Einn af morðingjum Politkovskayu náðaður eftir herþjónustu í Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. nóvember 2023 12:06 Sergei Khadzhikurbanov var dæmdur í 20 ára fangelsi árið 2014 fyrir aðkomu sína að málinu. epa/Maxim Shipenkov Einn af mönnunum sem var dæmdur í fangelsi fyrir morðið á rússnesku blaðakonunni Önnu Politkovskayu árið 2006 hefur verið náðaður eftir að hafa barist í Úkraínu. Sergei Khadzhikurbanov, fyrrverandi lögreglumaður í Moskvu, var dæmdur í 20 ára fangelsi árið 2014. Nú segir lögmaður hans, Alexei Mikhalchik, hann hins vegar hafa verið náðaðan af forseta Rússlands fyrir að hafa lokið sex mánaða samningi um að berjast í Úkraínu. Anna Politkovskaya var myrt árið 2006.epa Politkovskaya var rannsóknarblaðamaður og mjög gagnrýnin á framgöngu Rússa í Tjétjéníu. Hún öðlaðist alþjóðlega frægð fyrir rannsóknir sínar en skapaði sér óvinsældir heima fyrir með óvægri umfjöllun um Vladimír Pútín, sem þá hafði verið endurkjörinn forseti í fyrsta sinn, og leiðtoga Tjétjéníu. Blaðakonan var skotin til bana í lyftu í fjölbýlishúsinu þar sem hún bjó. Khadzhikurbanov var fundinn sekur um að hafa aðstoðað við morðið. Alls voru fimm dæmdir og hlaut Rustam Makhmudov lífstíðarfangelsi fyrir að gaka í gikkinn. Frændi hans, Lom-Ali Gaitukayev, var einnig dæmdur í lífstíðarfangelsi. Enn er á huldu hver fyrirskipaði morðið. Að sögn Mikhalchik var skjólstæðingi hans boðið að skrifa undir samning um þátttöku í „hinni sérstöku hernaðaraðgerð“, eins og Rússar hafa kallað innrásina í Úkraínu. Eftir að hafa uppfyllt skilmála samningsins hafi hann síðan verið náðaður. Upphaflega var það Wagner-hópur Yevgeny Prigozhin sem hóf að fá fanga í Rússlandi til að taka þátt í innrásinni en eftir að hópurinn leystist upp í kjölfar dauða Prigozhin hefur rússneski herinn tekið upp á hinu sama. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Tileinkar friðarverðlaunin sex blaðamönnum hans sem voru myrtir Dmitry Muratov, blaðamaður og ritstjóri rússneska miðilsins Novaya Gazeta tileinkaði friðarverðlaun Nóbels sem hann hlaut í morgun þeim sex blaðamönnum sem hafa verið myrtir á meðan þau störfuðu fyrir hann í Rússlandi. 8. október 2021 16:58 Rússneskur blaðamaður deyr eftir dularfullt fall Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Maxim Borodin fannst alvarlega slasaður eftir fall úr íbúð sinni á fimmtu hæð fjölbýlishúss í Yekaterinburg í Rússlandi. Hann lést síðar á sjúkrahúsi. 16. apríl 2018 17:18 Blaðamenn í Rússlandi munu bera vopn „Ef ríkið vill ekki verja okkur, munum við gera það sjálf,“ segir ritstjóri Novaya Gazeta. 26. október 2017 17:03 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Sjá meira
Sergei Khadzhikurbanov, fyrrverandi lögreglumaður í Moskvu, var dæmdur í 20 ára fangelsi árið 2014. Nú segir lögmaður hans, Alexei Mikhalchik, hann hins vegar hafa verið náðaðan af forseta Rússlands fyrir að hafa lokið sex mánaða samningi um að berjast í Úkraínu. Anna Politkovskaya var myrt árið 2006.epa Politkovskaya var rannsóknarblaðamaður og mjög gagnrýnin á framgöngu Rússa í Tjétjéníu. Hún öðlaðist alþjóðlega frægð fyrir rannsóknir sínar en skapaði sér óvinsældir heima fyrir með óvægri umfjöllun um Vladimír Pútín, sem þá hafði verið endurkjörinn forseti í fyrsta sinn, og leiðtoga Tjétjéníu. Blaðakonan var skotin til bana í lyftu í fjölbýlishúsinu þar sem hún bjó. Khadzhikurbanov var fundinn sekur um að hafa aðstoðað við morðið. Alls voru fimm dæmdir og hlaut Rustam Makhmudov lífstíðarfangelsi fyrir að gaka í gikkinn. Frændi hans, Lom-Ali Gaitukayev, var einnig dæmdur í lífstíðarfangelsi. Enn er á huldu hver fyrirskipaði morðið. Að sögn Mikhalchik var skjólstæðingi hans boðið að skrifa undir samning um þátttöku í „hinni sérstöku hernaðaraðgerð“, eins og Rússar hafa kallað innrásina í Úkraínu. Eftir að hafa uppfyllt skilmála samningsins hafi hann síðan verið náðaður. Upphaflega var það Wagner-hópur Yevgeny Prigozhin sem hóf að fá fanga í Rússlandi til að taka þátt í innrásinni en eftir að hópurinn leystist upp í kjölfar dauða Prigozhin hefur rússneski herinn tekið upp á hinu sama.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Tileinkar friðarverðlaunin sex blaðamönnum hans sem voru myrtir Dmitry Muratov, blaðamaður og ritstjóri rússneska miðilsins Novaya Gazeta tileinkaði friðarverðlaun Nóbels sem hann hlaut í morgun þeim sex blaðamönnum sem hafa verið myrtir á meðan þau störfuðu fyrir hann í Rússlandi. 8. október 2021 16:58 Rússneskur blaðamaður deyr eftir dularfullt fall Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Maxim Borodin fannst alvarlega slasaður eftir fall úr íbúð sinni á fimmtu hæð fjölbýlishúss í Yekaterinburg í Rússlandi. Hann lést síðar á sjúkrahúsi. 16. apríl 2018 17:18 Blaðamenn í Rússlandi munu bera vopn „Ef ríkið vill ekki verja okkur, munum við gera það sjálf,“ segir ritstjóri Novaya Gazeta. 26. október 2017 17:03 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Sjá meira
Tileinkar friðarverðlaunin sex blaðamönnum hans sem voru myrtir Dmitry Muratov, blaðamaður og ritstjóri rússneska miðilsins Novaya Gazeta tileinkaði friðarverðlaun Nóbels sem hann hlaut í morgun þeim sex blaðamönnum sem hafa verið myrtir á meðan þau störfuðu fyrir hann í Rússlandi. 8. október 2021 16:58
Rússneskur blaðamaður deyr eftir dularfullt fall Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Maxim Borodin fannst alvarlega slasaður eftir fall úr íbúð sinni á fimmtu hæð fjölbýlishúss í Yekaterinburg í Rússlandi. Hann lést síðar á sjúkrahúsi. 16. apríl 2018 17:18
Blaðamenn í Rússlandi munu bera vopn „Ef ríkið vill ekki verja okkur, munum við gera það sjálf,“ segir ritstjóri Novaya Gazeta. 26. október 2017 17:03