Félag Guðbjargar áformar að selja fyrir um tíu milljarða í útboði Ísfélagsins
![Fjárfestingafélag Guðbjargar mun eftir sem áður eiga tæplega helmingshlut í Ísfélaginu eftir útboðið.](https://www.visir.is/i/2EC0681BD1E5540A5DCD16C5EEB0CE6A7631BF9458A551F90BCC8860D463A2C8_713x0.jpg)
Fjárfestingafélag Guðbjargar Matthíasdóttur, aðaleigandi Ísfélagsins, mun standa að sölu á miklum meirihluta þeirra bréfa sem verða seld til nýrra fjárfesta í almennu hlutafjárútboði sjávarútvegsfyrirtækisins sem hófst í morgun. Miðað við lágmarksgengið í útboðinu, sem metur Ísfélagið á 110 milljarða, þykir félagið nokkuð hagstætt verðlagt í samanburði við önnur sjávarútvegsfyrirtæki á markaði og verðmöt sem greinendur hafa gert í tengslum við skráninguna.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/4E134BAAD1DBF5455E6476308385656B04D45CAA8B20DD49464C1E4A8299665F_308x200.jpg)
Ísfélagið kaupir í Ice Fish Farm og verður einn stærsti hluthafinn
Ísfélag Vestmannaeyja hefur náð samkomulagi við aðaleiganda Ice Fish Farm um kaup á 16 prósenta hlut í laxeldisfyrirtækinu á Austfjörðum. Viðskiptin verðmeta Ice Fish Farm, sem er skráð á Euronext-markaðinum í Osló, á 55 milljarða íslenskra króna sem er 70 prósentum yfir markaðsvirði fyrirtækisins í gær.