Er vinsælasta jólalag sögunnar stolið? Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 20. nóvember 2023 08:01 Ekkert lát virðist vera á vinsældum jólalags Carey. Getty Tiltölulega óþekktur sveitasöngvari í Bandaríkjunum krefst þess að Mariah Carey greiði sér 20 milljónir dala í skaðabætur. Hann hafi nefnilega samið jólalagið All I Want For Christmas Is You sex árum áður en Mariah Carey gaf lagið út. Það ber til um þessar mundir, um það leyti sem jólalög byrja að herja á hlustir almennings af miklu miskunnarleysi, að Mariah Carey er öðru sinni sökuð um og dregin fyrir dómstóla fyrir að hafa hreinlega stolið vinsælasta jólalagi allra tíma; All I want for Christmas is you. Það er sveitasöngvarinn Andy Stone sem sakar Carey um þjófnaðinn og krefst 20 milljóna Bandaríkjadala í miskabætur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Andy þessi ber Carey þessum sömu sökum, hann gerði það fyrst fyrir hálfu öðru ári en dró þá kæruna til baka, en nú er hann aftur kominn á kreik. Andy Stone samdi og hljóðritaði lagið „All I want for Christmas is you“ og gaf það út með hljómsveit sinni Vince Vance and the Valiants árið 1988. Það var svo ekki fyrr en sex árum síðar, árið 1994 sem Mariah Carey gaf út jólalag með nákvæmlega sama nafni. Lagið sló strax í gegn, og slær í raun í gegn á hverju einasta ári, því Mariah Carey er snillingur í að markaðssetja þetta sama, en núorðið sígilda jólalag, þann 1. nóvember á hverju ári, strax og Hrekkjavöku lýkur. Talið er að hún hafi hagnast um rúmlega 70 milljónir dala á þessu eina lagi. Fyrir óbreyttan leikmann eru ekki mikil líkindi með lögunum tveimur, hins vegar eru stór hluti textans nánast samhljóma, og stundum er eins og Maria Carey hafi bara umorðað hugsanir Andy Stone, klætt þær í aðeins öðruvísi búning. Þá hefur það ýtt undir grunsemdir manna að Carey og meðhöfundur hennar að laginu, Walter Afanasieff, segja tvær ólíkar sögur af tilurð lagsins. En menn geta síðan spurt sig, ef Mariah Carey var að stela lagi frá einhverjum óþekktum sveitasöngvara, hefði hún þá ekki látið lagið heita eitthvað annað. Hérna er brot úr lagi Andy Stone og dæmi nú hver sem vill. Jólalög Tónlist Bandaríkin Hollywood Höfundarréttur Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Það ber til um þessar mundir, um það leyti sem jólalög byrja að herja á hlustir almennings af miklu miskunnarleysi, að Mariah Carey er öðru sinni sökuð um og dregin fyrir dómstóla fyrir að hafa hreinlega stolið vinsælasta jólalagi allra tíma; All I want for Christmas is you. Það er sveitasöngvarinn Andy Stone sem sakar Carey um þjófnaðinn og krefst 20 milljóna Bandaríkjadala í miskabætur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Andy þessi ber Carey þessum sömu sökum, hann gerði það fyrst fyrir hálfu öðru ári en dró þá kæruna til baka, en nú er hann aftur kominn á kreik. Andy Stone samdi og hljóðritaði lagið „All I want for Christmas is you“ og gaf það út með hljómsveit sinni Vince Vance and the Valiants árið 1988. Það var svo ekki fyrr en sex árum síðar, árið 1994 sem Mariah Carey gaf út jólalag með nákvæmlega sama nafni. Lagið sló strax í gegn, og slær í raun í gegn á hverju einasta ári, því Mariah Carey er snillingur í að markaðssetja þetta sama, en núorðið sígilda jólalag, þann 1. nóvember á hverju ári, strax og Hrekkjavöku lýkur. Talið er að hún hafi hagnast um rúmlega 70 milljónir dala á þessu eina lagi. Fyrir óbreyttan leikmann eru ekki mikil líkindi með lögunum tveimur, hins vegar eru stór hluti textans nánast samhljóma, og stundum er eins og Maria Carey hafi bara umorðað hugsanir Andy Stone, klætt þær í aðeins öðruvísi búning. Þá hefur það ýtt undir grunsemdir manna að Carey og meðhöfundur hennar að laginu, Walter Afanasieff, segja tvær ólíkar sögur af tilurð lagsins. En menn geta síðan spurt sig, ef Mariah Carey var að stela lagi frá einhverjum óþekktum sveitasöngvara, hefði hún þá ekki látið lagið heita eitthvað annað. Hérna er brot úr lagi Andy Stone og dæmi nú hver sem vill.
Jólalög Tónlist Bandaríkin Hollywood Höfundarréttur Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“