Dæmd í sjö ára fangelsi vegna límmiða Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2023 15:31 Sasha Skochilenko er hún var leidd úr dómsal þann 13. nóvember. Hún var í dag dæmd í sjö ára fangelsi fyrir að setja límmiða með slagorðum gegn innrás Rússa í Úkraínu yfir verðmerkingar í verslun í Pétursborg. AP/Dmitri Lovetsky Rússnesk kona hefur verið dæmd í sjö ára fangelsi fyrir að mótmæla innrás Rússa í Úkraínu. Sasha Skochilenko var handtekinn í Pétursborg í apríl 2022, eftir að hún setti límmiða með slagorðum gegn innrásinni yfir verðmerkingar í verslun. Skochilenko, sem er 33 ára gömul listakona, var dæmd í fangelsi á grunni nýrra laga gegn því að segja ósannindi um rússneska herinn. Þau hafa verið notuð til að banna alla neikvæða umfjöllun um stríðsrekstur Rússa og hafa lögin verið notuð til að fangelsa og dæma andstæðinga yfirvalda í Rússlandi, mannréttindafrumkvöðla og almenna borgara sem gagnrýnt hafa Kreml til margra ára fangelsisvistar. Sjá einnig: Rússar í fimmtán ára fangelsi segi þeir „falsfréttir“ af stríðinu Meðal þess sem stóð á þessum miðum var að yfirvöld í Rússlandi væru að senda kvaðmenn til Úkraínu, sem var ólöglegt samkvæmt stjórnarskrá Rússlands. Yfirvöld í Rússlandi staðfestu seinna meir að það væri rétt hjá Skochilenko. Hún hafði einnig gagnrýnt framgang rússneska hersins í maríupól. Sjá einnig: Einn af morðingjum Politkovskayu náðaður eftir herþjónustu í Úkraínu Skochilenko lýsti yfir sakleysi sínu fyrir dómi, samkvæmt frétt Moscow Times, og vísaði hún til þess að hún hefði ekki sagt ósátt á miðunum. Í versta falli hefði hún sagt skoðun sína og sagði hún að það væri ekki yfirvalda að segja hvað væri satt og hvað ekki með lagasetningu. Þegar úrskurðinn var kveðinn upp gaf Skochilenko út yfirlýsingu þar sem meðal annars stóð að þó hún væri á bak við lás og slá væri hún frjálsari en dómarinn og saksóknarinn, samkvæmt blaðamanni FT í Moskvu. A St Petersburg court has sentenced Russian artist Sasha Skochilenko to seven years in prison for putting up anti-war stickers one of the most draconian fake news cases since Putin invaded Ukraine. Even though I m behind bars, I m more free than you, she told the court. pic.twitter.com/vfJ63oqdkh— max seddon (@maxseddon) November 16, 2023 MT segir tugi manna hafa setið í dómsal í dag, Skochilenko til stuðnings. Eftir að úrskurðinn var kveðinn upp heyrðist fólk kalla „skömm“ í salnum og tóku einhverjir upp mótmælaskilti. Einn mótmælanda var handtekinn. Lögmenn Skochilenko segja að úrskurðinum verði áfrýjað. Sasha Skochilenko segist frjáls, þó hún sitji bakvið lás og slá.AP/Dmitri Lovetsky Erfið fangelsisvist Áður en hún var dæmd hafði Skochilenko setið í gæsluvarðhaldi í nærri því nítján mánuði og hefur hún átt erfitt vegna heilsukvilla. AP fréttaveitan segir hana með hjartagalla, geðhvarfasýki og sjúkdóm sem feli í sér að hún geti ekki borðað glúten. Henni hefur gengið erfiðlega að borða en við réttarhöldin gegn henni þurfti minnst einu sinni að kalla til sjúkrabíl vegna veikinda hennar. Þá brast hún einu sinni í grát þegar dómarinn neitaði beiðni hennar um að fá hlé til að borða eða fara á klósettið. Forsvarsmenn mannréttindasamtakanna Memorial, sem fengu friðarverðlaun Nóbels í fyrra, hafa skilgreint Sckochilenko sem pólitískan fanga. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira
Skochilenko, sem er 33 ára gömul listakona, var dæmd í fangelsi á grunni nýrra laga gegn því að segja ósannindi um rússneska herinn. Þau hafa verið notuð til að banna alla neikvæða umfjöllun um stríðsrekstur Rússa og hafa lögin verið notuð til að fangelsa og dæma andstæðinga yfirvalda í Rússlandi, mannréttindafrumkvöðla og almenna borgara sem gagnrýnt hafa Kreml til margra ára fangelsisvistar. Sjá einnig: Rússar í fimmtán ára fangelsi segi þeir „falsfréttir“ af stríðinu Meðal þess sem stóð á þessum miðum var að yfirvöld í Rússlandi væru að senda kvaðmenn til Úkraínu, sem var ólöglegt samkvæmt stjórnarskrá Rússlands. Yfirvöld í Rússlandi staðfestu seinna meir að það væri rétt hjá Skochilenko. Hún hafði einnig gagnrýnt framgang rússneska hersins í maríupól. Sjá einnig: Einn af morðingjum Politkovskayu náðaður eftir herþjónustu í Úkraínu Skochilenko lýsti yfir sakleysi sínu fyrir dómi, samkvæmt frétt Moscow Times, og vísaði hún til þess að hún hefði ekki sagt ósátt á miðunum. Í versta falli hefði hún sagt skoðun sína og sagði hún að það væri ekki yfirvalda að segja hvað væri satt og hvað ekki með lagasetningu. Þegar úrskurðinn var kveðinn upp gaf Skochilenko út yfirlýsingu þar sem meðal annars stóð að þó hún væri á bak við lás og slá væri hún frjálsari en dómarinn og saksóknarinn, samkvæmt blaðamanni FT í Moskvu. A St Petersburg court has sentenced Russian artist Sasha Skochilenko to seven years in prison for putting up anti-war stickers one of the most draconian fake news cases since Putin invaded Ukraine. Even though I m behind bars, I m more free than you, she told the court. pic.twitter.com/vfJ63oqdkh— max seddon (@maxseddon) November 16, 2023 MT segir tugi manna hafa setið í dómsal í dag, Skochilenko til stuðnings. Eftir að úrskurðinn var kveðinn upp heyrðist fólk kalla „skömm“ í salnum og tóku einhverjir upp mótmælaskilti. Einn mótmælanda var handtekinn. Lögmenn Skochilenko segja að úrskurðinum verði áfrýjað. Sasha Skochilenko segist frjáls, þó hún sitji bakvið lás og slá.AP/Dmitri Lovetsky Erfið fangelsisvist Áður en hún var dæmd hafði Skochilenko setið í gæsluvarðhaldi í nærri því nítján mánuði og hefur hún átt erfitt vegna heilsukvilla. AP fréttaveitan segir hana með hjartagalla, geðhvarfasýki og sjúkdóm sem feli í sér að hún geti ekki borðað glúten. Henni hefur gengið erfiðlega að borða en við réttarhöldin gegn henni þurfti minnst einu sinni að kalla til sjúkrabíl vegna veikinda hennar. Þá brast hún einu sinni í grát þegar dómarinn neitaði beiðni hennar um að fá hlé til að borða eða fara á klósettið. Forsvarsmenn mannréttindasamtakanna Memorial, sem fengu friðarverðlaun Nóbels í fyrra, hafa skilgreint Sckochilenko sem pólitískan fanga.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira