Mikil eyðilegging á nokkrum stöðum en víða minniháttar skemmdir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. nóvember 2023 20:01 Fréttamenn fengu í fyrsta skipti að fara inn í Grindavík í dag en í síðustu viku var þeim meinaður aðgangur að bænum. Almannavarnir fyldu þeim eftir á nokkra staði þar sem skemmdirnar voru augljósastar. Vísir/Vilhelm Sprungan sem liggur gegnum Grindavík hefur valdið margvíslegum skemmdum í bænum. Fjölmiðlar fengu í fyrsta skipti frá því í síðustu viku að fara inn á svæðið í dag. Spænskur blaðamaður segir samlanda sína fylgjast vel með uppbyggingu varnargarða í Svartsengi eftir að eldgos varð við borgina La Palma. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum gaf í fyrsta skipti frá því á þriðjudaginn í síðustu viku blaða-og fréttamönnum leyfi til að fara inn í Grindavík en aðeins í fylgd Almannavarna. Erlendir blaðamenn ásamt íslenskum kollegum sínum fengu að fara á þrjá staði á bænum þar sem skemmdir eru augljósastar. Fólk frá björgunarsveitum og almannavörnum sem hafa verið daglega í Grindavík frá rýmingunni föstudaginn 10. nóvember segir að sprunga sem liggur í gegnum bæinn sé stöðugt að gliðna. Það mátti sjá glitta í reyk og lagnir sem lágu hér og þar upp úr henni. Erlendir blaðamenn fengu að fara í hópferðabíl á vegum almannavarna inn í Grindavík í dag. Vísir/Berghildur Eins og í bíómynd Pálmi Þrastarsson björgunarsveitarmaður úr Grindavík hefur verið á vaktinni frá rýmingu. Hann segir að jarðhræringarnar hafi víða haft áhrif á bæinn. „Almennt er stærsti hluti bæjarins nokkuð góður. Það ber á minni háttar skemmdum víða um bæinn og svo stærri skemmdum á nokkrum stöðum,“ segir Pálmi. Hann segist ekki hafa fundið fyrir jarðskjálftum frá því að rýming fór fram en skjálftarnir þá hafi verið rosalegir. „Það var stórundarlegt, eins og í amerískri bíómynd,“ segir hann. Spánverjar fylgjast vel með Meðal fréttamanna sem kannaði aðstæður í Grindavík í dag var Marcos Mendes frá Spáni. Hann segir að samlandar sínir hafi fylgst vel með jarðhræringunum í Grindavík einkum íbúar La Palma en eldfjall við borgina gaus 2021. „Við höfðum ekki tíma til að byggja varnargarða í La Palma á sínum tíma þannig að kvika fór inn í borgina þegar eldfjallið við borgina gaus. Íbúar þar hafa því mikinn áhuga á uppbyggingu varnargarðanna í Svartsengi og vona að sú þekking sem er að verða til þarna nýtist í áframhaldinu,“ segir Marcos. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum gaf í fyrsta skipti frá því á þriðjudaginn í síðustu viku blaða-og fréttamönnum leyfi til að fara inn í Grindavík en aðeins í fylgd Almannavarna. Erlendir blaðamenn ásamt íslenskum kollegum sínum fengu að fara á þrjá staði á bænum þar sem skemmdir eru augljósastar. Fólk frá björgunarsveitum og almannavörnum sem hafa verið daglega í Grindavík frá rýmingunni föstudaginn 10. nóvember segir að sprunga sem liggur í gegnum bæinn sé stöðugt að gliðna. Það mátti sjá glitta í reyk og lagnir sem lágu hér og þar upp úr henni. Erlendir blaðamenn fengu að fara í hópferðabíl á vegum almannavarna inn í Grindavík í dag. Vísir/Berghildur Eins og í bíómynd Pálmi Þrastarsson björgunarsveitarmaður úr Grindavík hefur verið á vaktinni frá rýmingu. Hann segir að jarðhræringarnar hafi víða haft áhrif á bæinn. „Almennt er stærsti hluti bæjarins nokkuð góður. Það ber á minni háttar skemmdum víða um bæinn og svo stærri skemmdum á nokkrum stöðum,“ segir Pálmi. Hann segist ekki hafa fundið fyrir jarðskjálftum frá því að rýming fór fram en skjálftarnir þá hafi verið rosalegir. „Það var stórundarlegt, eins og í amerískri bíómynd,“ segir hann. Spánverjar fylgjast vel með Meðal fréttamanna sem kannaði aðstæður í Grindavík í dag var Marcos Mendes frá Spáni. Hann segir að samlandar sínir hafi fylgst vel með jarðhræringunum í Grindavík einkum íbúar La Palma en eldfjall við borgina gaus 2021. „Við höfðum ekki tíma til að byggja varnargarða í La Palma á sínum tíma þannig að kvika fór inn í borgina þegar eldfjallið við borgina gaus. Íbúar þar hafa því mikinn áhuga á uppbyggingu varnargarðanna í Svartsengi og vona að sú þekking sem er að verða til þarna nýtist í áframhaldinu,“ segir Marcos.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira