Kristrún gagnrýnir aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í stuðningi við heimilin Heimir Már Pétursson skrifar 23. nóvember 2023 14:44 Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir helstu bætur eins og barna- og vaxtabætur lækka á milli ára samkvæmt fjárlagafrumvarpi. Vísir/Vilhelm Formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega á Alþingi í morgun fyrir aðgerðarleysi vegna stöðu heimilanna í landinu. Ekkert væri gert varðandi vaxta-, barna- og húsnæðisbætur í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að samkvæmt frumvarpinu lækkuðu vaxtabætur um 25 prósent milli ára. Að óbreyttu muni fimm þúsund manns að auki detta út úr vaxtabótakerfinu og húsnæðisbætur lækkuðu þótt leiguverð hefði hækkað á árinu og barnabætur lækkuðu aðraungildi vegna verðbólgunnar. „Það hefur ekkert frumvarp komið fram um breytingar á húsaleigulögum til að styrkja stöðu leigjenda. Þrátt fyrir ítrekuð loforð frá innviðaráðherra. Engin leigubremsa. Lítið gerist þrátt fyrir áframhaldandi þrýsting á húsnæðismarkaði. Þetta eru staðreyndir málsins,“ sagði Kristrún. Ríkisstjórnin gæti ekki skilað af sér óábyrgum fjárlögum í skjóli jarðhræringa á Reykjanesi. Það væri lykilatriði fyrir Grindvíkinga og alla landsmenn að ríkisstjórn notaði tækifærið við gerð fjárlaga til að styrkja getu fólks til að takast á við áföll. „Hvernig stendur á því að þessi ríkisstjórn sem ætlar að halda utan um fólkið í landinu er að skerða barnabætur að raunvirði til tekjulægsta fólksins. Hvernig stendur á því að húsnæðisbætur fara lækkandi á milli ára, þrátt fyrir verðbólgu. Þessum spurningum verðum við að svara þrátt fyrir ástandið sem er til staðar í Grindavík. Við tökum öll höndum saman í tengslum við það. En við getum ekki horfið frá grundvallar verkefnum í efnahagsmálum þjóðarinnar,“ sagði formaður Samfylkingarinnar. Katrín Jakbosdóttir segir kerfisbreytingar hafa verið gerðar á barnabótakerfinu þannig að framlög til þess muni hækka um 1,4 milljarða á næsta ár.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði unnið að ýmsum kerfisbreytingum til að mynda á barnabótakerfinu. Framlög til þess muni aukast um 1,4 milljarða króna á næsta ári. „Ég vil líka minna á að stuðningur við barnafjölskyldur er hlutfallslega mikill á Íslandi þegar borið er saman við Norðurlöndin. En hann er ólíkur. Þá er ég að tala um niðurgreiðslu á þjónustu. Þetta birtist í samanburði OECD á stuðningi ríkja við barnafjölskyldur, þar sem við tölum um stuðning við barnafjölskyldur og auðvitað leikskólakerfið,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á Alþingi í morgun. Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentína Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að samkvæmt frumvarpinu lækkuðu vaxtabætur um 25 prósent milli ára. Að óbreyttu muni fimm þúsund manns að auki detta út úr vaxtabótakerfinu og húsnæðisbætur lækkuðu þótt leiguverð hefði hækkað á árinu og barnabætur lækkuðu aðraungildi vegna verðbólgunnar. „Það hefur ekkert frumvarp komið fram um breytingar á húsaleigulögum til að styrkja stöðu leigjenda. Þrátt fyrir ítrekuð loforð frá innviðaráðherra. Engin leigubremsa. Lítið gerist þrátt fyrir áframhaldandi þrýsting á húsnæðismarkaði. Þetta eru staðreyndir málsins,“ sagði Kristrún. Ríkisstjórnin gæti ekki skilað af sér óábyrgum fjárlögum í skjóli jarðhræringa á Reykjanesi. Það væri lykilatriði fyrir Grindvíkinga og alla landsmenn að ríkisstjórn notaði tækifærið við gerð fjárlaga til að styrkja getu fólks til að takast á við áföll. „Hvernig stendur á því að þessi ríkisstjórn sem ætlar að halda utan um fólkið í landinu er að skerða barnabætur að raunvirði til tekjulægsta fólksins. Hvernig stendur á því að húsnæðisbætur fara lækkandi á milli ára, þrátt fyrir verðbólgu. Þessum spurningum verðum við að svara þrátt fyrir ástandið sem er til staðar í Grindavík. Við tökum öll höndum saman í tengslum við það. En við getum ekki horfið frá grundvallar verkefnum í efnahagsmálum þjóðarinnar,“ sagði formaður Samfylkingarinnar. Katrín Jakbosdóttir segir kerfisbreytingar hafa verið gerðar á barnabótakerfinu þannig að framlög til þess muni hækka um 1,4 milljarða á næsta ár.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði unnið að ýmsum kerfisbreytingum til að mynda á barnabótakerfinu. Framlög til þess muni aukast um 1,4 milljarða króna á næsta ári. „Ég vil líka minna á að stuðningur við barnafjölskyldur er hlutfallslega mikill á Íslandi þegar borið er saman við Norðurlöndin. En hann er ólíkur. Þá er ég að tala um niðurgreiðslu á þjónustu. Þetta birtist í samanburði OECD á stuðningi ríkja við barnafjölskyldur, þar sem við tölum um stuðning við barnafjölskyldur og auðvitað leikskólakerfið,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á Alþingi í morgun.
Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentína Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira