Nokkur fjöldi án hitaveitu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. nóvember 2023 13:06 Nokkur fjöldi húseigna í Grindavík er án hitaveitu en unnið er að lagfæringu. Vísir/Vilhelm Nokkur fjöldi húsa í Grindavík eru enn án hitaveitu en unnið er að lagfæringum á dreifikerfinu. Þá er unnið að því að koma upp varavatnsbóli sem getur nýst íbúum og fyrirtækjum á Reykjanesi komi til eldgoss við Svartsengi. Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra var í gær tilkynnt um hátt í tvö hundruð húseignir í Grindavík sem væru mögulega án hitaveitu. Samkvæmt upplýsingum HS Veitna tókst að koma heitu vatni aftur á töluverðan fjölda þeirra í gær og í morgun en nákvæmar tölur liggja ekki fyrir fyrr en síðar í dag. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Grindavíkur hefur Almannavarnardeild fengið til liðs við sig fjölda pípulagningamanna til að skoða húsin sem um ræðir og verður haft samband við eigendur þeirra. Páll Erland forstjóri HS veitnaVísir Boranir að hefjast eftir vatni Í tengslum við jarðhræringar og eldgos á Reykjanesi og möguleg áhrif þeirra á vatnsbólið við Svartsengi, hafa HS Veitur unnið að því að gera ráðstafanir til þess að koma upp varavatnsbóli í Garði sem nýst getur 25 þúsund íbúum og fyrirtækjum í Reykjanesi og Suðurnesjabæ. Boranir eru við það að hefjast. Nokkrar björgunarsveitir haft samband Allt að hundrað björgunarsveitarliðar eru nú að störfum í og við Grindavík en íbúar 100 heimila fengu í dag að fara í verðmætabjörgun. Landsbjörg sendi frá sér ákall í gær til björgunarsveita á landinu. Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segist hafa fengið góð viðbrögð. Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segist hafa fengið góð viðbrögð við beiðni um að fleiri björgunarsveitir taki þátt í aðgerðum við Grindavík. „Fyrstu viðtökur voru góðar en það tekur tíma fyrir fólk að losa sig. Við gerum ráð fyrir að þeir hópar sem koma langt að verði hér í minnsta kosti þrjá daga. Þannig að fólk þarf að skipuleggja sig og fá frí úr vinnu og það er von okkar að vinnuveitendur sýni þessu skilning. Björgunarsveitir frá Ísafirði, Dalvík og Aðaldal eru meðal þeirra sem hafa nú þegar haft samband,“ segir Jón. Eflaust fleiri skjálftar Veðurstofa Íslands stækkaði hættusvæðið í kringum Grindavík og Svartsengi síðdegis í gær eftir að landris hófst að nýju við Svartsengi. Svæðinu er skipt niður í þrjú hættusvæði þar sem ysta svæðið er hættulegt vegna jarðhræringa, því næst kemur hætta vegna eldgosavár og svo vegna auknum líkum á gosopnun og hættulegri gasmengun. Þorbjörn og Hagafell eru á því svæði. Sigríður Magnea Óskarsdóttir er náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. „Við höfum mælt um 130 skjálfta frá miðnætti. En næmni rauntímagagna er minni núna út af veðrinu þannig að skjálftarnir eru eflaust mun fleiri,“ segir hún. Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sjá meira
Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra var í gær tilkynnt um hátt í tvö hundruð húseignir í Grindavík sem væru mögulega án hitaveitu. Samkvæmt upplýsingum HS Veitna tókst að koma heitu vatni aftur á töluverðan fjölda þeirra í gær og í morgun en nákvæmar tölur liggja ekki fyrir fyrr en síðar í dag. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Grindavíkur hefur Almannavarnardeild fengið til liðs við sig fjölda pípulagningamanna til að skoða húsin sem um ræðir og verður haft samband við eigendur þeirra. Páll Erland forstjóri HS veitnaVísir Boranir að hefjast eftir vatni Í tengslum við jarðhræringar og eldgos á Reykjanesi og möguleg áhrif þeirra á vatnsbólið við Svartsengi, hafa HS Veitur unnið að því að gera ráðstafanir til þess að koma upp varavatnsbóli í Garði sem nýst getur 25 þúsund íbúum og fyrirtækjum í Reykjanesi og Suðurnesjabæ. Boranir eru við það að hefjast. Nokkrar björgunarsveitir haft samband Allt að hundrað björgunarsveitarliðar eru nú að störfum í og við Grindavík en íbúar 100 heimila fengu í dag að fara í verðmætabjörgun. Landsbjörg sendi frá sér ákall í gær til björgunarsveita á landinu. Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segist hafa fengið góð viðbrögð. Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segist hafa fengið góð viðbrögð við beiðni um að fleiri björgunarsveitir taki þátt í aðgerðum við Grindavík. „Fyrstu viðtökur voru góðar en það tekur tíma fyrir fólk að losa sig. Við gerum ráð fyrir að þeir hópar sem koma langt að verði hér í minnsta kosti þrjá daga. Þannig að fólk þarf að skipuleggja sig og fá frí úr vinnu og það er von okkar að vinnuveitendur sýni þessu skilning. Björgunarsveitir frá Ísafirði, Dalvík og Aðaldal eru meðal þeirra sem hafa nú þegar haft samband,“ segir Jón. Eflaust fleiri skjálftar Veðurstofa Íslands stækkaði hættusvæðið í kringum Grindavík og Svartsengi síðdegis í gær eftir að landris hófst að nýju við Svartsengi. Svæðinu er skipt niður í þrjú hættusvæði þar sem ysta svæðið er hættulegt vegna jarðhræringa, því næst kemur hætta vegna eldgosavár og svo vegna auknum líkum á gosopnun og hættulegri gasmengun. Þorbjörn og Hagafell eru á því svæði. Sigríður Magnea Óskarsdóttir er náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. „Við höfum mælt um 130 skjálfta frá miðnætti. En næmni rauntímagagna er minni núna út af veðrinu þannig að skjálftarnir eru eflaust mun fleiri,“ segir hún.
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sjá meira