„Við fórum í 20 vikna sónar í dag og fengum þær fréttir að litla brúðkaupsferðar barnið okkar er fullkomlega heilbrigt í alla staði. Við bæði höfðum „gut feeling” frá degi eitt og sú tilfinning stóðst í dag,“ skrifa hjónin í sameiginlegri færslu á samfélagsmiðlum.
Arna Ýr og Vignir héldu kynjaveislu fyrir fjölskyldu og vini þar sem þau greindu frá kyni ófædds barns síns.
Fyrir eiga hjónin tvö börn. Ástrós Mettu fjögurra ára og Nóa, tveggja ára.