„Maður er núna bara að vinna og halda haus og svo grátum við“ Magnús Jochum Pálsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 12. nóvember 2023 19:24 Sólveig Þorbergsdóttir var með fullt af pokum sem hún fékk nágranna til að fylla af dóti. Pokunum henti hún svo út um gluggann til að flýta ferlinu. Vísir/Vilhelm Konur sem sóttu nauðsynjar á heimili sín í Grindavík voru ánægðar með hvernig gekk þó tíminn hefði verið naumur. Þær sögðu Grindvíkinga í áfalli en fólk reyndi bara að halda haus. Þær eru hrærðar yfir samhug Íslendinga. Sólveig M. Jónsdóttir, Sólveig Þobergsdóttir og Anna Sigríður Sigurjónsdóttir eru allar búsettar í Grindavík og fengu að fara inn í bæinn í dag að ná í nauðsynjar. Fréttastofa náði af þeim tali eftir að þær höfðu farið inn á heimili sín. „Það gekk bara mjög vel og ég fékk fína hjálp frá strákunum sem voru með mér í bíl og ég hélt nú kannski að þeir myndu fara í næsta hús og ég fengi góðan tíma heima. En það var nú ekki þannig, þeir stóðu yfir mér en við fundum það sem ég var að leita að,“ sagði Sólveig Jónsdóttir um hvernig hefði gengið. Sólveig hafði sérstaklega verið að leita að kassa með gömlum ljósmyndum en svo fattaði hún líka að fjölskyldan var ekki með nein handklæði svo hún kippti tveimur handklæðum með. „Í staðinn fyrir að fara að gramsa í kassanum tóku við kassana handahófskennt og eina ljósmynd af veggnum. Annars gekk þetta mjög vel og alveg frábær hjálp. Æðislegt að koma heim,“ sagði hún svo. Vinkonurnar voru hrærðar yfir samhug og stuðningi Íslendinga.Vísir/Vilhelm Fyllti fjölda poka af dóti og henti út um gluggann Sólveig Þorbergsdóttir var að eigin sögn bara í fimm mínútur heima hjá sér. Hún hafði sem betur fer skipulagt sig vel, var með fullt af pokum og fékk hjálp frá nágrönnum. „Ég rétti þeim poka og sagði þeim að tæma þarna og þarna og þarna svo ég veit ekkert hvað fór með. Náði í fullt af listaverkum, einhverjum sem ég get kannski selt ef allt fer í vitleysu. Tengdadóttirin náði í fullt af barnafötum. Svo hentum við þessu út um gluggann þannig við værum fljótari að fara út í bíl,“ sagði hún. „Þetta var mjög stressandi, maður getur ekkert hugsað. Allt sem þú ætlaðir að taka manstu varla en ég held ég hafi náð öllum myndum og gömlum bréfum,“ bætti hún við og sem betur fer hafi ekkert verið skemmt á heimilinu. Gleymdi að kíkja á tossamiðann „Ég var með tossamiða en gleymdi að kíkja á hann. Kíkti á hann þegar við vorum komin frá húsinu. Ég sneri við og þeir leyfðu mér að hlaupa inn aftur,“ sagði Sólveig Jónsdóttir um tossamiðann sinn. Það var fullt af hlutum á tossamiða Sólveigar.Vísir/Vilhelm Hvað er á tossamiðanum? „Það eru handklæði, útvarp, skór, myndir, myndavélar, tæki, flakkarar, minnislyklar, myndaalbúm, íþróttataska, skókassi og svo aftur handklæði,“ sagði Sólveig Jónsdóttir. „Mig langaði bara í handklæðin mín,“ sagði hún aðspurð hvort handklæðin væru henni ofarlega í huga. „Ég tók lítið spil frá afa mínum, kodda frá langömmu minni og reif niður listaverk frá vini mínum í Svíþjóð og tók öll bréf sem ég hafði sent fyrrverandi kærasta. Ljósmyndir og teikningar sem maðurinn minn teiknaði af barnabarninu en ég tók enga skó. Ég er skólaus,“ sagði Sólveig Þorbergsdóttir. Maður hugsar ekki á meðan maður vinnur verkið Konurnar segja að það sé ómögulegt að hugsa þegar maður er staddur í svona aðstæðum. Maður gleymi öllu en reyni bara að halda haus. Það hafi verið skrítið að sjá auðan bæinn. Hvernig var að koma inn í bæinn ykkar auðan og blikkandi ljós á björgunarsveitarbílum það eina sem maður sér? „Við erum allar björgunarsveitarkellingar. Við erum bara komin til að vinna verk og maður gengur í það, maður hugsar ekki neitt og gerir verkið. Svo þegar maður situr út í bíl eftir á hugsar maður vonandi gengur þetta allt vel og þetta fer allt vel. Við komum hérna aftur,“ sagði Sólveig Þorbergsdóttir. Konurnar segja hjálp björgunarsveitarmanna hafa verið ómetanlega.Vísir/Vilhelm „Það var svolítið sérstakt. Ég fór með manninum sem átti heima uppi á horni, hann var að leita að kisunni sinni og ég stóð þarna úti og var að kalla á kisuna. Hún fannst ekki. Ég stóð þarna og horfði yfir bæinn og hugsaði Það er ekkert þarna. Ég sá bara björgunarsveitarbíla og blikkandi ljós. Það var mjög sérstakt,“ sagði Sólveig Jónsdóttir. Maður reyni að halda haus og gráti síðar Anna hafði fram að þessu staðið á hliðarlínunni í viðtalinu en var með mikilvæg skilaboð. Hún vildi koma á framfæri þakklæti til björgunarsveitarmanna sem höfðu staðið vaktina og hjálpað Grindvíkingum. „Eitt annað sem mig langar að koma á framfæri. Maður finnur fyrir mikilli samstöðu og miklum hlýhug og margir búnir að bjóða okkur hjálp, gistingu og húsnæði. Hjartans þakkir til ykkar allra,“ bætti Anna við. „Við erum öll í áfalli og maður er ekki að hugsa um það sem gæti gerst. Maður er núna bara að vinna og halda haus og svo grátum við eftir tvo daga þegar það er komið,“ sagði Sólveig Þorbergsdóttir að lokum. Anna ber kassa með albúmum á meðan Sólveig heldur hurð björgunarsveitarbílsins.Vísir/Vilhelm Grindavík Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Sjá meira
Sólveig M. Jónsdóttir, Sólveig Þobergsdóttir og Anna Sigríður Sigurjónsdóttir eru allar búsettar í Grindavík og fengu að fara inn í bæinn í dag að ná í nauðsynjar. Fréttastofa náði af þeim tali eftir að þær höfðu farið inn á heimili sín. „Það gekk bara mjög vel og ég fékk fína hjálp frá strákunum sem voru með mér í bíl og ég hélt nú kannski að þeir myndu fara í næsta hús og ég fengi góðan tíma heima. En það var nú ekki þannig, þeir stóðu yfir mér en við fundum það sem ég var að leita að,“ sagði Sólveig Jónsdóttir um hvernig hefði gengið. Sólveig hafði sérstaklega verið að leita að kassa með gömlum ljósmyndum en svo fattaði hún líka að fjölskyldan var ekki með nein handklæði svo hún kippti tveimur handklæðum með. „Í staðinn fyrir að fara að gramsa í kassanum tóku við kassana handahófskennt og eina ljósmynd af veggnum. Annars gekk þetta mjög vel og alveg frábær hjálp. Æðislegt að koma heim,“ sagði hún svo. Vinkonurnar voru hrærðar yfir samhug og stuðningi Íslendinga.Vísir/Vilhelm Fyllti fjölda poka af dóti og henti út um gluggann Sólveig Þorbergsdóttir var að eigin sögn bara í fimm mínútur heima hjá sér. Hún hafði sem betur fer skipulagt sig vel, var með fullt af pokum og fékk hjálp frá nágrönnum. „Ég rétti þeim poka og sagði þeim að tæma þarna og þarna og þarna svo ég veit ekkert hvað fór með. Náði í fullt af listaverkum, einhverjum sem ég get kannski selt ef allt fer í vitleysu. Tengdadóttirin náði í fullt af barnafötum. Svo hentum við þessu út um gluggann þannig við værum fljótari að fara út í bíl,“ sagði hún. „Þetta var mjög stressandi, maður getur ekkert hugsað. Allt sem þú ætlaðir að taka manstu varla en ég held ég hafi náð öllum myndum og gömlum bréfum,“ bætti hún við og sem betur fer hafi ekkert verið skemmt á heimilinu. Gleymdi að kíkja á tossamiðann „Ég var með tossamiða en gleymdi að kíkja á hann. Kíkti á hann þegar við vorum komin frá húsinu. Ég sneri við og þeir leyfðu mér að hlaupa inn aftur,“ sagði Sólveig Jónsdóttir um tossamiðann sinn. Það var fullt af hlutum á tossamiða Sólveigar.Vísir/Vilhelm Hvað er á tossamiðanum? „Það eru handklæði, útvarp, skór, myndir, myndavélar, tæki, flakkarar, minnislyklar, myndaalbúm, íþróttataska, skókassi og svo aftur handklæði,“ sagði Sólveig Jónsdóttir. „Mig langaði bara í handklæðin mín,“ sagði hún aðspurð hvort handklæðin væru henni ofarlega í huga. „Ég tók lítið spil frá afa mínum, kodda frá langömmu minni og reif niður listaverk frá vini mínum í Svíþjóð og tók öll bréf sem ég hafði sent fyrrverandi kærasta. Ljósmyndir og teikningar sem maðurinn minn teiknaði af barnabarninu en ég tók enga skó. Ég er skólaus,“ sagði Sólveig Þorbergsdóttir. Maður hugsar ekki á meðan maður vinnur verkið Konurnar segja að það sé ómögulegt að hugsa þegar maður er staddur í svona aðstæðum. Maður gleymi öllu en reyni bara að halda haus. Það hafi verið skrítið að sjá auðan bæinn. Hvernig var að koma inn í bæinn ykkar auðan og blikkandi ljós á björgunarsveitarbílum það eina sem maður sér? „Við erum allar björgunarsveitarkellingar. Við erum bara komin til að vinna verk og maður gengur í það, maður hugsar ekki neitt og gerir verkið. Svo þegar maður situr út í bíl eftir á hugsar maður vonandi gengur þetta allt vel og þetta fer allt vel. Við komum hérna aftur,“ sagði Sólveig Þorbergsdóttir. Konurnar segja hjálp björgunarsveitarmanna hafa verið ómetanlega.Vísir/Vilhelm „Það var svolítið sérstakt. Ég fór með manninum sem átti heima uppi á horni, hann var að leita að kisunni sinni og ég stóð þarna úti og var að kalla á kisuna. Hún fannst ekki. Ég stóð þarna og horfði yfir bæinn og hugsaði Það er ekkert þarna. Ég sá bara björgunarsveitarbíla og blikkandi ljós. Það var mjög sérstakt,“ sagði Sólveig Jónsdóttir. Maður reyni að halda haus og gráti síðar Anna hafði fram að þessu staðið á hliðarlínunni í viðtalinu en var með mikilvæg skilaboð. Hún vildi koma á framfæri þakklæti til björgunarsveitarmanna sem höfðu staðið vaktina og hjálpað Grindvíkingum. „Eitt annað sem mig langar að koma á framfæri. Maður finnur fyrir mikilli samstöðu og miklum hlýhug og margir búnir að bjóða okkur hjálp, gistingu og húsnæði. Hjartans þakkir til ykkar allra,“ bætti Anna við. „Við erum öll í áfalli og maður er ekki að hugsa um það sem gæti gerst. Maður er núna bara að vinna og halda haus og svo grátum við eftir tvo daga þegar það er komið,“ sagði Sólveig Þorbergsdóttir að lokum. Anna ber kassa með albúmum á meðan Sólveig heldur hurð björgunarsveitarbílsins.Vísir/Vilhelm
Grindavík Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Sjá meira