Fótbolti

Króatar nálgast sæti á EM 2024

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lovro Majer skoraði og lagði upp.
Lovro Majer skoraði og lagði upp. Ansis Ventins/Getty Images

Króatía vann Lettland 2-0 í D-riðli undankeppni EM karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi næsta sumar. Króötum dugir stig í lokaleik undankeppninnar til að tryggja sér sæti á mótinu.

Eftir að Wales missteig sig gegn Armeníu fyrr í dag gat Króatía nærri tryggt sér sæti á EM með sigri í Lettlandi. Sigurinn var aldrei í hættu en Lovro Majer kom gestunum yfir eftir sjö mínútna leik.

Innan við tíu mínútum síðar var staðan orðin 2-0 Króatíu í vil. Majer með sendinguna á Andrej Kramarić sem skilaði knettinum í netið. Fleiri urðu mörkin ekki en Króatía sigldi þessu þægilega heim.

Króatía er núna í 2. sæti D-riðils með 13 stig, þremur minna en topplið Tyrklands. Wales er í 3. sæti með 11 stig. Það er ein umferð eftir og dugir Króatíu stig gegn Armeníu á heimavelli. Á sama tíma mætast Wales og Tyrkland.

Önnur úrslit

Hvíta-Rússland 1-0 Andorra




Fleiri fréttir

Sjá meira


×