Takk mamma! Katrín Kristinsdóttir skrifar 13. nóvember 2023 15:00 Séreignarsparnaður er ein okkar dýrmætasta eign við starfslok og ekki er hún síður dýrmæt þegar við kaupum okkar fyrstu íbúð. Stærsta fjárfesting flestra er húsnæði og getur reynst stórt verkefni að byggja upp nægilegt eigið fé til útborgunar við fyrstu kaup. Þess vegna er mikilvægt að byrja að safna sem allra fyrst. Þegar ég byrjaði að vinna sem unglingur hafði ég hvorki vit né vilja til þess að leggja til hliðar hlut af því litla sem kom inn á reikninginn. Ég var í menntaskóla og vildi heldur nýta aurinn í að kaupa mér miða á næsta ball eða jafnvel nýjan kjól. Ég er því gríðarlega þakklát fyrir hana mömmu sem hafði vit fyrir mér og passaði að ég byrjaði að greiða í séreignarsparnað um leið og ég var komin með aldur til. Margir í kringum mig byrjuðu að spara seinna en þau hefðu viljað, einfaldlega því þau vissu ekki að séreignarsparnaður væri til. Það að byrja seinna að spara getur þýtt ár eða jafnvel tvö í viðbót á „Hótel Mömmu“. Talsverður munur er á því að byrja að safna 16 ára eða 20 ára. Innborganirnar á þessum fyrstu árum eru einmitt þær sem ávaxtast lengst og getur munað heilmikið um þær. Að sjálfsögðu dugar ekki til að greiða bara í séreign. Sá tími kemur að færa þarf fórnir og leggja aukalega til hliðar. Ef fólk býr svo vel að fá að vera í foreldrahúsum sér að kostnaðarlausu og fær jafnvel að ganga í ísskápinn eins og það lystir, þá ætti það um leið að geta lagt talsverðan hluta af launum sínum til hliðar. Þetta tekur sinn tíma en hefst allt á endanum. Mér fannst alltaf gott að horfa á þetta þannig að 40 þúsund krónur á mánuði jafngildi hálfri milljón í sparnað á ári. Það að leggja til hliðar hluta af launum í hverjum mánuði er einnig fínasta æfing fyrir það sem koma skal eftir að fjárfest hefur verið í íbúð. Þá geta verið mikil viðbrigði að þurfa að greiða mánaðarlega af lánum, borga tryggingar og fleiri reikninga. Þegar sótt er um séreignarsparnað á fólk rétt á því að fá 2% mótframlag frá vinnuveitanda. Líta má á mótframlagið sem 2% launahækkun. Greiða má á bilinu 2-4% af launum í séreign. Talsverður munur er á því hversu mikið hver og einn á við fyrstu kaup eftir því hvort greidd voru tvö eða fjögur prósent. Fólk getur byrjað að safna í séreignarsjóð þegar það hefur náð 16 ára aldri. Á þeim aldri getur verið gott að eiga að fólk sem passar upp á að horft sé fram í tímann og hvetur til skynsemi í fjármálum. Þeir sem byrja snemma að safna í séreignarsjóð verða þakklátir fyrir það þegar fram í sækir. Höfundur er sérfræðingur í sjóðastýringu hjá Íslandssjóðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Sjá meira
Séreignarsparnaður er ein okkar dýrmætasta eign við starfslok og ekki er hún síður dýrmæt þegar við kaupum okkar fyrstu íbúð. Stærsta fjárfesting flestra er húsnæði og getur reynst stórt verkefni að byggja upp nægilegt eigið fé til útborgunar við fyrstu kaup. Þess vegna er mikilvægt að byrja að safna sem allra fyrst. Þegar ég byrjaði að vinna sem unglingur hafði ég hvorki vit né vilja til þess að leggja til hliðar hlut af því litla sem kom inn á reikninginn. Ég var í menntaskóla og vildi heldur nýta aurinn í að kaupa mér miða á næsta ball eða jafnvel nýjan kjól. Ég er því gríðarlega þakklát fyrir hana mömmu sem hafði vit fyrir mér og passaði að ég byrjaði að greiða í séreignarsparnað um leið og ég var komin með aldur til. Margir í kringum mig byrjuðu að spara seinna en þau hefðu viljað, einfaldlega því þau vissu ekki að séreignarsparnaður væri til. Það að byrja seinna að spara getur þýtt ár eða jafnvel tvö í viðbót á „Hótel Mömmu“. Talsverður munur er á því að byrja að safna 16 ára eða 20 ára. Innborganirnar á þessum fyrstu árum eru einmitt þær sem ávaxtast lengst og getur munað heilmikið um þær. Að sjálfsögðu dugar ekki til að greiða bara í séreign. Sá tími kemur að færa þarf fórnir og leggja aukalega til hliðar. Ef fólk býr svo vel að fá að vera í foreldrahúsum sér að kostnaðarlausu og fær jafnvel að ganga í ísskápinn eins og það lystir, þá ætti það um leið að geta lagt talsverðan hluta af launum sínum til hliðar. Þetta tekur sinn tíma en hefst allt á endanum. Mér fannst alltaf gott að horfa á þetta þannig að 40 þúsund krónur á mánuði jafngildi hálfri milljón í sparnað á ári. Það að leggja til hliðar hluta af launum í hverjum mánuði er einnig fínasta æfing fyrir það sem koma skal eftir að fjárfest hefur verið í íbúð. Þá geta verið mikil viðbrigði að þurfa að greiða mánaðarlega af lánum, borga tryggingar og fleiri reikninga. Þegar sótt er um séreignarsparnað á fólk rétt á því að fá 2% mótframlag frá vinnuveitanda. Líta má á mótframlagið sem 2% launahækkun. Greiða má á bilinu 2-4% af launum í séreign. Talsverður munur er á því hversu mikið hver og einn á við fyrstu kaup eftir því hvort greidd voru tvö eða fjögur prósent. Fólk getur byrjað að safna í séreignarsjóð þegar það hefur náð 16 ára aldri. Á þeim aldri getur verið gott að eiga að fólk sem passar upp á að horft sé fram í tímann og hvetur til skynsemi í fjármálum. Þeir sem byrja snemma að safna í séreignarsjóð verða þakklátir fyrir það þegar fram í sækir. Höfundur er sérfræðingur í sjóðastýringu hjá Íslandssjóðum.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun