brot gegn barnaverndarlögum, vopnalaga- og fíkniefnalagabrot. Snúið að skilja fanga að Páll Winkel, fangelsismálastjóri segir í samtali við Vísi að aðbúnaður á Litla-Hrauni sé ekki til þess hæfur að aðskilja fanga sem mögulega tilheyri ólíkum hópum eða gengjum. „Það er bara mjög snúið að skilja að hópa fanga vegna þess að aðbúnaðurinn á Litla-Hrauni er eins og hann er og þess vegna höfum við bent á um langt skeið að það þurfi að hafa fangelsin þannig að það sé hægt að skilja að hópa fanga,“ segir Páll. „Það hefur verið nauðsynlegt í langan tíma og er enn nauðsynlegt. Það er hugað að því í nýju fangelsi sem við erum að byggja.“
Lögreglumál Fangelsismál Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Sjá meira