Ekki lengur hægt að hunsa Frelsisflokkinn sem „muni stjórna“ Atli Ísleifsson skrifar 23. nóvember 2023 08:41 Geert Wilders var sigurreifur í gærkvöldi þegar ljóst var að Frelsisflokkur hans hefði unnið mikinn sigur. AP „Það er ekki lengur hægt að hunsa PVV [Frelsisflokkinn]. Við munum stjórna.“ Þetta sagði Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, eftir að ljóst var að flokkurinn hefði unnið stórsigur í hollensku þingkosningunum sem fram fór í gær. Þegar búið er að telja nær öll atkvæði virðist sem að Frelsisflokkurinn, sem hefur lengi talað gegn straumi innflytjenda til Hollands og því sem hefur verið lýst sem „íslamsvæðingu“, hafi tryggt sér 37 þingsæti, mun fleiri en bandalag vinstriflokka og græningja sem hlaut næstflest atkvæði. Ljóst má vera að sigur Wilders og félaga hristir hressilega upp í hollenskum stjórnmálum, en nýr forsætisráðherra mun nú taka við embætti í landinu. Mark Rutte, formaður mið-hægriflokksins VVD, hefur gegnt embættinu síðustu þrettán ár, en í sumar greindi hann frá því að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Þó að Frelsisflokkurinn hafi unnið mikinn sigur er ekki ljóst hvort að flokkurinn nái að fá aðra flokka til liðs við sig til að mynda nýjan meirihluta. Í kosningabaráttunni útilokuðu leiðtogar allra stærstu flokkanna að starfa með PVV, en þó má vera að niðurstaða kosninganna og þessi óvænti og mikli sigur PVV komi til með að breyta því. Hundrað og fimmtíu þingmenn eiga sæti á hollenska þinginu og þarf því 76 þingmenn til að mynda meirihluta. Hinn sextugi Wilders, sem komst fyrst á þing fyrir 25 árum, hefur um árabil talað gegn straumi innflytjenda og talað fyrir því að „loka landamærunum“. Í frétt BBC segir að hann hafi þó lagt til hliðar loforð sitt um að banna Kóraninn. Wilders ávarpaði stuðningsmenn sína þar sem hann sagði hina mikla fjölgun þingmanna flokksins nú vera mikinn virðingarvott en að þessu fylgi líka mikil ábyrgð. Frank Timmermans er leiðtogi bandalags stærsta vinstri flokksins og græningja.EPA Frans Timmermans, leiðtogi vinstribandalagsins og fyrrverandi varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að hann muni ekki koma nálægt nýrri stjórn undir forystu Wilders. Hann sagði nauðsynlegt að verja hollenskt lýðræði og réttarríkið. „Við munum ekki snúa baki við neinum í Hollandi. Í Hollandi eru allir jafnir,“ sagði Timmermans. VVD, mið-hægriflokkur Rutte, sem Dilan Yesilgöz leiðir nú, varð þriðji stærsti flokkurinn og fékk 24 þingmenn kjörna og nýr flokkur Pieter Omtzigt, NSC, varð fjórði stærsti og hlaut tuttugu þingmenn. Í heildina virðist sem að fimmtán flokkar hafi náð mönnum inn á hollenska þingið. Holland Kosningar í Hollandi Tengdar fréttir Útgönguspár: Geert Wilders sigurvegari í Hollandi Frelsisflokkur Geert Wilders er með flest þingsæti eftir þingkosningar í Hollandi í dag miðað við útgönguspár. Flokkurinn er lengst til hægri á pólitísku litrófi hollenskra stjórnmálaflokka og hefur Geert löngum barist gegn „íslamsvæðingu“ landsins. 22. nóvember 2023 21:47 Fá fyrsta nýja forsætisráðherrann í þrettán ár Hollendingar velja sér í dag nýja þingmenn og í kjölfarið tekur nýr forsætisráðherra við völdum í fyrsta sinn í þrettán ár. Alls berjast 1.128 frambjóðendur fyrir 26 stjórnmálaflokka keppast um 150 sæti í neðri deild hollenska þingsins. 22. nóvember 2023 13:37 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Þegar búið er að telja nær öll atkvæði virðist sem að Frelsisflokkurinn, sem hefur lengi talað gegn straumi innflytjenda til Hollands og því sem hefur verið lýst sem „íslamsvæðingu“, hafi tryggt sér 37 þingsæti, mun fleiri en bandalag vinstriflokka og græningja sem hlaut næstflest atkvæði. Ljóst má vera að sigur Wilders og félaga hristir hressilega upp í hollenskum stjórnmálum, en nýr forsætisráðherra mun nú taka við embætti í landinu. Mark Rutte, formaður mið-hægriflokksins VVD, hefur gegnt embættinu síðustu þrettán ár, en í sumar greindi hann frá því að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Þó að Frelsisflokkurinn hafi unnið mikinn sigur er ekki ljóst hvort að flokkurinn nái að fá aðra flokka til liðs við sig til að mynda nýjan meirihluta. Í kosningabaráttunni útilokuðu leiðtogar allra stærstu flokkanna að starfa með PVV, en þó má vera að niðurstaða kosninganna og þessi óvænti og mikli sigur PVV komi til með að breyta því. Hundrað og fimmtíu þingmenn eiga sæti á hollenska þinginu og þarf því 76 þingmenn til að mynda meirihluta. Hinn sextugi Wilders, sem komst fyrst á þing fyrir 25 árum, hefur um árabil talað gegn straumi innflytjenda og talað fyrir því að „loka landamærunum“. Í frétt BBC segir að hann hafi þó lagt til hliðar loforð sitt um að banna Kóraninn. Wilders ávarpaði stuðningsmenn sína þar sem hann sagði hina mikla fjölgun þingmanna flokksins nú vera mikinn virðingarvott en að þessu fylgi líka mikil ábyrgð. Frank Timmermans er leiðtogi bandalags stærsta vinstri flokksins og græningja.EPA Frans Timmermans, leiðtogi vinstribandalagsins og fyrrverandi varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að hann muni ekki koma nálægt nýrri stjórn undir forystu Wilders. Hann sagði nauðsynlegt að verja hollenskt lýðræði og réttarríkið. „Við munum ekki snúa baki við neinum í Hollandi. Í Hollandi eru allir jafnir,“ sagði Timmermans. VVD, mið-hægriflokkur Rutte, sem Dilan Yesilgöz leiðir nú, varð þriðji stærsti flokkurinn og fékk 24 þingmenn kjörna og nýr flokkur Pieter Omtzigt, NSC, varð fjórði stærsti og hlaut tuttugu þingmenn. Í heildina virðist sem að fimmtán flokkar hafi náð mönnum inn á hollenska þingið.
Holland Kosningar í Hollandi Tengdar fréttir Útgönguspár: Geert Wilders sigurvegari í Hollandi Frelsisflokkur Geert Wilders er með flest þingsæti eftir þingkosningar í Hollandi í dag miðað við útgönguspár. Flokkurinn er lengst til hægri á pólitísku litrófi hollenskra stjórnmálaflokka og hefur Geert löngum barist gegn „íslamsvæðingu“ landsins. 22. nóvember 2023 21:47 Fá fyrsta nýja forsætisráðherrann í þrettán ár Hollendingar velja sér í dag nýja þingmenn og í kjölfarið tekur nýr forsætisráðherra við völdum í fyrsta sinn í þrettán ár. Alls berjast 1.128 frambjóðendur fyrir 26 stjórnmálaflokka keppast um 150 sæti í neðri deild hollenska þingsins. 22. nóvember 2023 13:37 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Útgönguspár: Geert Wilders sigurvegari í Hollandi Frelsisflokkur Geert Wilders er með flest þingsæti eftir þingkosningar í Hollandi í dag miðað við útgönguspár. Flokkurinn er lengst til hægri á pólitísku litrófi hollenskra stjórnmálaflokka og hefur Geert löngum barist gegn „íslamsvæðingu“ landsins. 22. nóvember 2023 21:47
Fá fyrsta nýja forsætisráðherrann í þrettán ár Hollendingar velja sér í dag nýja þingmenn og í kjölfarið tekur nýr forsætisráðherra við völdum í fyrsta sinn í þrettán ár. Alls berjast 1.128 frambjóðendur fyrir 26 stjórnmálaflokka keppast um 150 sæti í neðri deild hollenska þingsins. 22. nóvember 2023 13:37
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent