Ryder býður stuðningsmönnum KR í bjór á Rauða ljóninu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. nóvember 2023 23:00 Gregg Ryder var ráðinn þjálfari KR í síðasta mánuði. stöð 2 sport Gregg Ryder, nýráðinn þjálfari KR, ætlar greinilega að vinna stuðningsmenn félagsins strax á sitt band. Ryder hefur nefnilega boðið stuðningsmönnum KR upp á bjór eða tvo á Rauða ljóninu 16. desember næstkomandi. Hann skrifaði færslu þess efnis á stuðningsmannasíðu KR á Facebook, Já, ég styð KR! í dag. Ryder byrjar á því að þakka fyrir góðar móttökur á Meistaravöllum og segist vera svo stoltur að vera þjálfari KR. „Áður en ég varð fótboltaþjálfari var ég, og er enn, fótboltaaðdáandi. Ég veit að fótboltafélag er ekkert án stuðningsmannanna. Við þurfum að vera með lið sem þið getið samsamað ykkur við, leikmenn og starfslið sem ykkur finnst þið tengjast. Við erum að leggja af stað í vegferð og við þurfum öll ykkar með. Saman verðum við óstöðvandi,“ skrifaði Ryder sem býður stuðningsmönnunum svo á Rauða ljónið á aðventunni. Og hann segist hlakka til. Ryder var kynntur sem nýr þjálfari KR 28. október. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Ryder tekur við KR af Rúnari Kristinssyni sem var ráðinn þjálfari Fram á dögunum. Hinn 35 ára gamli Ryder hefur starfað hjá ÍBV, Þrótti Reykjavík og Þór Akureyri hér á landi. Undanfarin ár hefur hann starfað fyrir HB Köge í Danmörku, þar hefur hann gegnt hlutverki U-19 ára þjálfara sem og aðstoðarþjálfari aðalliðs félagsins sem spilar í dönsku B-deildinni. Besta deild karla KR Tengdar fréttir „Auðvitað er pressa, eftirvænting og spenna yfir því hver tekur við þessu starfi“ Gregg Ryder var í fyrradag ráðinn þjálfari karlaliðs KR í knattspyrnu. Hann skrifaði undir þriggja ára samning og er Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar, ánægður með þá lendingu sem málið fékk. Hann segir KR aldrei hafa verið undir pressu að ráða inn nýjan þjálfara eftir að ákveðið var að framlengja ekki við Rúnar Kristnsson. 30. október 2023 07:00 Vill gera stuðningsfólk KR stolt af liðinu: „Í mínum augum er þetta stærsti klúbburinn á Íslandi“ „Þetta er risastórt tækifæri fyrir mig. Ég er himinlifandi, þetta er heiður og þetta eru forréttindi. Í mínum augum er þetta stærsti klúbburinn á Íslandi,“ sagði Gregg Ryder, nýráðinn þjálfari KR í Bestu deild karla í knattspyrnu. 28. október 2023 19:00 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira
Ryder hefur nefnilega boðið stuðningsmönnum KR upp á bjór eða tvo á Rauða ljóninu 16. desember næstkomandi. Hann skrifaði færslu þess efnis á stuðningsmannasíðu KR á Facebook, Já, ég styð KR! í dag. Ryder byrjar á því að þakka fyrir góðar móttökur á Meistaravöllum og segist vera svo stoltur að vera þjálfari KR. „Áður en ég varð fótboltaþjálfari var ég, og er enn, fótboltaaðdáandi. Ég veit að fótboltafélag er ekkert án stuðningsmannanna. Við þurfum að vera með lið sem þið getið samsamað ykkur við, leikmenn og starfslið sem ykkur finnst þið tengjast. Við erum að leggja af stað í vegferð og við þurfum öll ykkar með. Saman verðum við óstöðvandi,“ skrifaði Ryder sem býður stuðningsmönnunum svo á Rauða ljónið á aðventunni. Og hann segist hlakka til. Ryder var kynntur sem nýr þjálfari KR 28. október. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Ryder tekur við KR af Rúnari Kristinssyni sem var ráðinn þjálfari Fram á dögunum. Hinn 35 ára gamli Ryder hefur starfað hjá ÍBV, Þrótti Reykjavík og Þór Akureyri hér á landi. Undanfarin ár hefur hann starfað fyrir HB Köge í Danmörku, þar hefur hann gegnt hlutverki U-19 ára þjálfara sem og aðstoðarþjálfari aðalliðs félagsins sem spilar í dönsku B-deildinni.
Besta deild karla KR Tengdar fréttir „Auðvitað er pressa, eftirvænting og spenna yfir því hver tekur við þessu starfi“ Gregg Ryder var í fyrradag ráðinn þjálfari karlaliðs KR í knattspyrnu. Hann skrifaði undir þriggja ára samning og er Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar, ánægður með þá lendingu sem málið fékk. Hann segir KR aldrei hafa verið undir pressu að ráða inn nýjan þjálfara eftir að ákveðið var að framlengja ekki við Rúnar Kristnsson. 30. október 2023 07:00 Vill gera stuðningsfólk KR stolt af liðinu: „Í mínum augum er þetta stærsti klúbburinn á Íslandi“ „Þetta er risastórt tækifæri fyrir mig. Ég er himinlifandi, þetta er heiður og þetta eru forréttindi. Í mínum augum er þetta stærsti klúbburinn á Íslandi,“ sagði Gregg Ryder, nýráðinn þjálfari KR í Bestu deild karla í knattspyrnu. 28. október 2023 19:00 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira
„Auðvitað er pressa, eftirvænting og spenna yfir því hver tekur við þessu starfi“ Gregg Ryder var í fyrradag ráðinn þjálfari karlaliðs KR í knattspyrnu. Hann skrifaði undir þriggja ára samning og er Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar, ánægður með þá lendingu sem málið fékk. Hann segir KR aldrei hafa verið undir pressu að ráða inn nýjan þjálfara eftir að ákveðið var að framlengja ekki við Rúnar Kristnsson. 30. október 2023 07:00
Vill gera stuðningsfólk KR stolt af liðinu: „Í mínum augum er þetta stærsti klúbburinn á Íslandi“ „Þetta er risastórt tækifæri fyrir mig. Ég er himinlifandi, þetta er heiður og þetta eru forréttindi. Í mínum augum er þetta stærsti klúbburinn á Íslandi,“ sagði Gregg Ryder, nýráðinn þjálfari KR í Bestu deild karla í knattspyrnu. 28. október 2023 19:00