Einn af morðingjum Politkovskayu náðaður eftir herþjónustu í Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. nóvember 2023 12:06 Sergei Khadzhikurbanov var dæmdur í 20 ára fangelsi árið 2014 fyrir aðkomu sína að málinu. epa/Maxim Shipenkov Einn af mönnunum sem var dæmdur í fangelsi fyrir morðið á rússnesku blaðakonunni Önnu Politkovskayu árið 2006 hefur verið náðaður eftir að hafa barist í Úkraínu. Sergei Khadzhikurbanov, fyrrverandi lögreglumaður í Moskvu, var dæmdur í 20 ára fangelsi árið 2014. Nú segir lögmaður hans, Alexei Mikhalchik, hann hins vegar hafa verið náðaðan af forseta Rússlands fyrir að hafa lokið sex mánaða samningi um að berjast í Úkraínu. Anna Politkovskaya var myrt árið 2006.epa Politkovskaya var rannsóknarblaðamaður og mjög gagnrýnin á framgöngu Rússa í Tjétjéníu. Hún öðlaðist alþjóðlega frægð fyrir rannsóknir sínar en skapaði sér óvinsældir heima fyrir með óvægri umfjöllun um Vladimír Pútín, sem þá hafði verið endurkjörinn forseti í fyrsta sinn, og leiðtoga Tjétjéníu. Blaðakonan var skotin til bana í lyftu í fjölbýlishúsinu þar sem hún bjó. Khadzhikurbanov var fundinn sekur um að hafa aðstoðað við morðið. Alls voru fimm dæmdir og hlaut Rustam Makhmudov lífstíðarfangelsi fyrir að gaka í gikkinn. Frændi hans, Lom-Ali Gaitukayev, var einnig dæmdur í lífstíðarfangelsi. Enn er á huldu hver fyrirskipaði morðið. Að sögn Mikhalchik var skjólstæðingi hans boðið að skrifa undir samning um þátttöku í „hinni sérstöku hernaðaraðgerð“, eins og Rússar hafa kallað innrásina í Úkraínu. Eftir að hafa uppfyllt skilmála samningsins hafi hann síðan verið náðaður. Upphaflega var það Wagner-hópur Yevgeny Prigozhin sem hóf að fá fanga í Rússlandi til að taka þátt í innrásinni en eftir að hópurinn leystist upp í kjölfar dauða Prigozhin hefur rússneski herinn tekið upp á hinu sama. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Tileinkar friðarverðlaunin sex blaðamönnum hans sem voru myrtir Dmitry Muratov, blaðamaður og ritstjóri rússneska miðilsins Novaya Gazeta tileinkaði friðarverðlaun Nóbels sem hann hlaut í morgun þeim sex blaðamönnum sem hafa verið myrtir á meðan þau störfuðu fyrir hann í Rússlandi. 8. október 2021 16:58 Rússneskur blaðamaður deyr eftir dularfullt fall Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Maxim Borodin fannst alvarlega slasaður eftir fall úr íbúð sinni á fimmtu hæð fjölbýlishúss í Yekaterinburg í Rússlandi. Hann lést síðar á sjúkrahúsi. 16. apríl 2018 17:18 Blaðamenn í Rússlandi munu bera vopn „Ef ríkið vill ekki verja okkur, munum við gera það sjálf,“ segir ritstjóri Novaya Gazeta. 26. október 2017 17:03 Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira
Sergei Khadzhikurbanov, fyrrverandi lögreglumaður í Moskvu, var dæmdur í 20 ára fangelsi árið 2014. Nú segir lögmaður hans, Alexei Mikhalchik, hann hins vegar hafa verið náðaðan af forseta Rússlands fyrir að hafa lokið sex mánaða samningi um að berjast í Úkraínu. Anna Politkovskaya var myrt árið 2006.epa Politkovskaya var rannsóknarblaðamaður og mjög gagnrýnin á framgöngu Rússa í Tjétjéníu. Hún öðlaðist alþjóðlega frægð fyrir rannsóknir sínar en skapaði sér óvinsældir heima fyrir með óvægri umfjöllun um Vladimír Pútín, sem þá hafði verið endurkjörinn forseti í fyrsta sinn, og leiðtoga Tjétjéníu. Blaðakonan var skotin til bana í lyftu í fjölbýlishúsinu þar sem hún bjó. Khadzhikurbanov var fundinn sekur um að hafa aðstoðað við morðið. Alls voru fimm dæmdir og hlaut Rustam Makhmudov lífstíðarfangelsi fyrir að gaka í gikkinn. Frændi hans, Lom-Ali Gaitukayev, var einnig dæmdur í lífstíðarfangelsi. Enn er á huldu hver fyrirskipaði morðið. Að sögn Mikhalchik var skjólstæðingi hans boðið að skrifa undir samning um þátttöku í „hinni sérstöku hernaðaraðgerð“, eins og Rússar hafa kallað innrásina í Úkraínu. Eftir að hafa uppfyllt skilmála samningsins hafi hann síðan verið náðaður. Upphaflega var það Wagner-hópur Yevgeny Prigozhin sem hóf að fá fanga í Rússlandi til að taka þátt í innrásinni en eftir að hópurinn leystist upp í kjölfar dauða Prigozhin hefur rússneski herinn tekið upp á hinu sama.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Tileinkar friðarverðlaunin sex blaðamönnum hans sem voru myrtir Dmitry Muratov, blaðamaður og ritstjóri rússneska miðilsins Novaya Gazeta tileinkaði friðarverðlaun Nóbels sem hann hlaut í morgun þeim sex blaðamönnum sem hafa verið myrtir á meðan þau störfuðu fyrir hann í Rússlandi. 8. október 2021 16:58 Rússneskur blaðamaður deyr eftir dularfullt fall Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Maxim Borodin fannst alvarlega slasaður eftir fall úr íbúð sinni á fimmtu hæð fjölbýlishúss í Yekaterinburg í Rússlandi. Hann lést síðar á sjúkrahúsi. 16. apríl 2018 17:18 Blaðamenn í Rússlandi munu bera vopn „Ef ríkið vill ekki verja okkur, munum við gera það sjálf,“ segir ritstjóri Novaya Gazeta. 26. október 2017 17:03 Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira
Tileinkar friðarverðlaunin sex blaðamönnum hans sem voru myrtir Dmitry Muratov, blaðamaður og ritstjóri rússneska miðilsins Novaya Gazeta tileinkaði friðarverðlaun Nóbels sem hann hlaut í morgun þeim sex blaðamönnum sem hafa verið myrtir á meðan þau störfuðu fyrir hann í Rússlandi. 8. október 2021 16:58
Rússneskur blaðamaður deyr eftir dularfullt fall Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Maxim Borodin fannst alvarlega slasaður eftir fall úr íbúð sinni á fimmtu hæð fjölbýlishúss í Yekaterinburg í Rússlandi. Hann lést síðar á sjúkrahúsi. 16. apríl 2018 17:18
Blaðamenn í Rússlandi munu bera vopn „Ef ríkið vill ekki verja okkur, munum við gera það sjálf,“ segir ritstjóri Novaya Gazeta. 26. október 2017 17:03