Fótbolti

Portúgal skoraði að­eins tvö í Liechten­stein

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ronaldo skoraði að sjálfsögðu.
Ronaldo skoraði að sjálfsögðu. EPA-EFE/GIAN EHRENZELLER

Portúgal vann Liechtenstein aðeins 2-0 ytra í undankeppni EM karla í knattspyrnu í kvöld. Þá fór Lúxemborg létt með Bosníu-Hersegóvínu.

Ísland steinlá í Slóvakíu fyrr í kvöld og mætir Portúgal í lokaleik undankeppninnar. Ef marka má leik Portúgals í kvöld þá eru leikmenn liðsins að spara sig enda búnir að vinna riðilinn.

Portúgal vann Liechtenstein aðeins 2-0 á útivelli en fyrsta markið kom ekki fyrr en í síðari hálfleik. Það gerði Cristiano Ronaldo á fyrstu mínútunni eftir að liðin sneru til baka eftir hálfleiksræðurnar. João Cancelo bætti öðru marki gestanna við rúmum 10 mínútum síðar og þar við sat.

Þá vann Lúxemborg 4-1 sigur á Bosníu og Hersegóvínu þar sem stórstjarnan Gerson Rodrigues skoraði tvívegis.

Staðan í J-riðli er þannig þegar öll lið hafa leikið 9 leiki að Portúgal er á toppnum með fullt hús stiga og er komið á EM. Slóvakía er í 2. sæti með 19 stig og er einnig komið á EM. Lúxemborg er í 3. sæti með 14 stig, Ísland með 10, Bosnía-Hersegóvína stigi minna og Liechtenstein á botninum án stiga.

Önnur úrslit

Svartfjallaland 2-0 Litáen


Tengdar fréttir

Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 4-2 | Sem betur fer er langt í mars

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta varð í kvöld að horfa upp á Slóvaka fagna sæti á EM 2024, eftir 4-2 tap Íslands í Bratislava. Fjarlægur möguleiki Íslands á að komast upp úr J-riðli er því úr sögunni fyrir lokaleikinn við Portúgal ytra á sunnudag eftir.

Svíar stein­lágu í Aserbaís­jan

Aserbaísjan gerði sér lítið fyrir og vann Svíþjóð 3-0 í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu. Þá vann Spánn 3-1 sigur í Kýpur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×