Er vinsælasta jólalag sögunnar stolið? Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 20. nóvember 2023 08:01 Ekkert lát virðist vera á vinsældum jólalags Carey. Getty Tiltölulega óþekktur sveitasöngvari í Bandaríkjunum krefst þess að Mariah Carey greiði sér 20 milljónir dala í skaðabætur. Hann hafi nefnilega samið jólalagið All I Want For Christmas Is You sex árum áður en Mariah Carey gaf lagið út. Það ber til um þessar mundir, um það leyti sem jólalög byrja að herja á hlustir almennings af miklu miskunnarleysi, að Mariah Carey er öðru sinni sökuð um og dregin fyrir dómstóla fyrir að hafa hreinlega stolið vinsælasta jólalagi allra tíma; All I want for Christmas is you. Það er sveitasöngvarinn Andy Stone sem sakar Carey um þjófnaðinn og krefst 20 milljóna Bandaríkjadala í miskabætur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Andy þessi ber Carey þessum sömu sökum, hann gerði það fyrst fyrir hálfu öðru ári en dró þá kæruna til baka, en nú er hann aftur kominn á kreik. Andy Stone samdi og hljóðritaði lagið „All I want for Christmas is you“ og gaf það út með hljómsveit sinni Vince Vance and the Valiants árið 1988. Það var svo ekki fyrr en sex árum síðar, árið 1994 sem Mariah Carey gaf út jólalag með nákvæmlega sama nafni. Lagið sló strax í gegn, og slær í raun í gegn á hverju einasta ári, því Mariah Carey er snillingur í að markaðssetja þetta sama, en núorðið sígilda jólalag, þann 1. nóvember á hverju ári, strax og Hrekkjavöku lýkur. Talið er að hún hafi hagnast um rúmlega 70 milljónir dala á þessu eina lagi. Fyrir óbreyttan leikmann eru ekki mikil líkindi með lögunum tveimur, hins vegar eru stór hluti textans nánast samhljóma, og stundum er eins og Maria Carey hafi bara umorðað hugsanir Andy Stone, klætt þær í aðeins öðruvísi búning. Þá hefur það ýtt undir grunsemdir manna að Carey og meðhöfundur hennar að laginu, Walter Afanasieff, segja tvær ólíkar sögur af tilurð lagsins. En menn geta síðan spurt sig, ef Mariah Carey var að stela lagi frá einhverjum óþekktum sveitasöngvara, hefði hún þá ekki látið lagið heita eitthvað annað. Hérna er brot úr lagi Andy Stone og dæmi nú hver sem vill. Jólalög Tónlist Bandaríkin Hollywood Höfundarréttur Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Sjá meira
Það ber til um þessar mundir, um það leyti sem jólalög byrja að herja á hlustir almennings af miklu miskunnarleysi, að Mariah Carey er öðru sinni sökuð um og dregin fyrir dómstóla fyrir að hafa hreinlega stolið vinsælasta jólalagi allra tíma; All I want for Christmas is you. Það er sveitasöngvarinn Andy Stone sem sakar Carey um þjófnaðinn og krefst 20 milljóna Bandaríkjadala í miskabætur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Andy þessi ber Carey þessum sömu sökum, hann gerði það fyrst fyrir hálfu öðru ári en dró þá kæruna til baka, en nú er hann aftur kominn á kreik. Andy Stone samdi og hljóðritaði lagið „All I want for Christmas is you“ og gaf það út með hljómsveit sinni Vince Vance and the Valiants árið 1988. Það var svo ekki fyrr en sex árum síðar, árið 1994 sem Mariah Carey gaf út jólalag með nákvæmlega sama nafni. Lagið sló strax í gegn, og slær í raun í gegn á hverju einasta ári, því Mariah Carey er snillingur í að markaðssetja þetta sama, en núorðið sígilda jólalag, þann 1. nóvember á hverju ári, strax og Hrekkjavöku lýkur. Talið er að hún hafi hagnast um rúmlega 70 milljónir dala á þessu eina lagi. Fyrir óbreyttan leikmann eru ekki mikil líkindi með lögunum tveimur, hins vegar eru stór hluti textans nánast samhljóma, og stundum er eins og Maria Carey hafi bara umorðað hugsanir Andy Stone, klætt þær í aðeins öðruvísi búning. Þá hefur það ýtt undir grunsemdir manna að Carey og meðhöfundur hennar að laginu, Walter Afanasieff, segja tvær ólíkar sögur af tilurð lagsins. En menn geta síðan spurt sig, ef Mariah Carey var að stela lagi frá einhverjum óþekktum sveitasöngvara, hefði hún þá ekki látið lagið heita eitthvað annað. Hérna er brot úr lagi Andy Stone og dæmi nú hver sem vill.
Jólalög Tónlist Bandaríkin Hollywood Höfundarréttur Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Sjá meira