Afneitum ekki hryðjuverkum Birgir Þórarinsson skrifar 23. nóvember 2023 12:03 Höfundur fór fyrir skömmu til Ísraels og Palestínu og ræddi við þarlend stjórnvöld um átökin sem komin eru upp eftir hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael. Óbreyttir borgarar bæði í Palestínu og Ísrael hafa liðið ómældar þjáningar og mannfall er mikið, sérstaklega á Gasa. Þar dynja nú hörmungar yfir vegna loftárása Ísraels. Í Ísrael heimsótti ég, ásamt 16 öðrum þingmönnum frá Evrópu, samyrkjubú þar sem hryðjuverkamenn Hamas drápu alla þá sem á vegi þeirra urðu. Í einni íbúð voru 36 byssuskot á veggjum. Ég hlustaði á frásagnir ættingja sem lifðu af árásir og vitna um þennan ólýsanlega hrylling. Við sáum myndband sem liðsmenn Hamas tóku upp með búkmyndavélum sem sýnir hroðaverkin. Það hefur m.a. verið sýnt í breska þinginu. Ég gat ekki horft á það allt sökum hryllings. Má þar nefna þegar barnshafandi kona var skorin lifandi á kvið, fóstrið tekið og afhöfðað. Nokkrir þingmenn horfðu á það. Kornabarn var sömuleiðis afhöfðað og hefur höfuð þess ekki fundist. Unglingur var afhöfðaður með garðyrkjuverkfæri. Fjölskyldur voru brenndar lifandi. Konum var nauðgað. Enn hefur ekki verið hægt að bera kennsl á um 100 lík vegna bruna. Þar á meðal eru börn. Við sáum sömuleiðis kæligám sem hafði að geyma fjölmarga líkamsparta. Þeir sem ekki hafa séð eða heyrt af þessum hryðjuverkum Hamas geta ekki gert sér í hugarlund hvers konar viðurstyggð er hér á ferð. Því miður eru þeir til sem fullyrða að frásögn mín byggi á ósannindum og leitast við að gera ágreining um aðferðir Hamas til að myrða kornabörn. Þannig eru drápin orðið aukaatriði en aðferðin aðalatriðið. Ummælin verðskulda ekki andsvör. Staðreyndirnar liggja fyrir. Það er mikið áhyggjuefni þegar jafnvel velviljaðir einstaklingar afneita óhæfuverkum hryðjuverkasamtakanna Hamas gagnvart saklausu fólki, konum og börnum í Ísrael. Þeir hafa ekki farið á staðinn, ekki séð með eigin augum storknaða blóðpolla í barnarúmum, ekki hlustað á vitnisburði fólks sem sá voðaverkin og á um sárt að binda. Ekki séð myndbandsupptökur liðsmanna Hamas af voðaverkunum, sem eru jafnvel verri en illræmd ódæði hryðjuverkasamtakanna ISIS. Ég á þá einu von að fyrr eða síðar opnist augu þeirra. Að þeir rísi upp og fordæmi hryðjuverk og ómennsku gagnvart saklausu fólki, óháð þjóðerni og trú. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Sjá meira
Höfundur fór fyrir skömmu til Ísraels og Palestínu og ræddi við þarlend stjórnvöld um átökin sem komin eru upp eftir hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael. Óbreyttir borgarar bæði í Palestínu og Ísrael hafa liðið ómældar þjáningar og mannfall er mikið, sérstaklega á Gasa. Þar dynja nú hörmungar yfir vegna loftárása Ísraels. Í Ísrael heimsótti ég, ásamt 16 öðrum þingmönnum frá Evrópu, samyrkjubú þar sem hryðjuverkamenn Hamas drápu alla þá sem á vegi þeirra urðu. Í einni íbúð voru 36 byssuskot á veggjum. Ég hlustaði á frásagnir ættingja sem lifðu af árásir og vitna um þennan ólýsanlega hrylling. Við sáum myndband sem liðsmenn Hamas tóku upp með búkmyndavélum sem sýnir hroðaverkin. Það hefur m.a. verið sýnt í breska þinginu. Ég gat ekki horft á það allt sökum hryllings. Má þar nefna þegar barnshafandi kona var skorin lifandi á kvið, fóstrið tekið og afhöfðað. Nokkrir þingmenn horfðu á það. Kornabarn var sömuleiðis afhöfðað og hefur höfuð þess ekki fundist. Unglingur var afhöfðaður með garðyrkjuverkfæri. Fjölskyldur voru brenndar lifandi. Konum var nauðgað. Enn hefur ekki verið hægt að bera kennsl á um 100 lík vegna bruna. Þar á meðal eru börn. Við sáum sömuleiðis kæligám sem hafði að geyma fjölmarga líkamsparta. Þeir sem ekki hafa séð eða heyrt af þessum hryðjuverkum Hamas geta ekki gert sér í hugarlund hvers konar viðurstyggð er hér á ferð. Því miður eru þeir til sem fullyrða að frásögn mín byggi á ósannindum og leitast við að gera ágreining um aðferðir Hamas til að myrða kornabörn. Þannig eru drápin orðið aukaatriði en aðferðin aðalatriðið. Ummælin verðskulda ekki andsvör. Staðreyndirnar liggja fyrir. Það er mikið áhyggjuefni þegar jafnvel velviljaðir einstaklingar afneita óhæfuverkum hryðjuverkasamtakanna Hamas gagnvart saklausu fólki, konum og börnum í Ísrael. Þeir hafa ekki farið á staðinn, ekki séð með eigin augum storknaða blóðpolla í barnarúmum, ekki hlustað á vitnisburði fólks sem sá voðaverkin og á um sárt að binda. Ekki séð myndbandsupptökur liðsmanna Hamas af voðaverkunum, sem eru jafnvel verri en illræmd ódæði hryðjuverkasamtakanna ISIS. Ég á þá einu von að fyrr eða síðar opnist augu þeirra. Að þeir rísi upp og fordæmi hryðjuverk og ómennsku gagnvart saklausu fólki, óháð þjóðerni og trú. Höfundur er alþingismaður.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun