Hafi keypt vín fyrir andlega fatlaðan alkóhólista og heimtað kynlíf Árni Sæberg skrifar 23. nóvember 2023 11:56 Landsréttur hefur heimilað að strokusýni verði tekið af manninum. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur fallist á kröfu Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra um heimild til að taka strokusýni úr munni manns, sem grunaður er um kynferðisbrot. Hann er sagður hafa keypt áfengi fyrir andlega fatlaða konu, sem er alkóhólisti í þokkabót, og viljað fá borgað með kynlífi. Þetta segir í úrskurði Landsréttar, sem kveðinn var upp þann 14. nóvember síðastliðinn. Þá var úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra staðfestur, en hann hafði verið kveðinn upp daginn áður. Í greinargerð Lögreglustjóra segir að konan sé andlega fötluð og samkvæmt upplýsingum félagsþjónustu sveitarfélagsins sem hún býr í sé hún alkóhólisti. Neitaði algjörlega að gefa sýni Hún hafi lýst atvikum með þeim hætti að maðurinn hafi nokkrum sinnum farið í Vínbúðina fyrir hana og keypt áfengi. Maðurinn hafi viðurkennt slíkt athæfi. Samkvæmt frásögn konunnar muni hann í vor eða sumar hafa farið í Vínbúðina fyrir hana og keypt rauðvínskassa og viljað fá borgað með kynlífi og hún hafi látið það eftir honum. Það sé ekki alveg ljóst á rannsóknargögnum málsins hvenær meint brot eigi að hafa átt sér stað ef það hafi á annað borð gerst. Sakborningur neiti sök og segist aldrei hafa stundað kynlíf með konunni. Við rannsókn málsins hafi verið lagt hald á muni í svefnherbergi konunnar sem sendir hafi verið í rannsókn. Maðurinn segist aldrei hafa komið í svefnherbergi konunnar. Ef þar finnist nothæf lífssýni sé nauðsynlegt að mati lögreglu og ákæruvalds að geta borið þau sýni saman við DNA-sýni úr manninum. Hann hafi neitað algjörlega að heimila lögreglu að taka slíkt sýni. Grunaður um alvarlegan glæp Í greinargerð Lögreglustjórans er krafan rökstudd með þeim rökum að að mati lögreglu sé nauðsynlegt að fá slíkt sýni úr sakborningi fyrir framgang rannsóknarinnar og hægt sé að fullyrða að slík sýnataka úr munni sakbornings muni verða honum að meinalausu. „Verið er að rannsaka meinta nauðgun sem er með alvarlegustu sakamálum sem geta komið upp í hverju þjóðfélagi og varðar allt að 16 ára fangelsisrefsingu.“ Í niðurstöðu héraðsdóms, sem staðfest var með vísan til forsendna, segir að maðurinn sé undir rökstuddum grun um að hafa framið brot sem varðað getur fangelsisrefsingu að lögum. Fyrirhuguð líkamsrannsókn í þágu rannsóknar málsins verði gerð honum að meinalausu. Því væri Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra heimilt að taka stroksýni úr munni mannsins. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Þetta segir í úrskurði Landsréttar, sem kveðinn var upp þann 14. nóvember síðastliðinn. Þá var úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra staðfestur, en hann hafði verið kveðinn upp daginn áður. Í greinargerð Lögreglustjóra segir að konan sé andlega fötluð og samkvæmt upplýsingum félagsþjónustu sveitarfélagsins sem hún býr í sé hún alkóhólisti. Neitaði algjörlega að gefa sýni Hún hafi lýst atvikum með þeim hætti að maðurinn hafi nokkrum sinnum farið í Vínbúðina fyrir hana og keypt áfengi. Maðurinn hafi viðurkennt slíkt athæfi. Samkvæmt frásögn konunnar muni hann í vor eða sumar hafa farið í Vínbúðina fyrir hana og keypt rauðvínskassa og viljað fá borgað með kynlífi og hún hafi látið það eftir honum. Það sé ekki alveg ljóst á rannsóknargögnum málsins hvenær meint brot eigi að hafa átt sér stað ef það hafi á annað borð gerst. Sakborningur neiti sök og segist aldrei hafa stundað kynlíf með konunni. Við rannsókn málsins hafi verið lagt hald á muni í svefnherbergi konunnar sem sendir hafi verið í rannsókn. Maðurinn segist aldrei hafa komið í svefnherbergi konunnar. Ef þar finnist nothæf lífssýni sé nauðsynlegt að mati lögreglu og ákæruvalds að geta borið þau sýni saman við DNA-sýni úr manninum. Hann hafi neitað algjörlega að heimila lögreglu að taka slíkt sýni. Grunaður um alvarlegan glæp Í greinargerð Lögreglustjórans er krafan rökstudd með þeim rökum að að mati lögreglu sé nauðsynlegt að fá slíkt sýni úr sakborningi fyrir framgang rannsóknarinnar og hægt sé að fullyrða að slík sýnataka úr munni sakbornings muni verða honum að meinalausu. „Verið er að rannsaka meinta nauðgun sem er með alvarlegustu sakamálum sem geta komið upp í hverju þjóðfélagi og varðar allt að 16 ára fangelsisrefsingu.“ Í niðurstöðu héraðsdóms, sem staðfest var með vísan til forsendna, segir að maðurinn sé undir rökstuddum grun um að hafa framið brot sem varðað getur fangelsisrefsingu að lögum. Fyrirhuguð líkamsrannsókn í þágu rannsóknar málsins verði gerð honum að meinalausu. Því væri Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra heimilt að taka stroksýni úr munni mannsins.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira