Fótbolti

Svíar stein­lágu í Aserbaís­jan

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aserbaísjan fór illa með Svíþjóð.
Aserbaísjan fór illa með Svíþjóð. Twitter@trtspor

Aserbaísjan gerði sér lítið fyrir og vann Svíþjóð 3-0 í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu. Þá vann Spánn 3-1 sigur í Kýpur.

Heimamenn í Aserbaísjan komust yfir eftir aðeins þriggja mínútna leik þegar Emin Mahmudov skoraði eftir undirbúning Renat Dadashov. Aðeins þremur mínútum síðar tvöfaldaði Renat forystuna og staðan 2-0 í hálfleik.

Á 57. mínútu fékk Bahlul Mustafazada rautt spjald og heimamenn manni færri síðasta hálftímann eða svo. Það kom ekki að sök og Emin Mahmudov gulltryggði ótrúlegan 3-0 sigur Asera með marki í blálok leiksins.

Báðar þjóðir eru með 7 stig eftir 7 leiki.

Hinn 16 ára gamli Lamine Yamal kom Spáni á bragðið gegn Kýpur. Mikel Oyarzabal og Joselu gulltryggðu svo sigur gestanna í fyrri hálfleik. Kostas Pileas minnkaði muninn þegar stundarfjórðungur lifði leiks en þar við sat, lokatölur 1-3.

Spánn er sem fyrr á toppi A-riðils með 18 stig að loknum 7 leikjum. Þar á eftir kemur Skotland með 16 stig.

Önnur úrslit

  • Búlgaría 2-2 Ungverjaland
  • Eistland 0-2 Austurríki
  • Georgía 2-2 Skotland



Fleiri fréttir

Sjá meira


×