Þingmenn xD í Suðvestur mega ekki verða veikir Jakob Bjarnar skrifar 22. nóvember 2023 14:35 Arnar Þór er 1. varamaður og ef hann á ekki að sleppa inná þing, þá má þeim Bjarna, Jóni, Bryndísi og Óla Birni ekki verða misdægurt. vísir/vilhelm Arnar Þór Jónsson lögmaður, fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, segist hafa öruggar heimildir fyrir því að ekki megi til þess koma að hann taki sæti á þingi. „Kannski hef ég verið of leiðinlegur / of hvass við kjörna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Í gagngjald hef ég fengið þau skilaboð að mér verði aldrei hleypt aftur inn á Alþingi sem varamanni,“ segir Arnar Þór á bloggsíðu sinni. Arnar Þór lætur sér þetta í léttu rúmi liggja, sérstaklega þegar slík útilokun er lögð á á vogarskálar samvisku, sannfæringar og innri heilinda. „En að því sögðu óska ég Sjálfstæðisflokknum alls góðs og bind enn vonir við að allt það góða fólk sem þar er finni hjá sér styrk til að rísa undir merkjum flokksins og vera „arftakar Kennedys, Reagans og Lincolns“.“ Segir Arnar sem leggur út af pistli Óla Björns Kárasonar sem fjallar um pólitíska arfleifð John F. Kennedy. Vísir heyrði því fleygt þegar ráðherraskipti voru nýverið, þegar Jón Gunnarsson vék fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur í dómsmálaráðuneytinu, að hann hafi „ekki mátt hætta“ á þingi af þessum sökum. Bjarni hafi því þurft að lofa honum einhverju fyrir sinn snúð en Jón hafði velt því fyrir sér að láta alfarið af störfum. Þetta var kenning sem þótti óvarlegt að fara með út þá en Arnar Þór segist nú hafa fyrir því áreiðanlegar heimildir að allt verði gert til að hann taki ekki sæti á þinginu af hálfu Sjálfstæðismanna. „Þau boð hafi verið látin út ganga að enginn þingmaður í SV kjördæmi megi forfallast til að tryggja að ég komi ekki aftur inn,“ segir Arnar Þór í samtali við Vísi. Og bætir við: „Örugg heimild.“ Arnar er 1. varaþingmaður kjördæmisins sem þýðir þá að Sjálfstæðismenn verða að gæta þess vandlega að ekkert hendi þau Bjarna Benediktsson, Jón Gunnarsson, Bryndísi Haraldsdóttur og Óla Björn Kárason, þau mega helst ekki fá kvef. Annars er voðinn vís og „minkurinn“ sleppur inn í hænsnahúsið. En Arnar Þór hefur meðal annars vakið athygli fyrir ódeiga baráttu fyrir tjáningarfrelsinu. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira
„Kannski hef ég verið of leiðinlegur / of hvass við kjörna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Í gagngjald hef ég fengið þau skilaboð að mér verði aldrei hleypt aftur inn á Alþingi sem varamanni,“ segir Arnar Þór á bloggsíðu sinni. Arnar Þór lætur sér þetta í léttu rúmi liggja, sérstaklega þegar slík útilokun er lögð á á vogarskálar samvisku, sannfæringar og innri heilinda. „En að því sögðu óska ég Sjálfstæðisflokknum alls góðs og bind enn vonir við að allt það góða fólk sem þar er finni hjá sér styrk til að rísa undir merkjum flokksins og vera „arftakar Kennedys, Reagans og Lincolns“.“ Segir Arnar sem leggur út af pistli Óla Björns Kárasonar sem fjallar um pólitíska arfleifð John F. Kennedy. Vísir heyrði því fleygt þegar ráðherraskipti voru nýverið, þegar Jón Gunnarsson vék fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur í dómsmálaráðuneytinu, að hann hafi „ekki mátt hætta“ á þingi af þessum sökum. Bjarni hafi því þurft að lofa honum einhverju fyrir sinn snúð en Jón hafði velt því fyrir sér að láta alfarið af störfum. Þetta var kenning sem þótti óvarlegt að fara með út þá en Arnar Þór segist nú hafa fyrir því áreiðanlegar heimildir að allt verði gert til að hann taki ekki sæti á þinginu af hálfu Sjálfstæðismanna. „Þau boð hafi verið látin út ganga að enginn þingmaður í SV kjördæmi megi forfallast til að tryggja að ég komi ekki aftur inn,“ segir Arnar Þór í samtali við Vísi. Og bætir við: „Örugg heimild.“ Arnar er 1. varaþingmaður kjördæmisins sem þýðir þá að Sjálfstæðismenn verða að gæta þess vandlega að ekkert hendi þau Bjarna Benediktsson, Jón Gunnarsson, Bryndísi Haraldsdóttur og Óla Björn Kárason, þau mega helst ekki fá kvef. Annars er voðinn vís og „minkurinn“ sleppur inn í hænsnahúsið. En Arnar Þór hefur meðal annars vakið athygli fyrir ódeiga baráttu fyrir tjáningarfrelsinu.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira