Grindavíkurþema á Úrvalsdeildinni í pílu Smári Jökull Jónsson skrifar 15. nóvember 2023 23:02 Salurinn á Bullsey var skreyttur með gulu og bláu til stuðnings Grindvíkingum. Aðsend Tvöföld umferð var leikin í Úrvalsdeild Stöð 2 Sport í pílukasti í gærkvöldi en þá mættu keppendur í riðlum D og H til leiks. Bullseye blés til veislu og var búið skreyta salinn með bláum og gulum blöðrum til stuðnings Grindvíkingum en fyrri riðill kvöldsins, H-riðill, var einmitt eingöngu skipaður Grindvíkingum. Fjölskyldur og aðstandendur keppenda mættu til að styðja sitt fólk og var mikil samkennd og hugur í salnum. Það var Páll Árni Pétursson sem stóð uppi sem sigurvegari fyrri hluta kvöldsins en Páll sigraði alla sína leiki, henti í tvö 180 og skaut út 106, 91 og 76. Alexander Veigar Þorvaldsson var í öðru sæti með tvo vinninga og þar á eftir komu Björn Steinar Brynjólfsson og Árdís Guðjónsdóttir. Í D-riðli varð að kalla inn varamann en Guðjón Hauksson, Grindvíkingur og margfaldur Íslandsmeistari í Pílukasti, dró sig úr keppni. Í hans stað kom Viðar Þór Valdimarsson frá Pílufélagi Þórs. Hann att kappi við Harald Birgisson í fyrsta leik kvöldsins og komst í 2-0 en þá sneri Haraldur leiknum sér í vil og sigraði á endanum 2-3. Halli Birgis og Guðmundur voru komnir í Grindavíkurtreyjurnar í lok kvölds.Aðsend Haraldur eða Halli B einsog hann er oftast kallaður hélt sigurgöngu sini ótrauður áfram og tryggði sér einnig sæti í 8-manna úrslitum eftir að hafa borið sigur úr býtum gegn Kamil Mocek í öðrum leiknum og Guðmundi Friðbjörnssyni í lokaleik kvöldsins. Það var sérstaklega skemmtileg sjón að sjá Harald og Guðmund íklædda treyjum Grindavíkur í lokaleiknum. 8-manna úrslit fara fram eftir viku, þann 24.nóvember, en auk Páls Árna og Haralds munu Hörður Þór Guðjósson, Arngrímur Anton Ólfasson, Þorgeir Guðmundsson, Hallgrímur Egilsson, Guðmundur Valur Sigurðsson og Pétur Rúðrik Guðmundsson keppast um að komast í undanúrslit- og úrslitaumferðina sem haldin verður 1. desember. Að ofan má sjá viðtal Vals Páls Eiríkssonar úr Sportpakka gærkvöldsins þar sem hann ræðir við Björn Steinar Brynjólfsson áður en keppni hófst. Pílukast Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Sjá meira
Bullseye blés til veislu og var búið skreyta salinn með bláum og gulum blöðrum til stuðnings Grindvíkingum en fyrri riðill kvöldsins, H-riðill, var einmitt eingöngu skipaður Grindvíkingum. Fjölskyldur og aðstandendur keppenda mættu til að styðja sitt fólk og var mikil samkennd og hugur í salnum. Það var Páll Árni Pétursson sem stóð uppi sem sigurvegari fyrri hluta kvöldsins en Páll sigraði alla sína leiki, henti í tvö 180 og skaut út 106, 91 og 76. Alexander Veigar Þorvaldsson var í öðru sæti með tvo vinninga og þar á eftir komu Björn Steinar Brynjólfsson og Árdís Guðjónsdóttir. Í D-riðli varð að kalla inn varamann en Guðjón Hauksson, Grindvíkingur og margfaldur Íslandsmeistari í Pílukasti, dró sig úr keppni. Í hans stað kom Viðar Þór Valdimarsson frá Pílufélagi Þórs. Hann att kappi við Harald Birgisson í fyrsta leik kvöldsins og komst í 2-0 en þá sneri Haraldur leiknum sér í vil og sigraði á endanum 2-3. Halli Birgis og Guðmundur voru komnir í Grindavíkurtreyjurnar í lok kvölds.Aðsend Haraldur eða Halli B einsog hann er oftast kallaður hélt sigurgöngu sini ótrauður áfram og tryggði sér einnig sæti í 8-manna úrslitum eftir að hafa borið sigur úr býtum gegn Kamil Mocek í öðrum leiknum og Guðmundi Friðbjörnssyni í lokaleik kvöldsins. Það var sérstaklega skemmtileg sjón að sjá Harald og Guðmund íklædda treyjum Grindavíkur í lokaleiknum. 8-manna úrslit fara fram eftir viku, þann 24.nóvember, en auk Páls Árna og Haralds munu Hörður Þór Guðjósson, Arngrímur Anton Ólfasson, Þorgeir Guðmundsson, Hallgrímur Egilsson, Guðmundur Valur Sigurðsson og Pétur Rúðrik Guðmundsson keppast um að komast í undanúrslit- og úrslitaumferðina sem haldin verður 1. desember. Að ofan má sjá viðtal Vals Páls Eiríkssonar úr Sportpakka gærkvöldsins þar sem hann ræðir við Björn Steinar Brynjólfsson áður en keppni hófst.
Pílukast Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Sjá meira