Hátt í tvö þúsund manns með offitu muni lenda í vandræðum Helena Rós Sturludóttir skrifar 22. nóvember 2023 12:16 Erla Gerður Sveinsdóttir, sérfræðilæknir við offitumeðferð og heimilislæknir hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Sérfræðingar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hafa miklar áhyggjur af breyttri greiðsluþátttöku á lyfjum sem notuð eru til að meðhöndla offitu. Hert skilyrði mismuni sjúklingum eftir efnahag og hátt í tvö þúsund manns muni lenda í vandræðum. Lyfjastofnun tilkynnti um breytingu á greiðsluþátttöku fyrir lyfin Saxenda og Wegovy í byrjun mánaðar. Sérfræðingar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins mótmæla þessum breytingum og segja þær hindra getu heilbrigðisstarfsfólks til að veita sjúklingum með offitu viðeigandi meðferð og vilja að breytingarnar verði endurskoðaðar strax. Fáir sem fái lyfin niðurgreidd Erla Gerður Sveinsdóttir, sérfræðilæknir við offitumeðferð og heimilislæknir hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir starfsfólk hafa miklar áhyggjur af breytingunum. „Þetta eru í rauninni góð lyf þegar þau eru rétt notuð og mikilvægt þau við meðferð á þessum alvarlega sjúkdómi. En núna eru greiðsluþátttakan svo hert að það eru fáir sem fá lyfin niðurgreidd og þetta skapar svo mikla mismunun sjúklinga sem núna þurfa að greiða þessa meðferð sjálfir sem er vissulega dýr,“ segir Erla. Heilbrigðisstarfsfólk hafi skilning fyrir því að takmarkanir þurfi að vera. „Þarna er verið að fara alltof langt og í rauninni hvetja okkur til að veita ranga meðferð,“ segir Erla. Frá 1. janúar til 1. nóvember þessa árs hafi hátt í tvö þúsund manns fengið lyfinu Saxenda ávísað og mjög fáir þeirra uppfylli þau þröngu skilyrði sem eru nú fyrir greiðsluþátttöku. Þeir sem uppfylli skilurðin séu orðnir það veikir að þeir ættu í raun að fara í efnaskiptaaðgerð frekar en að fá lyf. „Vandinn stækkar eins og snjóbolti“ „Þarna eru um tæplega tvö þúsund manns að fara lenda í vandræðum. En fyrir voru í rauninni skilyrðin það ströng að það er fullt af fólki sem er ætti að vera á lyfinu en fá ekki lyfin þannig vandinn stækkar eins og snjóbolti,“ segir Erla. Einstaklingar fái verri sjúkdóm fyrir vikið og tapi frekari heilsu sem muni kosta ríkið meira. „Við erum bara að horfa á einstakling með sjúkdóm sem við vitum að við getum haft áhrif á og bætt heilsu gríðarlega en við verðum eiginlega bara að horfa á sjúklingana og segja heyrðu við getum ekki hjálpað þér. Þetta er svo rangt,“ útskýrir Erla. Lyfið Saxenda hafi kostað um 45 þúsund krónur á mánuði og Wegovy sem kom á markað í nóvember kosti um 27 þúsund krónur. „Ríkið hefði verið að spara hvort eð er bara við breytinguna á nýja lyfinu sem er bæði öflugra og hentugra heldur en gamla lyfið,“ segir Erla og bætir við að ríkið hefði sparað kostnað án þess að breyta reglum um greiðsluþátttöku. Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Lyf Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir Greiðsluþátttaka verður einungis fyrir þá sem þjást af offitu Lyfjastofnun hefur endurskoðað einstaklingsbundna greiðsluþátttöku fyrir lyfin Saxenda og Wegovy, í ljósi nýrra upplýsinga frá Norðurlöndunum. Greiðsluþátttöku í Saxenda verður hætt en greiðsluþáttaka Wegovy skilyrt við einstaklinga sem þjást af offitu. 2. nóvember 2023 14:42 Framleiðandi Wegovy, Ozempic og Saxenda nú verðmætasta fyrirtæki Evrópu Danski lyfjarisinn Novo Nordisk er verðmætasta fyrirtæki Evrópu samkvæmt nýjustu tölum og tekur við titlinum af tískurisanum LVMH sem meðal annars framleiðir vörur undir merkjum Luis Vuitton og áfengi á borð við Moét og Hennessy. 5. september 2023 08:15 Ozempic ófáanlegt en væntanlegt Blóðsykurslyfið Ozempic hefur verið ófáanlegt á landinu frá því í sumar en er væntanlegt aftur í sölu í næstu viku. Lyfið er afar vinsælt í megrunarskyni. 14. september 2023 09:54 Næstum tuttugu sinnum fleiri á offitulyfjum Sérfræðingur í offitu segir góðan undirbúning og eftirfylgni forsendu fyrir því að offituaðgerðir endist. Því miður sé það ekki alltaf raunin og í þeim tilvikum megi búast við sömu vandamálum nokkrum árum eftir aðgerð. Margföldun hefur orðið í ávísunum og kostnaði vegna stungulyfja við offitu frá 2017. 10. október 2022 07:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Lyfjastofnun tilkynnti um breytingu á greiðsluþátttöku fyrir lyfin Saxenda og Wegovy í byrjun mánaðar. Sérfræðingar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins mótmæla þessum breytingum og segja þær hindra getu heilbrigðisstarfsfólks til að veita sjúklingum með offitu viðeigandi meðferð og vilja að breytingarnar verði endurskoðaðar strax. Fáir sem fái lyfin niðurgreidd Erla Gerður Sveinsdóttir, sérfræðilæknir við offitumeðferð og heimilislæknir hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir starfsfólk hafa miklar áhyggjur af breytingunum. „Þetta eru í rauninni góð lyf þegar þau eru rétt notuð og mikilvægt þau við meðferð á þessum alvarlega sjúkdómi. En núna eru greiðsluþátttakan svo hert að það eru fáir sem fá lyfin niðurgreidd og þetta skapar svo mikla mismunun sjúklinga sem núna þurfa að greiða þessa meðferð sjálfir sem er vissulega dýr,“ segir Erla. Heilbrigðisstarfsfólk hafi skilning fyrir því að takmarkanir þurfi að vera. „Þarna er verið að fara alltof langt og í rauninni hvetja okkur til að veita ranga meðferð,“ segir Erla. Frá 1. janúar til 1. nóvember þessa árs hafi hátt í tvö þúsund manns fengið lyfinu Saxenda ávísað og mjög fáir þeirra uppfylli þau þröngu skilyrði sem eru nú fyrir greiðsluþátttöku. Þeir sem uppfylli skilurðin séu orðnir það veikir að þeir ættu í raun að fara í efnaskiptaaðgerð frekar en að fá lyf. „Vandinn stækkar eins og snjóbolti“ „Þarna eru um tæplega tvö þúsund manns að fara lenda í vandræðum. En fyrir voru í rauninni skilyrðin það ströng að það er fullt af fólki sem er ætti að vera á lyfinu en fá ekki lyfin þannig vandinn stækkar eins og snjóbolti,“ segir Erla. Einstaklingar fái verri sjúkdóm fyrir vikið og tapi frekari heilsu sem muni kosta ríkið meira. „Við erum bara að horfa á einstakling með sjúkdóm sem við vitum að við getum haft áhrif á og bætt heilsu gríðarlega en við verðum eiginlega bara að horfa á sjúklingana og segja heyrðu við getum ekki hjálpað þér. Þetta er svo rangt,“ útskýrir Erla. Lyfið Saxenda hafi kostað um 45 þúsund krónur á mánuði og Wegovy sem kom á markað í nóvember kosti um 27 þúsund krónur. „Ríkið hefði verið að spara hvort eð er bara við breytinguna á nýja lyfinu sem er bæði öflugra og hentugra heldur en gamla lyfið,“ segir Erla og bætir við að ríkið hefði sparað kostnað án þess að breyta reglum um greiðsluþátttöku.
Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Lyf Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir Greiðsluþátttaka verður einungis fyrir þá sem þjást af offitu Lyfjastofnun hefur endurskoðað einstaklingsbundna greiðsluþátttöku fyrir lyfin Saxenda og Wegovy, í ljósi nýrra upplýsinga frá Norðurlöndunum. Greiðsluþátttöku í Saxenda verður hætt en greiðsluþáttaka Wegovy skilyrt við einstaklinga sem þjást af offitu. 2. nóvember 2023 14:42 Framleiðandi Wegovy, Ozempic og Saxenda nú verðmætasta fyrirtæki Evrópu Danski lyfjarisinn Novo Nordisk er verðmætasta fyrirtæki Evrópu samkvæmt nýjustu tölum og tekur við titlinum af tískurisanum LVMH sem meðal annars framleiðir vörur undir merkjum Luis Vuitton og áfengi á borð við Moét og Hennessy. 5. september 2023 08:15 Ozempic ófáanlegt en væntanlegt Blóðsykurslyfið Ozempic hefur verið ófáanlegt á landinu frá því í sumar en er væntanlegt aftur í sölu í næstu viku. Lyfið er afar vinsælt í megrunarskyni. 14. september 2023 09:54 Næstum tuttugu sinnum fleiri á offitulyfjum Sérfræðingur í offitu segir góðan undirbúning og eftirfylgni forsendu fyrir því að offituaðgerðir endist. Því miður sé það ekki alltaf raunin og í þeim tilvikum megi búast við sömu vandamálum nokkrum árum eftir aðgerð. Margföldun hefur orðið í ávísunum og kostnaði vegna stungulyfja við offitu frá 2017. 10. október 2022 07:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Greiðsluþátttaka verður einungis fyrir þá sem þjást af offitu Lyfjastofnun hefur endurskoðað einstaklingsbundna greiðsluþátttöku fyrir lyfin Saxenda og Wegovy, í ljósi nýrra upplýsinga frá Norðurlöndunum. Greiðsluþátttöku í Saxenda verður hætt en greiðsluþáttaka Wegovy skilyrt við einstaklinga sem þjást af offitu. 2. nóvember 2023 14:42
Framleiðandi Wegovy, Ozempic og Saxenda nú verðmætasta fyrirtæki Evrópu Danski lyfjarisinn Novo Nordisk er verðmætasta fyrirtæki Evrópu samkvæmt nýjustu tölum og tekur við titlinum af tískurisanum LVMH sem meðal annars framleiðir vörur undir merkjum Luis Vuitton og áfengi á borð við Moét og Hennessy. 5. september 2023 08:15
Ozempic ófáanlegt en væntanlegt Blóðsykurslyfið Ozempic hefur verið ófáanlegt á landinu frá því í sumar en er væntanlegt aftur í sölu í næstu viku. Lyfið er afar vinsælt í megrunarskyni. 14. september 2023 09:54
Næstum tuttugu sinnum fleiri á offitulyfjum Sérfræðingur í offitu segir góðan undirbúning og eftirfylgni forsendu fyrir því að offituaðgerðir endist. Því miður sé það ekki alltaf raunin og í þeim tilvikum megi búast við sömu vandamálum nokkrum árum eftir aðgerð. Margföldun hefur orðið í ávísunum og kostnaði vegna stungulyfja við offitu frá 2017. 10. október 2022 07:00