Fótbolti

Leggur til að kvenna­leikirnir fari fram þegar ekki er hægt að sjá karla­leikina

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Íþróttastjóri ITV vill sjá leiki í kvennadeildinni fara fram á laugardögum þegar ekki má sýna leiki í ensku úrvalsdeildinni karlamegin.
Íþróttastjóri ITV vill sjá leiki í kvennadeildinni fara fram á laugardögum þegar ekki má sýna leiki í ensku úrvalsdeildinni karlamegin. Neville Williams/Aston Villa FC via Getty Images

Niall Sloane, íþróttastjóri bresku streymisveitunnar ITV, leggur til að leikir í ensku úrvalsdeild kvenna verði leiknir og sýndir í beinni útsendingu á laugardögum klukkan 15:00, en þá eru engir leikir sýndir í karladeildinni.

Eins og staðan er núna eru engir leikir í ensku úrvalsdeildinni sem fara fram á þeim sýndir þar í landi og er það gert til að hvetja fólk til að mæta á völlinn.

Aðrir sjá það þó sem sóknarfæri og í júlí á þessu ári hófu knattspyrnuyfirvöld að skoða það hvort hægt væri að sýna leiki í beinni útsendingu í kvennadeildinni til að auka áhuga á henni.

Niall Sloane er einn þeirra og segir hann þetta gullið tækifæri fyrir kvennadeildina til að leika um helgar án þess að það komi niður á öðrum deildum.

„Er einhver annar tími þar sem kvennaboltinn gæti komist fyrir um helgar?“ spyr Sloane.

„Það er erfitt að finna plássið og ef þetta pláss yrði tekið frá fyrir karladeildina held ég að það myndi ekki hafa áhrif á ensku úrvalsdeildina karlamegin, eða neðri deildirnar. Ég held að þetta myndi ekki heldur hafa áhrif á utandeildirnar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×