Körfubolti

Hækkaði um fimm senti­metra eftir fimm­tán ár í NBA-deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kevin Durant býr sig undir að troða boltanum í körfuna í leik með Phoenix Suns.
Kevin Durant býr sig undir að troða boltanum í körfuna í leik með Phoenix Suns. AP/Matt York

Örlög margra körfuboltamanna hafa tekið stökk í rétta átt eftir vaxtarkipp á táningsárunum en sumir virðast getað stækkað eftir þrítugsafmælið.

Kevin Durant er einn af stærstu stjörnum NBA deildarinnar í körfubolta en marga hefur grunað að hann sé í raun hærri en opinberar tölur NBA hafa sagt.

Durant er án efa einn besti körfuboltaleikmaður sinnar kynslóðar og það nánast ómögulegt að stoppa hann enda mjög hávaxinn og hreyfanlegur leikmaður sem spilar leikinn rétt og á báðum endum vallarins.

Hvort sem það var til að plata andstæðinganna eða einhver minnimáttarkennd í honum sjálfum þá hefur eitt verst geymda leyndarmál deildarinnar nú verið opinberað. Durant er auðvitað miklu hærri en NBA hefur skráð frá því að Durant kom inn í deildina árið 2007.

Durant hefur verið skráður sex fet og níu tommur fyrsta eina og hálfa áratugnum á sínum ferli sínum eða 205,7 sentímetrar.

Nú tóku menn eftir breytingu á nýjustu opinberu skráningu NBA á hæð Durant. Hann er nú skráður 6 fet og ellefu tommur eða 210,8 sentímetrar.

Durant hækkaði því um fimm sentimetra eftir fimmtán ár í deildinni en rétta svarið er að hann er nú loksins skráður með rétta hæð.

Durant er nú 35 ára gamall og á sínu sextánda tímabili en hann missti af öllu 2019-20 tímabilinu vegna meiðsla. Á þessum fimmtán árum hefur hann skorað 27,3 stig í leik í þúsund leikjum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×