Líður eins og „algjörum svikara” á Iceland Noir Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. nóvember 2023 07:00 Richard Armitage í Austurstræti, nýlentur frá New York. Hann er þekktastur fyrir leik sinn í kvikmyndaþríleiknum Hobbitanum, þar sem hann fór með hlutverk æðstadvergsins Thorins Oakenshield. Og nú hefur hann haslað sér völl sem rithöfundur. Vísir/Arnar Breski leikarinn Richard Armitage segir að sér líði eins og algjörum svikara að vera stillt upp með heimsklassarithöfundum á Iceland Noir. Margir hafi efast um ritfærni hans og útgefandi hans meira að segja lagt til að hann notfærði sér leigupenna. Við settumst niður með Armitage og ræddum fyrstu skáldsöguna, jarðhræringar í Grindavík og íslenska jólahefð sem hann ætlar að tileinka sér. Íslendingar kannast eflaust best við Richard Armitage úr Hobbitanum, kvikmyndaþríleik Peters Jackson byggðum á samnefndri sögu eftir Tolkien. Þar fór Armitage með hlutverk dvergsins Thorins Oakenshield, Þorins Eikinskjalda, einnar aðalsöguhetjunnar. Nú hefur Armitage vent kvæði sínu í kross. Geneva, fyrsta skáldsaga hans, er nýkomin út á prenti en átti fyrst um sinn aðeins að lifa sem hljóðbók. Geneva er spennutryllir sem segir frá Söruh Collier, Nóbelsverðlaunahafa og vísindamanni, og ferð hennar á ráðstefnu í Genf. Þar tekur við óhugnanleg atburðarás - og ofan á allt saman glímir söguhetjan við minnisglöp. Þá virðist eiginmaður hennar Daniel ekki allur þar sem hann er séður. Hafnaði leigupenna Við hittum rithöfundinn Richard Armitage á Vinnustofu Kjarval. Hann er hingað mættur sem einn aðalhöfunda bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir. Er það eitthvað sem þig óraði einhvern tímann fyrir að þú myndir gera? „Nei. Og mér líður eins og algjörum svikara því að mér er stillt upp við hliðina á rithöfundum eins og Neil Gaiman og Dan Brown, höfundum sem ég hef dáðst að um árabil. En ég er fyrst og fremst auðmjúkur yfir því að hafa verið beðinn um að koma hingað, eftir að hafa aðeins skrifað eina bók.“ Hann hafi enda víða rekist á efasemdaraddir. Armitage lýsir því að hann hafi ítrekað verið spurður hvort hann, leikarinn, hafi skrifað bókina í raun og veru. „Audible bauð mér upphaflega leigupenna [e. ghostwriter] en ég hafnaði því. Vegna þess að ef ég stæði fyrir framan hljóðnema og læsi orð sem ég þættist hafa skrifað... Það hefði verið ómögulegt að gera það af heilindum.“ Vel upplýstur um ástandið á Reykjanesi Armitage er í sinni fyrstu Íslandsheimsókn. Hann segist hrifinn af lágreistum húsum Reykjavíkur og íslenskri tungu. Og hefur ekki farið varhluta af fréttaflutningi af jarðhræringum á Reykjanesi. „Ég kom hingað frá New York og æsifréttamennskan er frekar klikkuð. Fólk segir: Ísland er að springa í loft upp! En ég hafði nú á tilfinningunni að Íslendingarnir sem lifa með þessu á hverjum degi, þeir líti bara á þetta sem eðlilegan hluta af lífinu.“ Og Armitage er staðráðinn í því að tileinka sér tiltekna jólahefð Íslendinga. Hún er bókmenntalegs eðlis, að sjálfsögðu. „Er það ekki rétt hjá mér að þið gefið hvert öðru bækur og lesið saman á jólunum? Það er hefð? Einmitt, ég ætla að taka hana með mér heim.“ Hollywood Bókmenntir Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira
Íslendingar kannast eflaust best við Richard Armitage úr Hobbitanum, kvikmyndaþríleik Peters Jackson byggðum á samnefndri sögu eftir Tolkien. Þar fór Armitage með hlutverk dvergsins Thorins Oakenshield, Þorins Eikinskjalda, einnar aðalsöguhetjunnar. Nú hefur Armitage vent kvæði sínu í kross. Geneva, fyrsta skáldsaga hans, er nýkomin út á prenti en átti fyrst um sinn aðeins að lifa sem hljóðbók. Geneva er spennutryllir sem segir frá Söruh Collier, Nóbelsverðlaunahafa og vísindamanni, og ferð hennar á ráðstefnu í Genf. Þar tekur við óhugnanleg atburðarás - og ofan á allt saman glímir söguhetjan við minnisglöp. Þá virðist eiginmaður hennar Daniel ekki allur þar sem hann er séður. Hafnaði leigupenna Við hittum rithöfundinn Richard Armitage á Vinnustofu Kjarval. Hann er hingað mættur sem einn aðalhöfunda bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir. Er það eitthvað sem þig óraði einhvern tímann fyrir að þú myndir gera? „Nei. Og mér líður eins og algjörum svikara því að mér er stillt upp við hliðina á rithöfundum eins og Neil Gaiman og Dan Brown, höfundum sem ég hef dáðst að um árabil. En ég er fyrst og fremst auðmjúkur yfir því að hafa verið beðinn um að koma hingað, eftir að hafa aðeins skrifað eina bók.“ Hann hafi enda víða rekist á efasemdaraddir. Armitage lýsir því að hann hafi ítrekað verið spurður hvort hann, leikarinn, hafi skrifað bókina í raun og veru. „Audible bauð mér upphaflega leigupenna [e. ghostwriter] en ég hafnaði því. Vegna þess að ef ég stæði fyrir framan hljóðnema og læsi orð sem ég þættist hafa skrifað... Það hefði verið ómögulegt að gera það af heilindum.“ Vel upplýstur um ástandið á Reykjanesi Armitage er í sinni fyrstu Íslandsheimsókn. Hann segist hrifinn af lágreistum húsum Reykjavíkur og íslenskri tungu. Og hefur ekki farið varhluta af fréttaflutningi af jarðhræringum á Reykjanesi. „Ég kom hingað frá New York og æsifréttamennskan er frekar klikkuð. Fólk segir: Ísland er að springa í loft upp! En ég hafði nú á tilfinningunni að Íslendingarnir sem lifa með þessu á hverjum degi, þeir líti bara á þetta sem eðlilegan hluta af lífinu.“ Og Armitage er staðráðinn í því að tileinka sér tiltekna jólahefð Íslendinga. Hún er bókmenntalegs eðlis, að sjálfsögðu. „Er það ekki rétt hjá mér að þið gefið hvert öðru bækur og lesið saman á jólunum? Það er hefð? Einmitt, ég ætla að taka hana með mér heim.“
Hollywood Bókmenntir Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira