Sjokk að fá þessar fréttir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2023 08:30 Elín Klara Þorkelsdóttir varð fyrir miklu áfalli þegar kom í ljós að liðband í ökkla var slitið. Vísir/Sigurjón Íslenska landsliðskonan Elín Klara Þorkelsdóttir verður ekki með landsliðinu á HM í handbolta sem hefst í lok mánaðarins. Meiðsli urðu til þess að hún varð að gefa eftir sæti sitt í hópnum daginn áður en íslensku stelpurnar flugu út. Ísland tekur loksins þátt á stórmóti eftir ellefu ára bið og leikstjórnandinn Elín Klara var búinn að vinna sér inn flott hlutverk í liðinu þrátt fyrir ungan aldur. Hún fékk hins vegar þær ömurlegu fréttir í gær að HM draumurinn væri úti. Elín meiddist á æfingu með Haukum í síðustu viku og gat ekki tekið þátt í síðasta leik liðsins. Hún hélt þó að hún myndi ná sér fyrir HM. Hann fór i níutíu gráður „Ég er bara að hoppa og lenda jafnfætis. Svo lendi ég hrikalega illa á vinstri fætinum. Hann fer eiginlega alveg í níutíu gráður,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. „Ég hélt að þetta væri bara tognun, svona týpísk ökklatognun. Því miður var það ekki svo,“ sagði Elín Klara. „Ég hef alveg oft lent í því að snúa ökklann og þetta var aðeins verri tilfinning,“ sagði Elín Klara en hvernig hefur þá vikan verið hjá henni. Sjokk að fá þessar fréttir „Ég er búin að vera í endurhæfingu hjá sjúkraþjálfurum og fór síðan í myndatöku í morgun. Það var bara létt sjokk að fá þessar fréttir. Ég var engan vegin að búast við þessu,“ sagði Elín Klara. „Við vorum að fara út á morgun og þetta eru því ömurlegar fréttir,“ sagði Elín Klara sem bjóst við því kvöldið fyrir myndatökuna að hún væri að fara út. Elín fékk það staðfest að liðband væri slitið í ökklanum. Fylgist spennt með heima „Ég var bara í sjokki í morgun yfir þessu. Ég var búin að búa mig undir það að fara út og svo fær maður það í andlitið: Það er ekki að gerast. Þetta er rosalega skrýtin tilfinning en ég hef fulla trú á stelpunum. Ég verð bara heima spennt að fylgjast með þeim,“ sagði Elín Klara en verður það ekki erfitt að sitja fyrir framan sjónvarpið þegar flautað verður í fyrsta leik Íslands á HM á móti Slóveníu? „Það verður mjög erfið tilfinning en aftur á móti verður gaman að fylgjast með stelpunum,“ sagði Elín Klara. Þetta er mikil áfall fyrir Elínu Klöru en ekki síst fyrir íslenska liðið. Arnar Pétursson landsliðsþjálfari hefur kallað Kötlu Maríu Magnúsdóttur frá Selfossi í hennar stað. Katla er annar af tveimur leikmönnum íslenska hópsins sem spilar ekki í efstu deild en hin er liðsfélagi hennar Perla Ruth Albertsdóttir. Það má sjá allt viðtalið við Elínu Klöru hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Elínu Klöru Landslið kvenna í handbolta HM karla í handbolta 2023 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Ísland tekur loksins þátt á stórmóti eftir ellefu ára bið og leikstjórnandinn Elín Klara var búinn að vinna sér inn flott hlutverk í liðinu þrátt fyrir ungan aldur. Hún fékk hins vegar þær ömurlegu fréttir í gær að HM draumurinn væri úti. Elín meiddist á æfingu með Haukum í síðustu viku og gat ekki tekið þátt í síðasta leik liðsins. Hún hélt þó að hún myndi ná sér fyrir HM. Hann fór i níutíu gráður „Ég er bara að hoppa og lenda jafnfætis. Svo lendi ég hrikalega illa á vinstri fætinum. Hann fer eiginlega alveg í níutíu gráður,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. „Ég hélt að þetta væri bara tognun, svona týpísk ökklatognun. Því miður var það ekki svo,“ sagði Elín Klara. „Ég hef alveg oft lent í því að snúa ökklann og þetta var aðeins verri tilfinning,“ sagði Elín Klara en hvernig hefur þá vikan verið hjá henni. Sjokk að fá þessar fréttir „Ég er búin að vera í endurhæfingu hjá sjúkraþjálfurum og fór síðan í myndatöku í morgun. Það var bara létt sjokk að fá þessar fréttir. Ég var engan vegin að búast við þessu,“ sagði Elín Klara. „Við vorum að fara út á morgun og þetta eru því ömurlegar fréttir,“ sagði Elín Klara sem bjóst við því kvöldið fyrir myndatökuna að hún væri að fara út. Elín fékk það staðfest að liðband væri slitið í ökklanum. Fylgist spennt með heima „Ég var bara í sjokki í morgun yfir þessu. Ég var búin að búa mig undir það að fara út og svo fær maður það í andlitið: Það er ekki að gerast. Þetta er rosalega skrýtin tilfinning en ég hef fulla trú á stelpunum. Ég verð bara heima spennt að fylgjast með þeim,“ sagði Elín Klara en verður það ekki erfitt að sitja fyrir framan sjónvarpið þegar flautað verður í fyrsta leik Íslands á HM á móti Slóveníu? „Það verður mjög erfið tilfinning en aftur á móti verður gaman að fylgjast með stelpunum,“ sagði Elín Klara. Þetta er mikil áfall fyrir Elínu Klöru en ekki síst fyrir íslenska liðið. Arnar Pétursson landsliðsþjálfari hefur kallað Kötlu Maríu Magnúsdóttur frá Selfossi í hennar stað. Katla er annar af tveimur leikmönnum íslenska hópsins sem spilar ekki í efstu deild en hin er liðsfélagi hennar Perla Ruth Albertsdóttir. Það má sjá allt viðtalið við Elínu Klöru hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Elínu Klöru
Landslið kvenna í handbolta HM karla í handbolta 2023 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira