Langvinnir verkir: ef við skiljum verkina, getum við skilið við þá? Sóley Stefáns Sigrúnardóttir og Edda Björk Pétursdóttir skrifa 19. nóvember 2023 10:22 Flest erum við líklega sammála því að heilsan er eitt það dýrmætasta sem við eigum og hún leikur stórt hlutverk í hamingju okkar og velsæld. Góð heilsa, bæði líkamleg og andleg, er undirstaða þess að hafa orku og getu til að njóta lífsins til fulls, sinna hugðarefnum og áhugamálum, sinna fjölskyldu og vinnu og leggja sitt af mörkum í samfélaginu – hún er undirstaða þess að við getum blómstrað í lífinu. Þegar heilsan er skert eru lífsgæði okkar skert. Langvinnir verkir eru eitt af því sem ógnar heilsu fjölda fólks, skerðir lífsgæði og getur haft veruleg áhrif á daglegt líf og starf. Undirritaðar hafa báðar reynt það á eigin skinni til fjölda ára. Þrátt fyrir margskonar meðhöndlanir hjá meðferðaraðilum héldu verkirnir áfram, löguðust kannski tímabundið en birtust svo aftur. Eftir að kynnast aðferðum sem byggja á að skilja verki, heilann, taugakerfið og taugamótanleika (neuroplasticity) og hagnýta þær hafa verkjaboðin slökknað. Þær aðferðir snúast ekki um að lifa með verkjunum heldur að ‘skilja við verkina’ og þannig öðlast frelsi frá þeim og getu til að lifa til fulls. Langvinnir verkir ógna heilsu fjölda fólks Mikil þörf er á að koma til móts við fólk með langvinna verki. Í stöðuskýrslu um langvinna verki sem unnin var fyrir heilbrigðisráðuneytið í maí 2021 kemur fram að algengi langvinnra verkja hjá fullorðnum sé í kringum 20-48%. Út frá því megi gera ráð fyrir að hið minnsta um 56 þúsund fullorðnir einstaklingar séu með langvinna verki og að um þriðjungur þeirra einstaklinga sé óvinnufær. Ásamt því er vísað í gögn Tryggingastofnunar ríkisins frá árinu 2011 um nýgengi örorku, en þá voru stoðkerfisraskanir algengasta orsök örorku eða 34,4%. Hvað eru langvinnir verkir? Langvinnir verkir eru skilgreindir sem verkir sem hafa varað í 3 mánuði eða lengur. Í sumum tilfellum má rekja rót vandans til undirliggjandi sjúkdóma, en mjög stór hluti langvinnra verkja eru af óljósum orsökum og þar af eru stoðkerfisverkir, sérstaklega bakverkir, algengastir. Skilgreiningar á langvinnum verkjum hafa verið óskýrar en í janúar 2022 tók ný skilgreining gildi í alþjóðlegu skránni yfir sjúkdóma (ICF-11) þar sem langvinnir verkir eru settir í sérflokk og þessum heilsufarseinkennum gerð ítarlegri skil. Gengið er út frá líf-sál-félagslega líkaninu (Biopsychosocial model), að langvinnir verkir byggi alltaf á samspili líkamlegra, sálrænna og félagslegra þátta. Langvinnir verkir eru flokkaðir annars vegar í frumkomna langvinna verki (primary pain); þegar verkirnir sjálfir eru frumorsök vandans og hins vegar afleiddir verkir (secondary pain); þegar verkirnir eru afleiðing annarra sjúkdóma, eins og krabbameins eða taugaskaða. Að skilja verkina: Um verki og heilann Verkir gegna því mikilvæga hlutverki að vara okkur við hættu. Taugavísindin hafa sýnt fram á að það er heilinn sem framleiðir alla verki. Heilinn nýtir verki til að passa upp á okkur og halda okkur á lífi. Til að meta aðstæður og hvernig verkjaboð þurfi að senda nýtir heilinn boð frá líkamanum, fyrri reynslu sem er skráð í minninu og mat á aðstæðum í umhverfinu. Ef líkaminn verður fyrir einhverskonar meiðslum eða sýkingu er okkur lífsnauðsynlegt að fá viðvörun svo við getum brugðist við, meðhöndlað vandann og gefið líkamanum næði til viðgerða. T.d. ef þú setur hendina á heita eldavélahellu senda skynfrumur handarinnar með ógnarhraða boð til heilans. Heilinn metur aðstæður og sendir um hæl sterkt verkjaboð sem fær þig til að kippa hendinni að þér og þannig draga úr skaðanum. Þú færð svo sára verki sem fær þig til að kæla sárið og hugsa um það og gefa því næði til að batna. Þegar ógnin er liðin hjá og líkaminn hefur gert við það svæði sem varð fyrir skaða, slekkur heilinn oftast á verkjaboðunum. Það tekur líkamann yfirleitt ekki meira en 3-6 mánuði að gera við skaða og þegar allt er komið í lag ganga verkirnir yfirleitt til baka, því hættan er yfirstaðin. En verkir eru flóknari en þessi lýsing gefur til kynna. Verkir eru nefnilega ekki bara bein afleiðing þess sem gerist í líkamanum. Eins og áður sagði metur heilinn alltaf aðstæður og hvað skiptir mestu máli til að halda okkur á lífi. Til dæmis ef við sætum með tognaðan ökkla og gætum okkur hvergi hreyft, en svo birtist ljón í herberginu – þá myndum við geta hlaupið eins og fætur toga til að bjarga lífi okkar, því heilinn metur það mikilvægara að bjarga lífi okkar frá ljóninu en að senda verkjaboð í skaddaðan ökklann. En heilinn getur líka gert mistök og sent verkjaboð sem eiga ekki við rök að styðjast. Draugaverkir í útlimum sem fólk hefur misst eru dæmi um það. Hvernig getur fólk verið með verki í útlim sem er ekki lengur til staðar? Jú það er vegna þess að taugabrautirnar sem senda verkjaboðin eru enn til staðar í heilanum og af einhverjum ástæðum ákveður heilinn að halda áfram að virkja þær. Mörg okkar eiga segulómmyndir sem sýna ýmis konar slit í stoðkerfinu og við útskýrum verkina með þeim. En rannsóknir hafa sýnt að það eru ekki alltaf bein tengsl milli slits í líkamanum og verkja. Í rannsókn var tekin segulómun af hrygg fjölda fólks sem var verkjalaust. Í ljós kom hátt hlutfall slits og útbungana þrátt fyrir að engir verkir væru til staðar. Þegar verkir eru frumkomnir, þ.e. þeir hafa ekki það hlutverk að vara við beinum líkamlegum skaða eða ógn, eru líkur á að verkirnir séu taugamótaðir (neuroplastic), slíkir verkir eru líka oft kallaðir miðlægir verkir. Þá getur leiðin til bata verið að endurmóta taugabrautirnar og endurstilla taugakerfið, rót vandans liggur þannig í heilanum sjálfum og þeim verkjaboðum sem hann ákveður að senda en ekki á svæðinu þar sem verkurinn birtist. Álag og streita í daglegu lífi, áföll og öll okkar saga hefur áhrif á það hvernig brautir hafa myndast í heilanum okkar og hvernig taugakerfi okkar er stillt. Það hefur áhrif á mat heilans á aðstæðum og ógnum. Ný íslensk rannsókn hefur til dæmis gefið vísbendingar um samhengi milli áfalla í æsku og langvinnra verkja á fullorðinsárum. Mikilvægt er að hafa í huga að allir verkir eru raunverulegir, heilinn sendir raunveruleg verkjaboð, hvort sem um er að ræða beinan vefjaskaða eða taugamótaðan verk. Það sem er ólíkt eru aðferðirnar sem geta nýst til að laga verkina. Að skilja við verkina: Að endurstilla taugabrautir heilans, endurstilla taugakerfið og hugarfarið Með því að skilja verkina, hvað þeir eru og hvernig þeir virka, og skoða eigin verkjamynstur er hægt að nýta hugrænar aðferðir til að endurþjálfa heilann og endurstilla taugakerfið. Heilinn er í sífelldri mótun alla ævi og eitt af grunn lögmálum heilastarfseminnar er að taugafrumur sem virkjast saman tengjast saman. Eftir því sem þær virkjast oftar saman verða tengingarnar sterkari. Þannig lærum við hluti og festum í minni. Þetta lögmál lærdóms á líka við um verki. Þannig getur t.d. bjart ljós og hausverkur orðið að mynstri sem heilinn setur í gang við hvert slíkt tækifæri og eftir því sem það gerist oftar slípast þær brautir. En þetta lögmál gengur í báðar áttir, samband taugafruma sem hætta að virkjast saman rofnar. Verkefnið er því að vinna í að aftengja mynstur sem eru úrelt og gagnast okkur ekki og fara jafnvel lengra í að skoða hvort þörf sé á viðvörun og þá hver hin raunverulega viðvörun er í raun? Við getum mörg verið sammála um að hraðinn er mikill í íslensku samfélagi og streitan þar af leiðandi líkleg til að banka upp á. Streita hækkar viðvörunarstigið í taugakerfi okkar. Verkir geta verið leið heilans til að vara okkur við álagi, þó jafnvel ekkert samhengi sé á milli þess og hvar verkirnir birtast. Það getur því verið lítið gagn í að meðhöndla endalaust svæðið þar sem verkurinn birtist, ef rót vandans er streita og vanlíðan. Þegar skilningur á verkjum og okkar eigin verkjamynstri eykst, verður auðveldara að greina leiðina út úr því mynstri. Það er margt sem við getum gert til þess að auka vellíðan og við getum nýtt okkur markvisst aðferðir til þess að efla jákvæðar tilfinningar. Jákvæðar tilfinningar mynda vellíðunarhormón í líkamanum sem hafa róandi áhrif á taugakerfið og það er hluti af því að breyta heilabrautunum í átt að bata. Við höfum alltaf val á viðbrögðum við áreiti og þar liggur tækifærið til að endurmóta taugabrautirnar. Eftir því sem við erum í betri tengingu við okkur sjálf því betur getum við stjórnað tilfinningum okkar til hins betra. Skiljum (við) verkina Eftir að hafa náð okkur út úr langvinnum verkjum með þeim aðferðum sem við fjöllum um hér í greininni höfum við sett saman námskeið, vinnustofur og fyrirlestra undir yfirskriftinni: Skiljum (við) verkina: það skiptir sköpum að skilja verkina til að geta skilið við þá. Yfirskriftin er orðaleikur sem vísar til þess hve mikilvægt og valdeflandi það er að skilja hvað verkir og verkjaboð eru, svo mögulegt sé að skilja við verkina, með því að nýta aðferðir til að endurþjálfa taugakerfið. Framundan er hálfs dags valdeflandi vinnustofa, þann 25. nóvember. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar hér: https://heilsuhonnun.is/skiljum-vid-verkina/ Sóley er grafískur hönnuður, IIN heilsumarkþjálfi, jógakennari og PRT meðferðaraðili frá Pain Reprocessing Therapy Center. Ásamt því er hún með BA-gráðu í guðfræði og kynjafræði og með MA-diplóma í jákvæðri sálfræði. Hún rekur Heilsuhönnun. Edda er markþjálfi frá Gothia Akademi í Svíþjóð. Hún er jógakennari, með BA-gráðu í félagsfræði og MA-diplóma í jákvæðri sálfræði. Hún er PRT meðferðaraðili frá Pain Reprocessing Therapy Center. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Flest erum við líklega sammála því að heilsan er eitt það dýrmætasta sem við eigum og hún leikur stórt hlutverk í hamingju okkar og velsæld. Góð heilsa, bæði líkamleg og andleg, er undirstaða þess að hafa orku og getu til að njóta lífsins til fulls, sinna hugðarefnum og áhugamálum, sinna fjölskyldu og vinnu og leggja sitt af mörkum í samfélaginu – hún er undirstaða þess að við getum blómstrað í lífinu. Þegar heilsan er skert eru lífsgæði okkar skert. Langvinnir verkir eru eitt af því sem ógnar heilsu fjölda fólks, skerðir lífsgæði og getur haft veruleg áhrif á daglegt líf og starf. Undirritaðar hafa báðar reynt það á eigin skinni til fjölda ára. Þrátt fyrir margskonar meðhöndlanir hjá meðferðaraðilum héldu verkirnir áfram, löguðust kannski tímabundið en birtust svo aftur. Eftir að kynnast aðferðum sem byggja á að skilja verki, heilann, taugakerfið og taugamótanleika (neuroplasticity) og hagnýta þær hafa verkjaboðin slökknað. Þær aðferðir snúast ekki um að lifa með verkjunum heldur að ‘skilja við verkina’ og þannig öðlast frelsi frá þeim og getu til að lifa til fulls. Langvinnir verkir ógna heilsu fjölda fólks Mikil þörf er á að koma til móts við fólk með langvinna verki. Í stöðuskýrslu um langvinna verki sem unnin var fyrir heilbrigðisráðuneytið í maí 2021 kemur fram að algengi langvinnra verkja hjá fullorðnum sé í kringum 20-48%. Út frá því megi gera ráð fyrir að hið minnsta um 56 þúsund fullorðnir einstaklingar séu með langvinna verki og að um þriðjungur þeirra einstaklinga sé óvinnufær. Ásamt því er vísað í gögn Tryggingastofnunar ríkisins frá árinu 2011 um nýgengi örorku, en þá voru stoðkerfisraskanir algengasta orsök örorku eða 34,4%. Hvað eru langvinnir verkir? Langvinnir verkir eru skilgreindir sem verkir sem hafa varað í 3 mánuði eða lengur. Í sumum tilfellum má rekja rót vandans til undirliggjandi sjúkdóma, en mjög stór hluti langvinnra verkja eru af óljósum orsökum og þar af eru stoðkerfisverkir, sérstaklega bakverkir, algengastir. Skilgreiningar á langvinnum verkjum hafa verið óskýrar en í janúar 2022 tók ný skilgreining gildi í alþjóðlegu skránni yfir sjúkdóma (ICF-11) þar sem langvinnir verkir eru settir í sérflokk og þessum heilsufarseinkennum gerð ítarlegri skil. Gengið er út frá líf-sál-félagslega líkaninu (Biopsychosocial model), að langvinnir verkir byggi alltaf á samspili líkamlegra, sálrænna og félagslegra þátta. Langvinnir verkir eru flokkaðir annars vegar í frumkomna langvinna verki (primary pain); þegar verkirnir sjálfir eru frumorsök vandans og hins vegar afleiddir verkir (secondary pain); þegar verkirnir eru afleiðing annarra sjúkdóma, eins og krabbameins eða taugaskaða. Að skilja verkina: Um verki og heilann Verkir gegna því mikilvæga hlutverki að vara okkur við hættu. Taugavísindin hafa sýnt fram á að það er heilinn sem framleiðir alla verki. Heilinn nýtir verki til að passa upp á okkur og halda okkur á lífi. Til að meta aðstæður og hvernig verkjaboð þurfi að senda nýtir heilinn boð frá líkamanum, fyrri reynslu sem er skráð í minninu og mat á aðstæðum í umhverfinu. Ef líkaminn verður fyrir einhverskonar meiðslum eða sýkingu er okkur lífsnauðsynlegt að fá viðvörun svo við getum brugðist við, meðhöndlað vandann og gefið líkamanum næði til viðgerða. T.d. ef þú setur hendina á heita eldavélahellu senda skynfrumur handarinnar með ógnarhraða boð til heilans. Heilinn metur aðstæður og sendir um hæl sterkt verkjaboð sem fær þig til að kippa hendinni að þér og þannig draga úr skaðanum. Þú færð svo sára verki sem fær þig til að kæla sárið og hugsa um það og gefa því næði til að batna. Þegar ógnin er liðin hjá og líkaminn hefur gert við það svæði sem varð fyrir skaða, slekkur heilinn oftast á verkjaboðunum. Það tekur líkamann yfirleitt ekki meira en 3-6 mánuði að gera við skaða og þegar allt er komið í lag ganga verkirnir yfirleitt til baka, því hættan er yfirstaðin. En verkir eru flóknari en þessi lýsing gefur til kynna. Verkir eru nefnilega ekki bara bein afleiðing þess sem gerist í líkamanum. Eins og áður sagði metur heilinn alltaf aðstæður og hvað skiptir mestu máli til að halda okkur á lífi. Til dæmis ef við sætum með tognaðan ökkla og gætum okkur hvergi hreyft, en svo birtist ljón í herberginu – þá myndum við geta hlaupið eins og fætur toga til að bjarga lífi okkar, því heilinn metur það mikilvægara að bjarga lífi okkar frá ljóninu en að senda verkjaboð í skaddaðan ökklann. En heilinn getur líka gert mistök og sent verkjaboð sem eiga ekki við rök að styðjast. Draugaverkir í útlimum sem fólk hefur misst eru dæmi um það. Hvernig getur fólk verið með verki í útlim sem er ekki lengur til staðar? Jú það er vegna þess að taugabrautirnar sem senda verkjaboðin eru enn til staðar í heilanum og af einhverjum ástæðum ákveður heilinn að halda áfram að virkja þær. Mörg okkar eiga segulómmyndir sem sýna ýmis konar slit í stoðkerfinu og við útskýrum verkina með þeim. En rannsóknir hafa sýnt að það eru ekki alltaf bein tengsl milli slits í líkamanum og verkja. Í rannsókn var tekin segulómun af hrygg fjölda fólks sem var verkjalaust. Í ljós kom hátt hlutfall slits og útbungana þrátt fyrir að engir verkir væru til staðar. Þegar verkir eru frumkomnir, þ.e. þeir hafa ekki það hlutverk að vara við beinum líkamlegum skaða eða ógn, eru líkur á að verkirnir séu taugamótaðir (neuroplastic), slíkir verkir eru líka oft kallaðir miðlægir verkir. Þá getur leiðin til bata verið að endurmóta taugabrautirnar og endurstilla taugakerfið, rót vandans liggur þannig í heilanum sjálfum og þeim verkjaboðum sem hann ákveður að senda en ekki á svæðinu þar sem verkurinn birtist. Álag og streita í daglegu lífi, áföll og öll okkar saga hefur áhrif á það hvernig brautir hafa myndast í heilanum okkar og hvernig taugakerfi okkar er stillt. Það hefur áhrif á mat heilans á aðstæðum og ógnum. Ný íslensk rannsókn hefur til dæmis gefið vísbendingar um samhengi milli áfalla í æsku og langvinnra verkja á fullorðinsárum. Mikilvægt er að hafa í huga að allir verkir eru raunverulegir, heilinn sendir raunveruleg verkjaboð, hvort sem um er að ræða beinan vefjaskaða eða taugamótaðan verk. Það sem er ólíkt eru aðferðirnar sem geta nýst til að laga verkina. Að skilja við verkina: Að endurstilla taugabrautir heilans, endurstilla taugakerfið og hugarfarið Með því að skilja verkina, hvað þeir eru og hvernig þeir virka, og skoða eigin verkjamynstur er hægt að nýta hugrænar aðferðir til að endurþjálfa heilann og endurstilla taugakerfið. Heilinn er í sífelldri mótun alla ævi og eitt af grunn lögmálum heilastarfseminnar er að taugafrumur sem virkjast saman tengjast saman. Eftir því sem þær virkjast oftar saman verða tengingarnar sterkari. Þannig lærum við hluti og festum í minni. Þetta lögmál lærdóms á líka við um verki. Þannig getur t.d. bjart ljós og hausverkur orðið að mynstri sem heilinn setur í gang við hvert slíkt tækifæri og eftir því sem það gerist oftar slípast þær brautir. En þetta lögmál gengur í báðar áttir, samband taugafruma sem hætta að virkjast saman rofnar. Verkefnið er því að vinna í að aftengja mynstur sem eru úrelt og gagnast okkur ekki og fara jafnvel lengra í að skoða hvort þörf sé á viðvörun og þá hver hin raunverulega viðvörun er í raun? Við getum mörg verið sammála um að hraðinn er mikill í íslensku samfélagi og streitan þar af leiðandi líkleg til að banka upp á. Streita hækkar viðvörunarstigið í taugakerfi okkar. Verkir geta verið leið heilans til að vara okkur við álagi, þó jafnvel ekkert samhengi sé á milli þess og hvar verkirnir birtast. Það getur því verið lítið gagn í að meðhöndla endalaust svæðið þar sem verkurinn birtist, ef rót vandans er streita og vanlíðan. Þegar skilningur á verkjum og okkar eigin verkjamynstri eykst, verður auðveldara að greina leiðina út úr því mynstri. Það er margt sem við getum gert til þess að auka vellíðan og við getum nýtt okkur markvisst aðferðir til þess að efla jákvæðar tilfinningar. Jákvæðar tilfinningar mynda vellíðunarhormón í líkamanum sem hafa róandi áhrif á taugakerfið og það er hluti af því að breyta heilabrautunum í átt að bata. Við höfum alltaf val á viðbrögðum við áreiti og þar liggur tækifærið til að endurmóta taugabrautirnar. Eftir því sem við erum í betri tengingu við okkur sjálf því betur getum við stjórnað tilfinningum okkar til hins betra. Skiljum (við) verkina Eftir að hafa náð okkur út úr langvinnum verkjum með þeim aðferðum sem við fjöllum um hér í greininni höfum við sett saman námskeið, vinnustofur og fyrirlestra undir yfirskriftinni: Skiljum (við) verkina: það skiptir sköpum að skilja verkina til að geta skilið við þá. Yfirskriftin er orðaleikur sem vísar til þess hve mikilvægt og valdeflandi það er að skilja hvað verkir og verkjaboð eru, svo mögulegt sé að skilja við verkina, með því að nýta aðferðir til að endurþjálfa taugakerfið. Framundan er hálfs dags valdeflandi vinnustofa, þann 25. nóvember. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar hér: https://heilsuhonnun.is/skiljum-vid-verkina/ Sóley er grafískur hönnuður, IIN heilsumarkþjálfi, jógakennari og PRT meðferðaraðili frá Pain Reprocessing Therapy Center. Ásamt því er hún með BA-gráðu í guðfræði og kynjafræði og með MA-diplóma í jákvæðri sálfræði. Hún rekur Heilsuhönnun. Edda er markþjálfi frá Gothia Akademi í Svíþjóð. Hún er jógakennari, með BA-gráðu í félagsfræði og MA-diplóma í jákvæðri sálfræði. Hún er PRT meðferðaraðili frá Pain Reprocessing Therapy Center.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar