Gætum nýtt raforku átta prósent betur Árni Sæberg skrifar 21. nóvember 2023 13:46 Skýrslan var meðal annars unnin fyrir Landsvirkjun. Hörður Arnarson er forstjóri fyrirtækisins. Stöð 2/Egill Nýta má raforku á Íslandi betur en nú er gert. Alls eru tækifæri til bættrar orkunýtni um 1.500 gígavattstundir á ári, eða sem nemur um átta prósent af núverandi raforkunotkun þjóðarinnar. Þetta kemur fram í greiningu sem danska ráðgjafarstofan Implement vann fyrir Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Orkustofnun og Landsvirkjun. Í fréttatilkynningu um útgáfu skýrslu Implement segir að af þeim 1.500 gígavattstundum sé hægt að spara 356 gígavattstundir með núverandi tækni og án óheyrilegs kostnaðar. Sparnaði upp á 797 gígavattstundir væri hægt að ná fram með meiri fyrirhöfn og kostnaði. Raforkusparnaður um um það bil 353 gígavattstunda teljist tæknilega og fjárhagslega erfiður í framkvæmd. Talið sé að hægt sé að ná 24 prósent af þessum orkusparnaði á næstu fimm árum og 53 prósent á næsta áratug. Stærstu tækifærin í einkageiranum og opinberri þjónustu Helstu niðurstöður séu þær að stærstu auðsóttu tækifærin til orkusparnaðar sé að finna í einkageiranum og opinberri þjónustu, eða 320 gígavattstundir. Þá sé einnig að finna stór tækifæri í bættri orkunýtni til hitunar þar sem notast er við raforku, 178 gígavattstundir, endurnýtingu glatvarma frá iðnaði, 357 gígavattstundir, og bættri nýtni raforku í áliðnaði, 112 gígavattstundir. Þá séu einnig tækifæri til bættrar nýtingar innan heimila, 58 gígavattstundir, í landbúnaði, 43 gígavattstundir, í framleiðslu járnlausra málma, 38 gígavattstundir, og hjá fiskimjölsverksmiðjum, 24 gígavattstundir. Einnig felist tækifæri í því að minnka töp í flutningskerfi raforku, 25 gígavattstundir. Aukin orkuþörf staðreynd Aukin orkuþörf samfélagsins á næstu árum sé staðreynd, enda hafi stjórnvöld sett fram metnaðarfull loftslagsmarkmið auk þess sem fyrirsjáanleg fólksfjölgun og eðlilegur vöxtur atvinnulífsins kalli á meira framboð raforku á næstu árum og áratugum. Samkvæmt greiningu Landsvirkjunar nemi aukin orkuþörf samfélagsins til ársins 2035 um 6.500 gígavattstundum. „Til að mæta þessari auknu eftirspurn er nauðsynlegt að efla orkuvinnslu í landinu, en einnig er mikilvægt að draga úr orkusóun og nýta þannig endurnýjanlegar orkuauðlindir þjóðarinnar á enn ábyrgari hátt.“ Sú greining sem nú hafi verið gerð miði að því að kortleggja og meta stærð lausna og aðgerða sem eru tæknilega og fjárhagslega framkvæmanlegar, en þó ekki endilega fjárhagslega eftirsóknarverðar miðað við núverandi verðlag og regluverk. Markmið verkefnisins hafi verið að varpa ljósi á umfangi tækifæra á Íslandi til bættrar orkunýtni og raforkusparnaðar og að auka vitund um og skilning á orkunýtni. Notast hafi verið við gögn frá Orkustofnun, gögn um orkunotkun í Evrópu og upplýsingar frá hagaðilum og notendum raforku. Í ljós hafi komið að verulega skorti á gögn um orkunýtni á Íslandi, sem takmarkaði dýpt greiningarinnar og þeirra aðgerða sem hægt var að leggja til. „Meðal annars eru litlar opinberar upplýsingar um orkunotkun á framleiðslueiningu innan og milli ólíkra atvinnugreina hér á landi. Þessu var meðal annars mætt með því að kalla eftir upplýsingum beint frá ýmsum hagaðilum og eiga samtal við ólíka geira um möguleika þeirra til bættrar orkunýtni.“ Orkumál Landsvirkjun Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Sjá meira
Þetta kemur fram í greiningu sem danska ráðgjafarstofan Implement vann fyrir Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Orkustofnun og Landsvirkjun. Í fréttatilkynningu um útgáfu skýrslu Implement segir að af þeim 1.500 gígavattstundum sé hægt að spara 356 gígavattstundir með núverandi tækni og án óheyrilegs kostnaðar. Sparnaði upp á 797 gígavattstundir væri hægt að ná fram með meiri fyrirhöfn og kostnaði. Raforkusparnaður um um það bil 353 gígavattstunda teljist tæknilega og fjárhagslega erfiður í framkvæmd. Talið sé að hægt sé að ná 24 prósent af þessum orkusparnaði á næstu fimm árum og 53 prósent á næsta áratug. Stærstu tækifærin í einkageiranum og opinberri þjónustu Helstu niðurstöður séu þær að stærstu auðsóttu tækifærin til orkusparnaðar sé að finna í einkageiranum og opinberri þjónustu, eða 320 gígavattstundir. Þá sé einnig að finna stór tækifæri í bættri orkunýtni til hitunar þar sem notast er við raforku, 178 gígavattstundir, endurnýtingu glatvarma frá iðnaði, 357 gígavattstundir, og bættri nýtni raforku í áliðnaði, 112 gígavattstundir. Þá séu einnig tækifæri til bættrar nýtingar innan heimila, 58 gígavattstundir, í landbúnaði, 43 gígavattstundir, í framleiðslu járnlausra málma, 38 gígavattstundir, og hjá fiskimjölsverksmiðjum, 24 gígavattstundir. Einnig felist tækifæri í því að minnka töp í flutningskerfi raforku, 25 gígavattstundir. Aukin orkuþörf staðreynd Aukin orkuþörf samfélagsins á næstu árum sé staðreynd, enda hafi stjórnvöld sett fram metnaðarfull loftslagsmarkmið auk þess sem fyrirsjáanleg fólksfjölgun og eðlilegur vöxtur atvinnulífsins kalli á meira framboð raforku á næstu árum og áratugum. Samkvæmt greiningu Landsvirkjunar nemi aukin orkuþörf samfélagsins til ársins 2035 um 6.500 gígavattstundum. „Til að mæta þessari auknu eftirspurn er nauðsynlegt að efla orkuvinnslu í landinu, en einnig er mikilvægt að draga úr orkusóun og nýta þannig endurnýjanlegar orkuauðlindir þjóðarinnar á enn ábyrgari hátt.“ Sú greining sem nú hafi verið gerð miði að því að kortleggja og meta stærð lausna og aðgerða sem eru tæknilega og fjárhagslega framkvæmanlegar, en þó ekki endilega fjárhagslega eftirsóknarverðar miðað við núverandi verðlag og regluverk. Markmið verkefnisins hafi verið að varpa ljósi á umfangi tækifæra á Íslandi til bættrar orkunýtni og raforkusparnaðar og að auka vitund um og skilning á orkunýtni. Notast hafi verið við gögn frá Orkustofnun, gögn um orkunotkun í Evrópu og upplýsingar frá hagaðilum og notendum raforku. Í ljós hafi komið að verulega skorti á gögn um orkunýtni á Íslandi, sem takmarkaði dýpt greiningarinnar og þeirra aðgerða sem hægt var að leggja til. „Meðal annars eru litlar opinberar upplýsingar um orkunotkun á framleiðslueiningu innan og milli ólíkra atvinnugreina hér á landi. Þessu var meðal annars mætt með því að kalla eftir upplýsingum beint frá ýmsum hagaðilum og eiga samtal við ólíka geira um möguleika þeirra til bættrar orkunýtni.“
Orkumál Landsvirkjun Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Sjá meira