Justin Jefferson: Heilsan mín er mikilvægari en fantasy fótboltaliðið ykkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2023 16:30 Justin Jefferson er ekki að flýta sér til baka en Minnesota Vikings hefur spilað án hans í margar vikur. Getty/Jared C. Tilton Justin Jefferson er einn besti útherji í NFL-deildinni og ekki aðeins lykilmaður i liði Minnesota Vikings heldur einnig í mörgum fantasy liðum. Milljónir út um allan heim spila fantasy með leikmenn NFL-deildarinnar og það er nokkuð ljóst að Jefferson er mikilvægur fyrir sína eigendur enda vanur að skila sínu og gott betur. Þeir hinir sömu hafa ekkert getað spilað honum síðustu vikurnar þar sem Jefferson hefur verið frá vegna meiðsla. Jefferson átti mögulega að snúa aftur um síðustu helgi en var hvergi sjáanlegur. Hann fékk líka að heyra það frá pirruðum fantasy spilurum á samfélagsmiðlum. Justin Jefferson says get out of his DMs regarding fantasy pic.twitter.com/13jegtUG9u— Bleacher Report (@BleacherReport) November 21, 2023 Jefferson var augljóslega búinn að heyra aðeins of mikið að slíku og ákvað að gefa sjálfur út yfirlýsingu. „Heilsan mín er mikilvægari en fantasy fótboltaliðin ykkar,“ skrifaði Jefferson á X-ið. „Það skiptir engu máli hversu mörg skilaboð þið sendið mér um það að ég sé að eyðileggja fantasy tímabilið fyrir ykkur. Mér er alveg sama,“ skrifaði Jefferson. Jefferson tognaði aftan í læri í viku fimm og hann mátti snúa aftur í síðasta leik sem var í viku ellefu. Jefferson og þjálfari hans Kevin O'Connell segjast ekkert vera að flýta sér og að hann spili ekki fyrr en hann sé hundrað prósent. Nú eru því mestar líkur á því að hann spili ekki aftur fyrr en á móti Las Vegas Raiders 10. desember. Það taka því við nokkrar vikur í viðbót fyrir þá fantasy spilara sem völdu Jefferson snemma í fantasy í ár. NFL Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Sjá meira
Milljónir út um allan heim spila fantasy með leikmenn NFL-deildarinnar og það er nokkuð ljóst að Jefferson er mikilvægur fyrir sína eigendur enda vanur að skila sínu og gott betur. Þeir hinir sömu hafa ekkert getað spilað honum síðustu vikurnar þar sem Jefferson hefur verið frá vegna meiðsla. Jefferson átti mögulega að snúa aftur um síðustu helgi en var hvergi sjáanlegur. Hann fékk líka að heyra það frá pirruðum fantasy spilurum á samfélagsmiðlum. Justin Jefferson says get out of his DMs regarding fantasy pic.twitter.com/13jegtUG9u— Bleacher Report (@BleacherReport) November 21, 2023 Jefferson var augljóslega búinn að heyra aðeins of mikið að slíku og ákvað að gefa sjálfur út yfirlýsingu. „Heilsan mín er mikilvægari en fantasy fótboltaliðin ykkar,“ skrifaði Jefferson á X-ið. „Það skiptir engu máli hversu mörg skilaboð þið sendið mér um það að ég sé að eyðileggja fantasy tímabilið fyrir ykkur. Mér er alveg sama,“ skrifaði Jefferson. Jefferson tognaði aftan í læri í viku fimm og hann mátti snúa aftur í síðasta leik sem var í viku ellefu. Jefferson og þjálfari hans Kevin O'Connell segjast ekkert vera að flýta sér og að hann spili ekki fyrr en hann sé hundrað prósent. Nú eru því mestar líkur á því að hann spili ekki aftur fyrr en á móti Las Vegas Raiders 10. desember. Það taka því við nokkrar vikur í viðbót fyrir þá fantasy spilara sem völdu Jefferson snemma í fantasy í ár.
NFL Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Sjá meira