„Strákarnir þurfa að standa straum af kostnaði í svona ævintýri“ Kári Mímisson skrifar 22. nóvember 2023 22:24 Sigursteinn Arndal segir það ekki ódýrt fyrir íslenskt lið að taka þátt í Evrópukeppni Vísir/Hulda Margrét Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var að vonum sáttur með öruggan sigur FH á Gróttu nú í kvöld. Grótta skoraði fyrsta markið en eftir það tóku FH-ingar algjörlega yfir leikinn og unnu sannfærandi 31-24 sigur. „Ég er bara ánægður með sigurinn og hvernig við mættum inn í leikinn. Okkur tókst að ganga svona að mestu leyti frá þessu í fyrri hálfleik. Grótta er með lið sem er óþægilegt fyrir flest lið að mæta. Þeir eru alltaf á fullu og keyra hratt á þig. Ef þú mætir ekki 100 prósent í leik gegn þeim lendir þú í veseni en við mættum sem betur fer í leikinn af fullum krafti.“ Sagði Sigursteinn strax að leik loknum. Eins og áður segir voru yfirburðir FH miklir og undir lokin gat Sigursteinn gefið ansi mörgum ungum leikmönnum tækifæri. Hversu ánægður ertu með frammistöðu þeirra? „Mjög ánægður með þá. Þetta eru strákar sem eru bara gríðarlega mikilvægir okkar liði með því að halda uppi góðum gæðum á æfingum í gegnum allan veturinn. Þeir eru að standa sig vel með þriðja flokk og FH er þannig félag að við viljum gefa ungum mönnum séns sem ætla sér hluti og þetta eru strákar sem ætla sér stóra hluti. Það er því mjög ánægjulegt að geta gefið þeim mínútur.“ Símon Michael og Jóhannes Berg áttu fínan leik fyrir FH. Það litaði þó frammistöðu þeirra að þeir enduðu báðir með tvisvar sinnum tvær mínútur fyrir vægast sagt klaufalegar sakir. Sigursteinn segir að það þurfi ekkert að fara yfir þetta með þeim og er viss um að þeir vinni úr þessum mistökum sínum. „Þeir eru gagnrýnir á sjálfa sig og vita það að þeir eiga ekki að fá á sig svona ódýrar tvær mínútur sem er algjör óþarfi. Þetta eru ungir menn og ég treysti þeim fullkomlega til að vinna út úr þessu.“ FH leikur næst í þriðju umferð Evrópubikars karla gegn Sezoens Achilles Bocholt frá Belgíu. Hvað getur þú sagt okkur um þetta lið? „Þetta er sterkt lið. Við mættum belgísku liði fyrir fjórum árum að mig minnir. Þar gerðum við jafntefli úti og unnum á heimavelli. Við erum komnir í þriðju umferð og það gefur augaleið að slakari liðunum fækkar þannig að við erum bara að búa okkur undir að mæta mjög góðu belgísku liði. Það er mikill uppgangur í belgískum handbolta og ég held að þeir séu að fara á EM í fyrsta skiptið núna í janúar.“ Að lokum vill Sigursteinn biðla til fólks að fjölmenna í Kaplakrika á laugardaginn. Liðið þurfi á stuðninga að halda ásamt því segir hann að þessi Evrópuævintýri séu alls ekki ódýr. „Ég vil að lokum biðla til FH-inga og handboltaunnenda að mæta á leikinn því það er alls ekki sjálfsagður hlutur að íslensku liðin séu að taka þátt í Evrópukeppni. Þetta er dýrt og við þurfum á öllum stuðningi að halda. Strákarnir þurfa að standa straum af kostnaði í svona ævintýri. Að sjálfsögðu hjálpar félagið og bæjarfélagið eitthvað til en svo bara þurfum við að treysta á góða mætingu til þess að svona dæmi geti gengið upp ásamt því eru menn bara í öllum mögulegum fjáröflunum og sölum sem hægt er. Þetta er bara raunveruleikinn.“ Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
„Ég er bara ánægður með sigurinn og hvernig við mættum inn í leikinn. Okkur tókst að ganga svona að mestu leyti frá þessu í fyrri hálfleik. Grótta er með lið sem er óþægilegt fyrir flest lið að mæta. Þeir eru alltaf á fullu og keyra hratt á þig. Ef þú mætir ekki 100 prósent í leik gegn þeim lendir þú í veseni en við mættum sem betur fer í leikinn af fullum krafti.“ Sagði Sigursteinn strax að leik loknum. Eins og áður segir voru yfirburðir FH miklir og undir lokin gat Sigursteinn gefið ansi mörgum ungum leikmönnum tækifæri. Hversu ánægður ertu með frammistöðu þeirra? „Mjög ánægður með þá. Þetta eru strákar sem eru bara gríðarlega mikilvægir okkar liði með því að halda uppi góðum gæðum á æfingum í gegnum allan veturinn. Þeir eru að standa sig vel með þriðja flokk og FH er þannig félag að við viljum gefa ungum mönnum séns sem ætla sér hluti og þetta eru strákar sem ætla sér stóra hluti. Það er því mjög ánægjulegt að geta gefið þeim mínútur.“ Símon Michael og Jóhannes Berg áttu fínan leik fyrir FH. Það litaði þó frammistöðu þeirra að þeir enduðu báðir með tvisvar sinnum tvær mínútur fyrir vægast sagt klaufalegar sakir. Sigursteinn segir að það þurfi ekkert að fara yfir þetta með þeim og er viss um að þeir vinni úr þessum mistökum sínum. „Þeir eru gagnrýnir á sjálfa sig og vita það að þeir eiga ekki að fá á sig svona ódýrar tvær mínútur sem er algjör óþarfi. Þetta eru ungir menn og ég treysti þeim fullkomlega til að vinna út úr þessu.“ FH leikur næst í þriðju umferð Evrópubikars karla gegn Sezoens Achilles Bocholt frá Belgíu. Hvað getur þú sagt okkur um þetta lið? „Þetta er sterkt lið. Við mættum belgísku liði fyrir fjórum árum að mig minnir. Þar gerðum við jafntefli úti og unnum á heimavelli. Við erum komnir í þriðju umferð og það gefur augaleið að slakari liðunum fækkar þannig að við erum bara að búa okkur undir að mæta mjög góðu belgísku liði. Það er mikill uppgangur í belgískum handbolta og ég held að þeir séu að fara á EM í fyrsta skiptið núna í janúar.“ Að lokum vill Sigursteinn biðla til fólks að fjölmenna í Kaplakrika á laugardaginn. Liðið þurfi á stuðninga að halda ásamt því segir hann að þessi Evrópuævintýri séu alls ekki ódýr. „Ég vil að lokum biðla til FH-inga og handboltaunnenda að mæta á leikinn því það er alls ekki sjálfsagður hlutur að íslensku liðin séu að taka þátt í Evrópukeppni. Þetta er dýrt og við þurfum á öllum stuðningi að halda. Strákarnir þurfa að standa straum af kostnaði í svona ævintýri. Að sjálfsögðu hjálpar félagið og bæjarfélagið eitthvað til en svo bara þurfum við að treysta á góða mætingu til þess að svona dæmi geti gengið upp ásamt því eru menn bara í öllum mögulegum fjáröflunum og sölum sem hægt er. Þetta er bara raunveruleikinn.“
Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira