Halldór Smári hefur alla tíð spilað undir merkjum Víkings og verið lykilmaður í meistaraliðum Víkings undanfarin ár en Víkingar hafa unnið sex stóra titla frá árinu 2019.
Halldór hefur samkvæmt tölum Knattspyrnusambands Íslands leikið 441 leik fyrir Víking í öllum keppnum frá því að hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik sumarið 2008.
Halldór lék 25 leiki í Bestu deildinni síðasta sumar og er þar með kominn með 197 leiki fyrir Víking í efstu deild.
Halldóri vantar því aðeins níu leiki í viðbót til að jafna leikjamet félagsins í efstu deild karla sem er í eigu Magnúsar Þorvaldssonar. Magnús lék sína síðustu leiki með Víkingi sumarið 1985 en spilaða meðal annars alla leikina þegar Víkingur varð Íslandsmeistari bæði 1981 og 1982.