Þrálát verðbólga heldur vöxtum áfram háum Heimir Már Pétursson skrifar 22. nóvember 2023 12:23 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir viðvarandi þenslu og spennu í hagkerfinu halda verðbólgunni uppi. Vísir/Vilhelm Verðbólga hefur verið og verður samkvæmt spá Seðlabankans þrálátari en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Þrátt fyrir það og vegna aukinnar óvissu í efnahagsmálum í tengslum við jarðhræringar á Reykjanesi ákvað peningastefnunefnd Seðlabankans að halda meginvöxtum óbreyttum í morgun. Meginvextir Seðlabankans verða áfram 9,25 prósent samkvæmt þessari ákvörðun. Segir peningastefnunefnd meginvexti verða þannig væntanlega fram til 7. febrúar, á næsta vaxtaákvörðunardegi bankans. Þá verður búið að leggja fram fjárlög næsta árs og að öllum líkindum búið að gera nýja kjarasamninga. Auk þess ætti óvissan varðandi jarðhræringar á Reykjanesi að vera minni. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir enn ríkja mikla spennu í þjóðarbúinu og hún sé meiri en áður hafi verið talið. Enn sé mikil eftirspurn eftir vinnuafli og mikill krafur í hagkerfinu. Hins vegar hafi dregið úr neyslu almennings og hægt á verðhækkunum á húsnæðismarkaði. „Það er bara töluvert verkefni fyrir Seðlabankann í rauninni að hemja þetta. Af því að okkur hættir dálítið til að ætla að gera allt of mikið í einu. Sem leiðir til þess að kerfið þenst út og það myndast spenna,“ segir Ásgeir. Ásgeir Jónsson vísar gagnrýni þingmanns Flokks fólksins og formanns VR á hann á bug. Peningastefnunefnd taki ákvarðanir um vexti sem hafi bjargað störfum í faraldrinum.Vísir/Vilhelm Peningastefnan væri að virka en hægar en spáð hefði verið og útlit fyrir að verðbólga verði í kringum fimm prósent á næsta ári. Í yfirstandandi kjaraviðræðum væri mikilvægt að tryggja áframhaldandi kaupmátt. „Nafnlaunahækkanir eru ekki það sama og kaupmáttur. Of miklar nafnlaunahækkanir skila ekki kaupmætti. Eina leiðin til að fá kaupmátt er í rauninni að gera kjarasamninga sem tryggja verðstöðugleika,” segir seðlabankastjóri. Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR kröfuðst þess nýverið að seðlabankastjóri yrði leystur frá embætti. Alla vega ekki endurskipaður þegar skipun hans rennur út á næsta ári vegna mistaka í vaxtamálum. Bæði þegar vextir voru lækkaðir í tímum faraldursins og hækkaðir undanfarin missseri. Þetta hafi kollvarpað húsnæðismarkaðnum. „Ég held að þetta sé fjarri sanni. Það sem við horfðum fram á í covid-faraldrinum var mesti samdráttur frá stríðslokum. Þannig að við brugðumst við til að halda uppi atvinnu og framleiðslukerfinu sem heppnaðist mjög vel,“ segir Ásgeir. Ef keyra ætti vextina niður í fjögur prósent eins og Ásthildur Lóa og Ragnar Þór krefðust yrði verðbólgan enn meiri en hún væri nú. Þá væri einkennilegt að sjá gagnrýni á vaxtalækkanirnar í faraldrinum frá verkalýðshreyfingunni því sú aðgerð hefði verndað fjölda starfa. Undanfarið hafi síðan fasteignaverð haldið áfram að hækka þrátt fyrir háa vexti. „Þannig að ég vísa þessu til föðurhúsanna.“ En skipunartími þinn rennur út á næsta ári. Ætlar þú að sækjast eftir því að gegna embættinu áfram? „Já, ég geri ráð fyrir því,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Verðlag Kjaraviðræður 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Vöxtum Seðlabankans haldið óbreyttum þótt verðbólguhorfur hafi versnað Þrátt fyrir meiri spennu í þjóðarbúinu og versnandi verðbólguhorfur þá hefur peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum í 9,25 prósentum í annað skiptið í röð vegna óvissu um efnahagslegu áhrifin af jarðhræringunum á Reykjanesskaga. Ákvörðunin er í takt við væntingar nærri allra markaðsaðila og greinenda en peningastefnunefndin undirstrikar að mögulega þurfi að hækka vexti enn frekar síðar meir. 22. nóvember 2023 08:56 Óvissan á Reykjanesskaga knýr Seðlabankann til að halda vöxtum óbreyttum Allt útlit er fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans haldi vöxtum óbreyttum í vikunni vegna þess óvissuástands sem ríkir út af jarðhræringunum á Reykjanesskaga en markaðsaðilar og hagfræðingar hafa ekki verið eins samstíga í væntingum sínum um ákvörðun nefndarinnar um langa hríð. Nánast allir þátttakendur í vaxtakönnun Innherja eiga von á biðleik hjá peningastefnunefndinni í annað sinn í röð enda séu merki um að hátt vaxtastig sé farið að kæla einkaneysluna og þá muni náttúruhamfarirnar draga mátt úr hagkerfinu á næstu mánuðum og þensla á vinnumarkaði minnka. 20. nóvember 2023 11:02 „Bankarnir eru að pissa í skóinn sinn“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Grindvíkingur, segist enn ekki búinn að meðtaka fyllilega aðstæðurnar sem upp eru komnar. Hann vill að því verði komið í kring að Grindvíkingar geti keypt nýbyggt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og húsnæðislán þeirra í Grindavík verði fryst að fullu. 18. nóvember 2023 13:01 „Bankarnir eru að pissa í skóinn sinn“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Grindvíkingur, segist enn ekki búinn að meðtaka fyllilega aðstæðurnar sem upp eru komnar. Hann vill að því verði komið í kring að Grindvíkingar geti keypt nýbyggt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og húsnæðislán þeirra í Grindavík verði fryst að fullu. 18. nóvember 2023 13:01 Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Meginvextir Seðlabankans verða áfram 9,25 prósent samkvæmt þessari ákvörðun. Segir peningastefnunefnd meginvexti verða þannig væntanlega fram til 7. febrúar, á næsta vaxtaákvörðunardegi bankans. Þá verður búið að leggja fram fjárlög næsta árs og að öllum líkindum búið að gera nýja kjarasamninga. Auk þess ætti óvissan varðandi jarðhræringar á Reykjanesi að vera minni. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir enn ríkja mikla spennu í þjóðarbúinu og hún sé meiri en áður hafi verið talið. Enn sé mikil eftirspurn eftir vinnuafli og mikill krafur í hagkerfinu. Hins vegar hafi dregið úr neyslu almennings og hægt á verðhækkunum á húsnæðismarkaði. „Það er bara töluvert verkefni fyrir Seðlabankann í rauninni að hemja þetta. Af því að okkur hættir dálítið til að ætla að gera allt of mikið í einu. Sem leiðir til þess að kerfið þenst út og það myndast spenna,“ segir Ásgeir. Ásgeir Jónsson vísar gagnrýni þingmanns Flokks fólksins og formanns VR á hann á bug. Peningastefnunefnd taki ákvarðanir um vexti sem hafi bjargað störfum í faraldrinum.Vísir/Vilhelm Peningastefnan væri að virka en hægar en spáð hefði verið og útlit fyrir að verðbólga verði í kringum fimm prósent á næsta ári. Í yfirstandandi kjaraviðræðum væri mikilvægt að tryggja áframhaldandi kaupmátt. „Nafnlaunahækkanir eru ekki það sama og kaupmáttur. Of miklar nafnlaunahækkanir skila ekki kaupmætti. Eina leiðin til að fá kaupmátt er í rauninni að gera kjarasamninga sem tryggja verðstöðugleika,” segir seðlabankastjóri. Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR kröfuðst þess nýverið að seðlabankastjóri yrði leystur frá embætti. Alla vega ekki endurskipaður þegar skipun hans rennur út á næsta ári vegna mistaka í vaxtamálum. Bæði þegar vextir voru lækkaðir í tímum faraldursins og hækkaðir undanfarin missseri. Þetta hafi kollvarpað húsnæðismarkaðnum. „Ég held að þetta sé fjarri sanni. Það sem við horfðum fram á í covid-faraldrinum var mesti samdráttur frá stríðslokum. Þannig að við brugðumst við til að halda uppi atvinnu og framleiðslukerfinu sem heppnaðist mjög vel,“ segir Ásgeir. Ef keyra ætti vextina niður í fjögur prósent eins og Ásthildur Lóa og Ragnar Þór krefðust yrði verðbólgan enn meiri en hún væri nú. Þá væri einkennilegt að sjá gagnrýni á vaxtalækkanirnar í faraldrinum frá verkalýðshreyfingunni því sú aðgerð hefði verndað fjölda starfa. Undanfarið hafi síðan fasteignaverð haldið áfram að hækka þrátt fyrir háa vexti. „Þannig að ég vísa þessu til föðurhúsanna.“ En skipunartími þinn rennur út á næsta ári. Ætlar þú að sækjast eftir því að gegna embættinu áfram? „Já, ég geri ráð fyrir því,“ segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Verðlag Kjaraviðræður 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Vöxtum Seðlabankans haldið óbreyttum þótt verðbólguhorfur hafi versnað Þrátt fyrir meiri spennu í þjóðarbúinu og versnandi verðbólguhorfur þá hefur peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum í 9,25 prósentum í annað skiptið í röð vegna óvissu um efnahagslegu áhrifin af jarðhræringunum á Reykjanesskaga. Ákvörðunin er í takt við væntingar nærri allra markaðsaðila og greinenda en peningastefnunefndin undirstrikar að mögulega þurfi að hækka vexti enn frekar síðar meir. 22. nóvember 2023 08:56 Óvissan á Reykjanesskaga knýr Seðlabankann til að halda vöxtum óbreyttum Allt útlit er fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans haldi vöxtum óbreyttum í vikunni vegna þess óvissuástands sem ríkir út af jarðhræringunum á Reykjanesskaga en markaðsaðilar og hagfræðingar hafa ekki verið eins samstíga í væntingum sínum um ákvörðun nefndarinnar um langa hríð. Nánast allir þátttakendur í vaxtakönnun Innherja eiga von á biðleik hjá peningastefnunefndinni í annað sinn í röð enda séu merki um að hátt vaxtastig sé farið að kæla einkaneysluna og þá muni náttúruhamfarirnar draga mátt úr hagkerfinu á næstu mánuðum og þensla á vinnumarkaði minnka. 20. nóvember 2023 11:02 „Bankarnir eru að pissa í skóinn sinn“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Grindvíkingur, segist enn ekki búinn að meðtaka fyllilega aðstæðurnar sem upp eru komnar. Hann vill að því verði komið í kring að Grindvíkingar geti keypt nýbyggt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og húsnæðislán þeirra í Grindavík verði fryst að fullu. 18. nóvember 2023 13:01 „Bankarnir eru að pissa í skóinn sinn“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Grindvíkingur, segist enn ekki búinn að meðtaka fyllilega aðstæðurnar sem upp eru komnar. Hann vill að því verði komið í kring að Grindvíkingar geti keypt nýbyggt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og húsnæðislán þeirra í Grindavík verði fryst að fullu. 18. nóvember 2023 13:01 Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Vöxtum Seðlabankans haldið óbreyttum þótt verðbólguhorfur hafi versnað Þrátt fyrir meiri spennu í þjóðarbúinu og versnandi verðbólguhorfur þá hefur peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum í 9,25 prósentum í annað skiptið í röð vegna óvissu um efnahagslegu áhrifin af jarðhræringunum á Reykjanesskaga. Ákvörðunin er í takt við væntingar nærri allra markaðsaðila og greinenda en peningastefnunefndin undirstrikar að mögulega þurfi að hækka vexti enn frekar síðar meir. 22. nóvember 2023 08:56
Óvissan á Reykjanesskaga knýr Seðlabankann til að halda vöxtum óbreyttum Allt útlit er fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans haldi vöxtum óbreyttum í vikunni vegna þess óvissuástands sem ríkir út af jarðhræringunum á Reykjanesskaga en markaðsaðilar og hagfræðingar hafa ekki verið eins samstíga í væntingum sínum um ákvörðun nefndarinnar um langa hríð. Nánast allir þátttakendur í vaxtakönnun Innherja eiga von á biðleik hjá peningastefnunefndinni í annað sinn í röð enda séu merki um að hátt vaxtastig sé farið að kæla einkaneysluna og þá muni náttúruhamfarirnar draga mátt úr hagkerfinu á næstu mánuðum og þensla á vinnumarkaði minnka. 20. nóvember 2023 11:02
„Bankarnir eru að pissa í skóinn sinn“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Grindvíkingur, segist enn ekki búinn að meðtaka fyllilega aðstæðurnar sem upp eru komnar. Hann vill að því verði komið í kring að Grindvíkingar geti keypt nýbyggt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og húsnæðislán þeirra í Grindavík verði fryst að fullu. 18. nóvember 2023 13:01
„Bankarnir eru að pissa í skóinn sinn“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Grindvíkingur, segist enn ekki búinn að meðtaka fyllilega aðstæðurnar sem upp eru komnar. Hann vill að því verði komið í kring að Grindvíkingar geti keypt nýbyggt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og húsnæðislán þeirra í Grindavík verði fryst að fullu. 18. nóvember 2023 13:01