Innlent

Veðrið setur strik í reikninginn hjá skjálftamælunum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Töluvert hvassviðri er nú á Reykjanesinu og víðar um land og gular viðvaranir í gildi.
Töluvert hvassviðri er nú á Reykjanesinu og víðar um land og gular viðvaranir í gildi. Vísir/Vilhelm

Skjálftavirkni á Reykjanesinu í nótt hefur verið svipuð og undanfarið.

Veðrið sem nú geisar hefur þó spillt fyrir mælingunum segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni.

Um hundrað skjálftar hafa mælst á svæðinu frá miðnætti að sögn Salóme en sökum roksins sem nú blæs á nesinu er erfitt að mæla minnstu skjálftana. Hún segist því búast við því að þeim muni fjölga þegar nákvæmari mælingar liggja fyrir síðar í dag.


Tengdar fréttir

Gagnrýnir Veðurstofuna fyrir að hamla aðgengi að GPS-gögnum

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur gagnrýnir Veðurstofu Íslands fyrir að takmarka aðgengi almennings að GPS-gögnum sem geri mönnum kleift að fylgjast með jarðskorpuhreyfingum. Segir hann að Veðurstofunni beri skylda til að koma þessum gögnum á framfæri svo þau séu öllum aðgengileg.

Myndir úr Grindavík: Mikið tjón blasir við sjónum

Grindvíkingar eru í óðaönn við að koma verðmætum sínum úr bænum og við þeim blasir gríðarmikið tjón. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, fangaði stöðuna á filmu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×