Innlent

Beint streymi: Matvælaþing í Hörpu

Jón Þór Stefánsson skrifar
Þingið er haldið í Hörpu.
Þingið er haldið í Hörpu. Vísir/Vilhelm

Matvælaþing er haldið í annað sinn í Hörpu í dag. Hringrásarhagkerfið verður meginviðfangsefni þingsins í ár, en í tilkynningu um viðburðinn segir að það sé í samhengi við nýsamþykkta matvælastefnu til ársins 2040 sem var mótuð á síðasta þingi.

Hægt verður að fylgjast með streyminu í spilaranum hér fyrir neðan. Þingið hefst klukkan 9:15 og líkur um hálf fjögurleytið í dag.

Á þinginu verða gestafyrirlesarar og pallborðsumræður frá fulltrúum í starfsgreinum sem tengjast framleiðslu, vinnslu og dreifingu matvæla á Íslandi.

Gestafyrirlesararnir Ladeja Godina Košir frá Circular Change samtökunum í Slóveníu og Anne Pøhl Enevoldsen frá dönsku matvælastofnuninni munu flytja erindi um innleiðingu hringrásarhagkerfis í matvælaframleiðslu á alþjóðlega vísu.

Einnig verða haldnir örfyrirlestrar og pallborð um afmörkuð efni, líkt og nýtingu hráefnis, kolefnisspor og sóun í matvælakeðjunni á Íslandi, framleiðslu sem styður við hringrásarhagkerfið og framtíð matvælaframleiðslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×