Mikil eyðilegging á nokkrum stöðum en víða minniháttar skemmdir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. nóvember 2023 20:01 Fréttamenn fengu í fyrsta skipti að fara inn í Grindavík í dag en í síðustu viku var þeim meinaður aðgangur að bænum. Almannavarnir fyldu þeim eftir á nokkra staði þar sem skemmdirnar voru augljósastar. Vísir/Vilhelm Sprungan sem liggur gegnum Grindavík hefur valdið margvíslegum skemmdum í bænum. Fjölmiðlar fengu í fyrsta skipti frá því í síðustu viku að fara inn á svæðið í dag. Spænskur blaðamaður segir samlanda sína fylgjast vel með uppbyggingu varnargarða í Svartsengi eftir að eldgos varð við borgina La Palma. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum gaf í fyrsta skipti frá því á þriðjudaginn í síðustu viku blaða-og fréttamönnum leyfi til að fara inn í Grindavík en aðeins í fylgd Almannavarna. Erlendir blaðamenn ásamt íslenskum kollegum sínum fengu að fara á þrjá staði á bænum þar sem skemmdir eru augljósastar. Fólk frá björgunarsveitum og almannavörnum sem hafa verið daglega í Grindavík frá rýmingunni föstudaginn 10. nóvember segir að sprunga sem liggur í gegnum bæinn sé stöðugt að gliðna. Það mátti sjá glitta í reyk og lagnir sem lágu hér og þar upp úr henni. Erlendir blaðamenn fengu að fara í hópferðabíl á vegum almannavarna inn í Grindavík í dag. Vísir/Berghildur Eins og í bíómynd Pálmi Þrastarsson björgunarsveitarmaður úr Grindavík hefur verið á vaktinni frá rýmingu. Hann segir að jarðhræringarnar hafi víða haft áhrif á bæinn. „Almennt er stærsti hluti bæjarins nokkuð góður. Það ber á minni háttar skemmdum víða um bæinn og svo stærri skemmdum á nokkrum stöðum,“ segir Pálmi. Hann segist ekki hafa fundið fyrir jarðskjálftum frá því að rýming fór fram en skjálftarnir þá hafi verið rosalegir. „Það var stórundarlegt, eins og í amerískri bíómynd,“ segir hann. Spánverjar fylgjast vel með Meðal fréttamanna sem kannaði aðstæður í Grindavík í dag var Marcos Mendes frá Spáni. Hann segir að samlandar sínir hafi fylgst vel með jarðhræringunum í Grindavík einkum íbúar La Palma en eldfjall við borgina gaus 2021. „Við höfðum ekki tíma til að byggja varnargarða í La Palma á sínum tíma þannig að kvika fór inn í borgina þegar eldfjallið við borgina gaus. Íbúar þar hafa því mikinn áhuga á uppbyggingu varnargarðanna í Svartsengi og vona að sú þekking sem er að verða til þarna nýtist í áframhaldinu,“ segir Marcos. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Sjá meira
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum gaf í fyrsta skipti frá því á þriðjudaginn í síðustu viku blaða-og fréttamönnum leyfi til að fara inn í Grindavík en aðeins í fylgd Almannavarna. Erlendir blaðamenn ásamt íslenskum kollegum sínum fengu að fara á þrjá staði á bænum þar sem skemmdir eru augljósastar. Fólk frá björgunarsveitum og almannavörnum sem hafa verið daglega í Grindavík frá rýmingunni föstudaginn 10. nóvember segir að sprunga sem liggur í gegnum bæinn sé stöðugt að gliðna. Það mátti sjá glitta í reyk og lagnir sem lágu hér og þar upp úr henni. Erlendir blaðamenn fengu að fara í hópferðabíl á vegum almannavarna inn í Grindavík í dag. Vísir/Berghildur Eins og í bíómynd Pálmi Þrastarsson björgunarsveitarmaður úr Grindavík hefur verið á vaktinni frá rýmingu. Hann segir að jarðhræringarnar hafi víða haft áhrif á bæinn. „Almennt er stærsti hluti bæjarins nokkuð góður. Það ber á minni háttar skemmdum víða um bæinn og svo stærri skemmdum á nokkrum stöðum,“ segir Pálmi. Hann segist ekki hafa fundið fyrir jarðskjálftum frá því að rýming fór fram en skjálftarnir þá hafi verið rosalegir. „Það var stórundarlegt, eins og í amerískri bíómynd,“ segir hann. Spánverjar fylgjast vel með Meðal fréttamanna sem kannaði aðstæður í Grindavík í dag var Marcos Mendes frá Spáni. Hann segir að samlandar sínir hafi fylgst vel með jarðhræringunum í Grindavík einkum íbúar La Palma en eldfjall við borgina gaus 2021. „Við höfðum ekki tíma til að byggja varnargarða í La Palma á sínum tíma þannig að kvika fór inn í borgina þegar eldfjallið við borgina gaus. Íbúar þar hafa því mikinn áhuga á uppbyggingu varnargarðanna í Svartsengi og vona að sú þekking sem er að verða til þarna nýtist í áframhaldinu,“ segir Marcos.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Sjá meira