Saka Indverja um banatilræði í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2023 14:27 Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, og Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, þegar Modi heimsótti Bandaríkin í sumar. EPA/CHRIS KLEPONIS Yfirvöld í Bandaríkjunum eru sögð hafa stöðvað banatilræði gegn síka-aðgerðasinna í Bandaríkjunum. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa rætt við ráðamenn í Indlandi um að þeir síðarnefndu hafi komið að tilræðinu. Stutt er síðan ríkisstjórn Kanada sakaði Indverja um að hafa komið að morði á leiðtoga aðskilnaðarsinna síka þar í landi. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar segja Bandaríkjamenn að banatilræðið hafi beinst gegn Gupatwant Singh Pannun, sem er lögmaður fyrir samtök sem kallast „Síkar fyrir réttlæti“. Ekki hefur verið gert opinbert hvernig upp komst um hið meinta tilræði né hvernig það var stöðvað. Málið ku vera til rannsóknar hjá Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) Tveir mánuðir eru síðan tveir grímuklæddir menn myrtu Hardeep Singh Nijjar í Bresku Kólumbíu í Kanada, en hann kom einnig að starfsemi áðurnefndra samtaka. Samtök þessi taka þátt í baráttu síka fyrir sjálfstæðu ríki í Punjab-héraði í Indlandi. Það morð hefur leitt til versnandi sambands Kanada og Indlands. Sjá einnig: Fækka erindrekum á Indlandi vegna deilna um dráp á leiðtoga síka Wall Street Journal hefur eftir talskonu þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna að málið sé litið alvarlegum augum og hafi verið tekið fyrir á hæstu stigum milli ríkisstjórna Bandaríkjanna og Indlands Indverskir ráðamenn eru sagðir hissa og áhyggjusamir vegna ummæla Bandaríkjamanna og hafa þeir sagt að „aðgerðir af þessu tagi“ séu ekki gerðar á þeirra vegum. Hávær áköll eftir sjálfstæði Pannun sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann sagði að síkar myndu ekki hætta að berjast fyrir sjálfstæði. Eins og áður segir hafa síkar barist fyrir sjálfstæðu ríki í Punjab og nærliggjandi svæðum í norðurhluta Indlands en á árum áður kom iðulega til átaka á svæðinu milli síka og yfirvalda. Þessi barátta var að mestu kæfð undir lok síðustu aldar en síkar hafa reglulega deilt við Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands til langs tíma, og hafa áköll eftir sjálfstæði orðið nokkuð hávær að nýju. Bandaríkin Indland Kanada Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Fleiri fréttir Tíu látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Sjá meira
Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar segja Bandaríkjamenn að banatilræðið hafi beinst gegn Gupatwant Singh Pannun, sem er lögmaður fyrir samtök sem kallast „Síkar fyrir réttlæti“. Ekki hefur verið gert opinbert hvernig upp komst um hið meinta tilræði né hvernig það var stöðvað. Málið ku vera til rannsóknar hjá Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) Tveir mánuðir eru síðan tveir grímuklæddir menn myrtu Hardeep Singh Nijjar í Bresku Kólumbíu í Kanada, en hann kom einnig að starfsemi áðurnefndra samtaka. Samtök þessi taka þátt í baráttu síka fyrir sjálfstæðu ríki í Punjab-héraði í Indlandi. Það morð hefur leitt til versnandi sambands Kanada og Indlands. Sjá einnig: Fækka erindrekum á Indlandi vegna deilna um dráp á leiðtoga síka Wall Street Journal hefur eftir talskonu þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna að málið sé litið alvarlegum augum og hafi verið tekið fyrir á hæstu stigum milli ríkisstjórna Bandaríkjanna og Indlands Indverskir ráðamenn eru sagðir hissa og áhyggjusamir vegna ummæla Bandaríkjamanna og hafa þeir sagt að „aðgerðir af þessu tagi“ séu ekki gerðar á þeirra vegum. Hávær áköll eftir sjálfstæði Pannun sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann sagði að síkar myndu ekki hætta að berjast fyrir sjálfstæði. Eins og áður segir hafa síkar barist fyrir sjálfstæðu ríki í Punjab og nærliggjandi svæðum í norðurhluta Indlands en á árum áður kom iðulega til átaka á svæðinu milli síka og yfirvalda. Þessi barátta var að mestu kæfð undir lok síðustu aldar en síkar hafa reglulega deilt við Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands til langs tíma, og hafa áköll eftir sjálfstæði orðið nokkuð hávær að nýju.
Bandaríkin Indland Kanada Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Fleiri fréttir Tíu látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent