Blöskrar skipulagsleysi: „Þetta mun aldrei verða samt aftur“ Oddur Ævar Gunnarsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 15. nóvember 2023 11:36 Jón Pálmar og Helga voru í bílaröðinni við Grindavík í annað sinn í dag. Vísir Jón Pálmar Ragnarsson og Helga Rut Hallgrímsdóttir, íbúar í Grindavík, hafa reynt fjórum sinnum að ná í nauðsynjar á heimili sitt í bænum án árangurs. Þau gefa skipulagi viðbragðsaðila falleinkunn. „Þetta er líklega í fjórða skiptið sem við reynum að komast hingað inn. Það er aldrei hægt. Skipulagið hérna virðist vera bara ekkert, aðgerðarstjórn lögreglunnar á Suðurnesjum í molum, mér sýnist það,“ segir Jón Pálmar í samtali við fréttastofu. Þau hjónin voru tekin tali í bílaröðinni fyrir utan bæinn í morgun. Gæti sagt svo margt „Fyrirtæki fá að fara hérna inn hægri vinstri. Jón og Margeir fá að fara hérna inn á fimmtán vörubílum klukkan níu á Suðurstrandarveg, við vorum þar, fram fyrir alla í röðinni. Þorbjörn og fleiri fiskfyrirtæki fá að ferja fisk eins og enginn sé morgundagurinn en íbúum er ekki hleypt inn. Ég gæti sagt svo margt hérna, ég veit ekki hvort að það borgar sig, en mér er misboðið þetta fyrirkomulag.“ Þau Helga hafa fjórum sinnum fengið neitun við lokunarpósta inn í bæinn og tvisvar í dag. Segja þau það vera vegna þess að þau búi á hættusvæði. Þið hafið bara beðið? „Við höfum bara beðið, fylgt fyrirmælum og sagt hvar við búum. Það er líka eitt klúður þegar þeir hleyptu öllum þarna inn í fyrradag. Það var ekkert tekið niður hvar býrðu, hver ertu. Þú hefðir getað farið inn, verandi hvaða innbrotsþjófur sem er og tekið hvað sem er. Það hef ég virkilega mikið við að athuga. Svona fyrirkomulag bara gengur ekkert upp. Allavega fá Úlfar Lúðvíksson og Hjálmar Hallgrímsson engar einkunnir hér í dag frá mér. Þeir geta farið að gera eitthvað annað.“ Engar smákökur eða hrærivélar Þar vísar Jón Pálmar til þeirra Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjórans á Suðurnesjum og Hjálmars Hallgrímssonar, yfirlögregluþjóns. Þau hjónin hafa haldið til í Kópavogi undanfarna daga. Þau segjast ekki vera að reyna að ná í neinar smákökur og hrærivél í húsið sitt, heldur sínar helstu eigur, til að mynda vinnubíl. „Bara að koma þessu burt. Þá erum við sátt í bili,“ segir Jón. „Við erum bara að reyna að ná þessu út. Það fer mikill tími og peningur í að reyna þetta. Við erum allavega ekki að vinna neitt á meðan eða að sinna börnunum okkar.“ Hvernig blasir framtíðin við? „Ég veit það ekki. Það verður bara að ráðast. Tímabundin búseta annars staðar. En ég er farinn að líta þannig á að það sé best fyrir bæjarbúa að vera borgaðir út. Eða, hvort sem það er borgað út, eða að hraun bara flæði yfir Grindavík og það verði allir borgaðir út, út af því eða öðru. Það er margt þarna ónýtt. Þetta mun aldrei verða samt aftur þarna, nei.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
„Þetta er líklega í fjórða skiptið sem við reynum að komast hingað inn. Það er aldrei hægt. Skipulagið hérna virðist vera bara ekkert, aðgerðarstjórn lögreglunnar á Suðurnesjum í molum, mér sýnist það,“ segir Jón Pálmar í samtali við fréttastofu. Þau hjónin voru tekin tali í bílaröðinni fyrir utan bæinn í morgun. Gæti sagt svo margt „Fyrirtæki fá að fara hérna inn hægri vinstri. Jón og Margeir fá að fara hérna inn á fimmtán vörubílum klukkan níu á Suðurstrandarveg, við vorum þar, fram fyrir alla í röðinni. Þorbjörn og fleiri fiskfyrirtæki fá að ferja fisk eins og enginn sé morgundagurinn en íbúum er ekki hleypt inn. Ég gæti sagt svo margt hérna, ég veit ekki hvort að það borgar sig, en mér er misboðið þetta fyrirkomulag.“ Þau Helga hafa fjórum sinnum fengið neitun við lokunarpósta inn í bæinn og tvisvar í dag. Segja þau það vera vegna þess að þau búi á hættusvæði. Þið hafið bara beðið? „Við höfum bara beðið, fylgt fyrirmælum og sagt hvar við búum. Það er líka eitt klúður þegar þeir hleyptu öllum þarna inn í fyrradag. Það var ekkert tekið niður hvar býrðu, hver ertu. Þú hefðir getað farið inn, verandi hvaða innbrotsþjófur sem er og tekið hvað sem er. Það hef ég virkilega mikið við að athuga. Svona fyrirkomulag bara gengur ekkert upp. Allavega fá Úlfar Lúðvíksson og Hjálmar Hallgrímsson engar einkunnir hér í dag frá mér. Þeir geta farið að gera eitthvað annað.“ Engar smákökur eða hrærivélar Þar vísar Jón Pálmar til þeirra Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjórans á Suðurnesjum og Hjálmars Hallgrímssonar, yfirlögregluþjóns. Þau hjónin hafa haldið til í Kópavogi undanfarna daga. Þau segjast ekki vera að reyna að ná í neinar smákökur og hrærivél í húsið sitt, heldur sínar helstu eigur, til að mynda vinnubíl. „Bara að koma þessu burt. Þá erum við sátt í bili,“ segir Jón. „Við erum bara að reyna að ná þessu út. Það fer mikill tími og peningur í að reyna þetta. Við erum allavega ekki að vinna neitt á meðan eða að sinna börnunum okkar.“ Hvernig blasir framtíðin við? „Ég veit það ekki. Það verður bara að ráðast. Tímabundin búseta annars staðar. En ég er farinn að líta þannig á að það sé best fyrir bæjarbúa að vera borgaðir út. Eða, hvort sem það er borgað út, eða að hraun bara flæði yfir Grindavík og það verði allir borgaðir út, út af því eða öðru. Það er margt þarna ónýtt. Þetta mun aldrei verða samt aftur þarna, nei.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira