„Hvíldu í friði litli bróðir, þú lést mér alltaf líða betur“ Kolbeinn Tumi Daðason og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 15. nóvember 2023 16:50 Vinirnir Perry og Aniston á verðlaunahátíð í Kaliforníu árið 2003. Getty/Jon Kopaloff Leikkonan Jennifer Aniston segist aldrei hafa upplifað annað eins flóð tilfinninga og að þurfa að kveðja vin sinn og samleikara Matthew Perry. Courtney Cox segir frá augnabliki með Perry í þáttunum sem höfðu meiriháttar áhrif á framvinduna. David Schwimmer deilir uppáhaldsmynd af þeim félögum. Aniston og Cox minnast Perry á Instagram en þau léku saman í tíu þáttaröðum af sjónvarpsþáttunum vinsælu Friends. „Við þurfum öll að díla við sorg á einhverjum tímapunkti ævi okkar. Vegna ástar eða fráfalls. Þegar maður leyfir sér að hvíla í sorginni gefur maður færi á augnablikum af hamingju og þakklæti að hafa elskað einhvern svo djúpt,“ segir Aniston. „Og við elskuðum hann svo djúpt.“ Aniston lék Rachel Green. Perry lék hin meinfyndna Chandler Bing. Aniston segir segir Perry hafa verið hluti af DNA sexmenninganna. Fjölskyldan sem vinirnir sex voru breytti lífi þeirra allra og stefnu þeirra. „Matty vissi að hann elskaði að fá fólk til að hlæja. Eins og hann sagði sjálfur, ef hann heyrði engan hlátu þá hélt hann að hann myndi farast. Hann var bókstaflega háður hlátrinum. Og maður minn hvað honum tókst vel til hvað það varðar.“ Hann hafi fengið alla til að hlæja, skellihlæja. „Undanfarnar tvær vikur hef ég verið að fara í gegnum textaskilaboðin okkar. Hlæjandi, grátandi og aftur hlæjandi. Ég mun varðveita þau allt til enda. Ég fann ein skilaboð sem hann sendi mér upp úr þurru dag einn. Skilaboðin segja allt,“ segir Aniston. Hún birtir skilaboð frá Perry þar sem hann deilir gamalli mynd af þeim tveimur við tökur á Friends, brosandi. „Að fá þig til til að skella upp úr var ljósið í deginum mínum. Ljósið í deginum mínum,“ segir Perry. Aniston svarar og rifjar upp að þetta hafi verið fyrsta skiptið af þúsund og vísar til þess að myndin sé frá upphafi Friends. Hún kveður góðan vin. „Hvíldu í friði litli bróðir, þú lést mér alltaf líða betur.“ Cox þakklát fyrir hvert augnablik Courtney Cox, sem lék Monicu Geller unnustu Chandler í Friends, minntist hans í gærkvöldi. Hún sagðist þakklát fyrir hvert einasta augnablik. Hún sakni hans alla daga. „Þegar þú vinnur svo náið með einhverjum eins og ég gerði með Matthew eru þúsundir augnablika sem ég vildi að ég gæti deilt með fólki. En hér eru nokkur sem eru í uppáhaldi hjá mér,“ segir Cox. Þá ljóstrar hún því upp að í þættinum þar sem vinirnir voru í London, og Monica og Chandler sváfu saman, hafi allt breyst vegna viðbragða áhorfenda. Þegar þau voru saman í rúminu hafi fagnaðarlætin verið slík að ákveðið var að þau myndu hefja ástarsamband en upphaflega planið hjá handritshöfundum hafi verið einnar nætur gaman. View this post on Instagram A post shared by Courteney Cox (@courteneycoxofficial) Hjarta þitt var svo stórt David Schwimmer, sem lék Ross Geller í þáttunum, minnist Perrys og þakkar fyrir tíu ár af hlátri og sköpun. Hann muni aldrei gleyma stórkostlegum tímasetningum Perry þegar kom að því að segja brandara. Hann hafi getað tekið texta og gert hann algjörlega að sínum. Útkoman hafi orðið frumleg og óvænt, svo fyndið að það sé ótrúlegt. Ross Geller og Chandler Bing voru æskuvinir í þáttunum. „Og hjarta þitt var svo stórt. Þú varst svo gjafmildur við okkur að við gátum gert fjölskyldu úr sex manns sem þekktust ekkert.“ Schwimmer deilir mynd í uppáhaldi af þeim félögum. Hún fái hann til að brosa á sama tíma og hann syrgi. „Ég sé þig fyrir mér þarna uppi, einhvers staðar, í þessum hvítu jakkafötum, hendur í vösum, horfandi í kringum þig,“ segir Schwimmer. View this post on Instagram A post shared by David Schwimmer (@_schwim_) Þakkar fyrir bestu tíu árin Lisa Kudrow, sem lék Phoebe Buffay, minnist vinsældanna sem þættirnir hlutu strax frá fyrsta þætti í Instagram færslu. „Takk fyrir að fá mig til að hlæja svo mikið að því sem þú sagðir að mig verkjaði í vöðvana og tárin streymdu niður kinnarnar á mér á hverjum degi,“ segir Kudrow. „Takk fyrir að opna hjartað þitt í sex manna sambandi sem krafðist málamiðlana, og mikilla samskipta.“ Hún þakkar honum fyrir að mæta í vinnuna þegar honum leið illa. „Þakka þér fyrir bestu tíu árin sem maður getur mögulega átt!“ Þá þakkar hún honum traustið og ástina sem hún lærði af því að þekkja hann. „Takk fyrir þann tíma sem ég fékk með þér, Matthew,“ segir hún að lokum. View this post on Instagram A post shared by Lisa Kudrow (@lisakudrow) Friends Hollywood Andlát Matthew Perry Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Vinunum um fráfall Perry Leikararnir úr þáttunum Friends segjast niðurbrotin eftir fráfall Matthew Perry. Jennifer Aniston, Courtney Cox, Lisa Kudrow, Matt LeBlanc og David Schwimmer sendu frá sér yfirlýsingu í kvöld. 30. október 2023 22:44 Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Opið samband fer úrskeiðis Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Sjá meira
Aniston og Cox minnast Perry á Instagram en þau léku saman í tíu þáttaröðum af sjónvarpsþáttunum vinsælu Friends. „Við þurfum öll að díla við sorg á einhverjum tímapunkti ævi okkar. Vegna ástar eða fráfalls. Þegar maður leyfir sér að hvíla í sorginni gefur maður færi á augnablikum af hamingju og þakklæti að hafa elskað einhvern svo djúpt,“ segir Aniston. „Og við elskuðum hann svo djúpt.“ Aniston lék Rachel Green. Perry lék hin meinfyndna Chandler Bing. Aniston segir segir Perry hafa verið hluti af DNA sexmenninganna. Fjölskyldan sem vinirnir sex voru breytti lífi þeirra allra og stefnu þeirra. „Matty vissi að hann elskaði að fá fólk til að hlæja. Eins og hann sagði sjálfur, ef hann heyrði engan hlátu þá hélt hann að hann myndi farast. Hann var bókstaflega háður hlátrinum. Og maður minn hvað honum tókst vel til hvað það varðar.“ Hann hafi fengið alla til að hlæja, skellihlæja. „Undanfarnar tvær vikur hef ég verið að fara í gegnum textaskilaboðin okkar. Hlæjandi, grátandi og aftur hlæjandi. Ég mun varðveita þau allt til enda. Ég fann ein skilaboð sem hann sendi mér upp úr þurru dag einn. Skilaboðin segja allt,“ segir Aniston. Hún birtir skilaboð frá Perry þar sem hann deilir gamalli mynd af þeim tveimur við tökur á Friends, brosandi. „Að fá þig til til að skella upp úr var ljósið í deginum mínum. Ljósið í deginum mínum,“ segir Perry. Aniston svarar og rifjar upp að þetta hafi verið fyrsta skiptið af þúsund og vísar til þess að myndin sé frá upphafi Friends. Hún kveður góðan vin. „Hvíldu í friði litli bróðir, þú lést mér alltaf líða betur.“ Cox þakklát fyrir hvert augnablik Courtney Cox, sem lék Monicu Geller unnustu Chandler í Friends, minntist hans í gærkvöldi. Hún sagðist þakklát fyrir hvert einasta augnablik. Hún sakni hans alla daga. „Þegar þú vinnur svo náið með einhverjum eins og ég gerði með Matthew eru þúsundir augnablika sem ég vildi að ég gæti deilt með fólki. En hér eru nokkur sem eru í uppáhaldi hjá mér,“ segir Cox. Þá ljóstrar hún því upp að í þættinum þar sem vinirnir voru í London, og Monica og Chandler sváfu saman, hafi allt breyst vegna viðbragða áhorfenda. Þegar þau voru saman í rúminu hafi fagnaðarlætin verið slík að ákveðið var að þau myndu hefja ástarsamband en upphaflega planið hjá handritshöfundum hafi verið einnar nætur gaman. View this post on Instagram A post shared by Courteney Cox (@courteneycoxofficial) Hjarta þitt var svo stórt David Schwimmer, sem lék Ross Geller í þáttunum, minnist Perrys og þakkar fyrir tíu ár af hlátri og sköpun. Hann muni aldrei gleyma stórkostlegum tímasetningum Perry þegar kom að því að segja brandara. Hann hafi getað tekið texta og gert hann algjörlega að sínum. Útkoman hafi orðið frumleg og óvænt, svo fyndið að það sé ótrúlegt. Ross Geller og Chandler Bing voru æskuvinir í þáttunum. „Og hjarta þitt var svo stórt. Þú varst svo gjafmildur við okkur að við gátum gert fjölskyldu úr sex manns sem þekktust ekkert.“ Schwimmer deilir mynd í uppáhaldi af þeim félögum. Hún fái hann til að brosa á sama tíma og hann syrgi. „Ég sé þig fyrir mér þarna uppi, einhvers staðar, í þessum hvítu jakkafötum, hendur í vösum, horfandi í kringum þig,“ segir Schwimmer. View this post on Instagram A post shared by David Schwimmer (@_schwim_) Þakkar fyrir bestu tíu árin Lisa Kudrow, sem lék Phoebe Buffay, minnist vinsældanna sem þættirnir hlutu strax frá fyrsta þætti í Instagram færslu. „Takk fyrir að fá mig til að hlæja svo mikið að því sem þú sagðir að mig verkjaði í vöðvana og tárin streymdu niður kinnarnar á mér á hverjum degi,“ segir Kudrow. „Takk fyrir að opna hjartað þitt í sex manna sambandi sem krafðist málamiðlana, og mikilla samskipta.“ Hún þakkar honum fyrir að mæta í vinnuna þegar honum leið illa. „Þakka þér fyrir bestu tíu árin sem maður getur mögulega átt!“ Þá þakkar hún honum traustið og ástina sem hún lærði af því að þekkja hann. „Takk fyrir þann tíma sem ég fékk með þér, Matthew,“ segir hún að lokum. View this post on Instagram A post shared by Lisa Kudrow (@lisakudrow)
Friends Hollywood Andlát Matthew Perry Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Vinunum um fráfall Perry Leikararnir úr þáttunum Friends segjast niðurbrotin eftir fráfall Matthew Perry. Jennifer Aniston, Courtney Cox, Lisa Kudrow, Matt LeBlanc og David Schwimmer sendu frá sér yfirlýsingu í kvöld. 30. október 2023 22:44 Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Opið samband fer úrskeiðis Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Sjá meira
Yfirlýsing frá Vinunum um fráfall Perry Leikararnir úr þáttunum Friends segjast niðurbrotin eftir fráfall Matthew Perry. Jennifer Aniston, Courtney Cox, Lisa Kudrow, Matt LeBlanc og David Schwimmer sendu frá sér yfirlýsingu í kvöld. 30. október 2023 22:44