Veður

Aust­lægar áttir næstu daga

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður á bilinu núll til sex stig í dag.
Hiti verður á bilinu núll til sex stig í dag. Vísir/Vilhelm

Suður af landinu er nú víðáttumikil lægð sem mun halda að okkur austlægum áttum næstu daga. Yfirleitt má reikna með fimm til þrettán metrum á sekúndu en öllu hvassara með suðurströndinni.

Á vef Veðurstofunnar segir að það verði skúrir eða él á austanverðu landinu en annars að mestu bjart og þurrt.

Hiti verður á bilinu núll til sex stig, en vægt frost norðantil.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Austan 5-13 m/s, en 13-18 syðst. Dálítil rigning eða slydda við suður- og austurströndina, en annnars yfirleitt bjart á köflum. Hiti 0 til 6 stig, en vægt frost fyrir norðan.

Á miðvikudag: Fremur hæg breytileg átt, en austan 8-13 m/s syðst. Lítilsháttar rigning eða slydda suðaustan- og austanlands, en annars að mestu bjart. Hiti 0 til 5 stig, en frost 0 til 5 stig á Norðurlandi.

Á fimmtudag: Hæg austlæg átt, en 8-13 m/s við suðurströndina. Dálítil rigning eða slydda sunnan- og austantil, en annars skýjað með köflum og þurrt. Kólnar heldur.

Á föstudag og laugardag: Útlit fyrir fremur hæga norðaustlæga átt. Skýjað og stöku él fyrir norðan og austan, annars yfirleitt bjatviðri. Frost um mest allt land en frostlaust við syðst.

Á sunnudag: Líklega breytileg átt og að mestu léttskýjað. Frost um allt land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×