Justin Jefferson: Heilsan mín er mikilvægari en fantasy fótboltaliðið ykkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2023 16:30 Justin Jefferson er ekki að flýta sér til baka en Minnesota Vikings hefur spilað án hans í margar vikur. Getty/Jared C. Tilton Justin Jefferson er einn besti útherji í NFL-deildinni og ekki aðeins lykilmaður i liði Minnesota Vikings heldur einnig í mörgum fantasy liðum. Milljónir út um allan heim spila fantasy með leikmenn NFL-deildarinnar og það er nokkuð ljóst að Jefferson er mikilvægur fyrir sína eigendur enda vanur að skila sínu og gott betur. Þeir hinir sömu hafa ekkert getað spilað honum síðustu vikurnar þar sem Jefferson hefur verið frá vegna meiðsla. Jefferson átti mögulega að snúa aftur um síðustu helgi en var hvergi sjáanlegur. Hann fékk líka að heyra það frá pirruðum fantasy spilurum á samfélagsmiðlum. Justin Jefferson says get out of his DMs regarding fantasy pic.twitter.com/13jegtUG9u— Bleacher Report (@BleacherReport) November 21, 2023 Jefferson var augljóslega búinn að heyra aðeins of mikið að slíku og ákvað að gefa sjálfur út yfirlýsingu. „Heilsan mín er mikilvægari en fantasy fótboltaliðin ykkar,“ skrifaði Jefferson á X-ið. „Það skiptir engu máli hversu mörg skilaboð þið sendið mér um það að ég sé að eyðileggja fantasy tímabilið fyrir ykkur. Mér er alveg sama,“ skrifaði Jefferson. Jefferson tognaði aftan í læri í viku fimm og hann mátti snúa aftur í síðasta leik sem var í viku ellefu. Jefferson og þjálfari hans Kevin O'Connell segjast ekkert vera að flýta sér og að hann spili ekki fyrr en hann sé hundrað prósent. Nú eru því mestar líkur á því að hann spili ekki aftur fyrr en á móti Las Vegas Raiders 10. desember. Það taka því við nokkrar vikur í viðbót fyrir þá fantasy spilara sem völdu Jefferson snemma í fantasy í ár. NFL Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira
Milljónir út um allan heim spila fantasy með leikmenn NFL-deildarinnar og það er nokkuð ljóst að Jefferson er mikilvægur fyrir sína eigendur enda vanur að skila sínu og gott betur. Þeir hinir sömu hafa ekkert getað spilað honum síðustu vikurnar þar sem Jefferson hefur verið frá vegna meiðsla. Jefferson átti mögulega að snúa aftur um síðustu helgi en var hvergi sjáanlegur. Hann fékk líka að heyra það frá pirruðum fantasy spilurum á samfélagsmiðlum. Justin Jefferson says get out of his DMs regarding fantasy pic.twitter.com/13jegtUG9u— Bleacher Report (@BleacherReport) November 21, 2023 Jefferson var augljóslega búinn að heyra aðeins of mikið að slíku og ákvað að gefa sjálfur út yfirlýsingu. „Heilsan mín er mikilvægari en fantasy fótboltaliðin ykkar,“ skrifaði Jefferson á X-ið. „Það skiptir engu máli hversu mörg skilaboð þið sendið mér um það að ég sé að eyðileggja fantasy tímabilið fyrir ykkur. Mér er alveg sama,“ skrifaði Jefferson. Jefferson tognaði aftan í læri í viku fimm og hann mátti snúa aftur í síðasta leik sem var í viku ellefu. Jefferson og þjálfari hans Kevin O'Connell segjast ekkert vera að flýta sér og að hann spili ekki fyrr en hann sé hundrað prósent. Nú eru því mestar líkur á því að hann spili ekki aftur fyrr en á móti Las Vegas Raiders 10. desember. Það taka því við nokkrar vikur í viðbót fyrir þá fantasy spilara sem völdu Jefferson snemma í fantasy í ár.
NFL Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira