Nýr Baldur siglir til Stykkishólms í dag Kristján Már Unnarsson skrifar 16. nóvember 2023 11:11 Breiðafjarðarferjan Baldur í reynslusiglingu á Hafnarfirði fyrir helgi. Ívar Fannar Arnarsson Nýja Breiðafjarðarferjan Baldur er að verða tilbúin í áætlunarsiglingar milli Stykkishólms og Brjánslækjar um Flatey. Komu skipsins verður fagnað með athöfn í Stykkishólmi á morgun. Stefnt er að því að ferjan sigli frá Hafnarfirði í dag eftir breytingar og endurbætur í Vélsmiðju Orms og Víglundar. „Við vonumst til að geta siglt frá Hafnarfirði um miðjan dag. Ætli við séum ekki sjö til átta tíma á leiðinni þannig að við verðum í Stykkishólmi einhvern tímann í kvöld,“ sagði Matthías Arnar Þorgrímsson, skipstjóri á Baldri, í samtali við fréttastofu fyrir hádegi. Uppfært klukkan 17:50: Áætlað er að Baldur sigli af stað vestur í Stykkishólm um klukkan 18:30. Matthías Arnar Þorgrímsson er skipstjóri á Breiðafjarðarferjunni Baldri.Ívar Fannar Arnarsson Þetta verður þó ekki í fyrsta sinn sem ferjan kemur til sinnar nýju heimahafnar. Á leiðinni frá Norður-Noregi, þaðan sem hún var keypt notuð, sigldi hún norður fyrir landið og inn á Breiðafjörð þann 20. september og prófaði þá ferjubryggjurnar á Brjánslæk og í Stykkishólmi. Vegagerðin hefur boðið til formlegrar móttökuathafnar í Stykkishólmi milli klukkan 15 og 17 á morgun, föstudag. Þá gefst íbúum og öðrum áhugasömum tækifæri til að þiggja kaffi og kökur um borð í Baldri og skoða farþegarými skipsins. Úr farþegsal nýja Baldurs.Ívar Fannar Arnarsson Stefnt er að því að fyrsta áætlunarsigling skipsins yfir Breiðafjörð verði á sunnudag, 19. nóvember, að sögn Jóhönnu Óskar Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra Sæferða, sem munu annast rekstur ferjunnar. Íbúar norðan Breiðafjarðar fá tækifæri til að skoða ferjuna á Brjánslæk á sunnudag milli klukkan 17 og 18. Jóhanna segir að fram til áramóta verði haldið sömu áætlun og gamla ferjan sigldi á. Sú áætlun verði endurskoðuð eftir áramót þegar reynsla verður komin á nýju ferjuna. Hún er hraðskreiðari en sú fyrri og eru því vonir bundnar við að hægt verði að stytta siglingartímann yfir Breiðafjörð, jafnvel niður undir tvær klukkustundir. Fjallað var um nýja Baldur í frétt Stöðvar 2 í síðustu viku, sem sjá má hér: Ferjan Baldur Skipaflutningar Stykkishólmur Vesturbyggð Reykhólahreppur Samgöngur Tengdar fréttir Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri, sem áformað er að hefji áætlunarsiglingar milli Stykkishólms og Brjánslækjar í næstu viku. Ferjan fór í reynslusiglingu síðdegis eftir endurbætur í Hafnarfirði. 9. nóvember 2023 21:48 Samið við Sæferðir um rekstur nýs Baldurs Vegagerðin hefur samið við Sæferðir um rekstur Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Áformað er að nýr Baldur, sem nú er í slipp í Hafnarfirði, hefji áætlunarsiglingar um Breiðafjörð upp úr miðjum nóvember. 30. október 2023 14:35 Röst leysir Baldur af hólmi Vegagerðin hefur samið við Torghatten Nord um kaup á ferjunni Röst. Skipið tekur að óbreyttu við ferjusiglingum á Breiðafirði í haust og leysir þar með ferjuna Baldur af hólmi. Til stóð upphaflega að leggja af ferjusiglingar um Breiðafjörð í vor. 7. júlí 2023 10:15 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Sjá meira
Stefnt er að því að ferjan sigli frá Hafnarfirði í dag eftir breytingar og endurbætur í Vélsmiðju Orms og Víglundar. „Við vonumst til að geta siglt frá Hafnarfirði um miðjan dag. Ætli við séum ekki sjö til átta tíma á leiðinni þannig að við verðum í Stykkishólmi einhvern tímann í kvöld,“ sagði Matthías Arnar Þorgrímsson, skipstjóri á Baldri, í samtali við fréttastofu fyrir hádegi. Uppfært klukkan 17:50: Áætlað er að Baldur sigli af stað vestur í Stykkishólm um klukkan 18:30. Matthías Arnar Þorgrímsson er skipstjóri á Breiðafjarðarferjunni Baldri.Ívar Fannar Arnarsson Þetta verður þó ekki í fyrsta sinn sem ferjan kemur til sinnar nýju heimahafnar. Á leiðinni frá Norður-Noregi, þaðan sem hún var keypt notuð, sigldi hún norður fyrir landið og inn á Breiðafjörð þann 20. september og prófaði þá ferjubryggjurnar á Brjánslæk og í Stykkishólmi. Vegagerðin hefur boðið til formlegrar móttökuathafnar í Stykkishólmi milli klukkan 15 og 17 á morgun, föstudag. Þá gefst íbúum og öðrum áhugasömum tækifæri til að þiggja kaffi og kökur um borð í Baldri og skoða farþegarými skipsins. Úr farþegsal nýja Baldurs.Ívar Fannar Arnarsson Stefnt er að því að fyrsta áætlunarsigling skipsins yfir Breiðafjörð verði á sunnudag, 19. nóvember, að sögn Jóhönnu Óskar Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra Sæferða, sem munu annast rekstur ferjunnar. Íbúar norðan Breiðafjarðar fá tækifæri til að skoða ferjuna á Brjánslæk á sunnudag milli klukkan 17 og 18. Jóhanna segir að fram til áramóta verði haldið sömu áætlun og gamla ferjan sigldi á. Sú áætlun verði endurskoðuð eftir áramót þegar reynsla verður komin á nýju ferjuna. Hún er hraðskreiðari en sú fyrri og eru því vonir bundnar við að hægt verði að stytta siglingartímann yfir Breiðafjörð, jafnvel niður undir tvær klukkustundir. Fjallað var um nýja Baldur í frétt Stöðvar 2 í síðustu viku, sem sjá má hér:
Ferjan Baldur Skipaflutningar Stykkishólmur Vesturbyggð Reykhólahreppur Samgöngur Tengdar fréttir Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri, sem áformað er að hefji áætlunarsiglingar milli Stykkishólms og Brjánslækjar í næstu viku. Ferjan fór í reynslusiglingu síðdegis eftir endurbætur í Hafnarfirði. 9. nóvember 2023 21:48 Samið við Sæferðir um rekstur nýs Baldurs Vegagerðin hefur samið við Sæferðir um rekstur Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Áformað er að nýr Baldur, sem nú er í slipp í Hafnarfirði, hefji áætlunarsiglingar um Breiðafjörð upp úr miðjum nóvember. 30. október 2023 14:35 Röst leysir Baldur af hólmi Vegagerðin hefur samið við Torghatten Nord um kaup á ferjunni Röst. Skipið tekur að óbreyttu við ferjusiglingum á Breiðafirði í haust og leysir þar með ferjuna Baldur af hólmi. Til stóð upphaflega að leggja af ferjusiglingar um Breiðafjörð í vor. 7. júlí 2023 10:15 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Sjá meira
Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri, sem áformað er að hefji áætlunarsiglingar milli Stykkishólms og Brjánslækjar í næstu viku. Ferjan fór í reynslusiglingu síðdegis eftir endurbætur í Hafnarfirði. 9. nóvember 2023 21:48
Samið við Sæferðir um rekstur nýs Baldurs Vegagerðin hefur samið við Sæferðir um rekstur Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Áformað er að nýr Baldur, sem nú er í slipp í Hafnarfirði, hefji áætlunarsiglingar um Breiðafjörð upp úr miðjum nóvember. 30. október 2023 14:35
Röst leysir Baldur af hólmi Vegagerðin hefur samið við Torghatten Nord um kaup á ferjunni Röst. Skipið tekur að óbreyttu við ferjusiglingum á Breiðafirði í haust og leysir þar með ferjuna Baldur af hólmi. Til stóð upphaflega að leggja af ferjusiglingar um Breiðafjörð í vor. 7. júlí 2023 10:15
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent