Yfirgefum bergmálshellana og tölum saman Þorsteinn Siglaugsson skrifar 11. nóvember 2023 07:01 „É g segi alltaf færri og færri orð / enda hafði ég lengi á þeim illan bifur,“ segir skáldið Sigfús Daðason í þekktu kvæði. Þar vísar hann til þess hvílíkt ólíkindatól tungumálið er og brýnir fyrir okkur að fara varlega með orð. Þessi ljóðlína kemur gjarna upp í hugann þegar fylgst er með hatrömmum og oft heiftúðugum deilum um alvarleg mál; við höfum séð þetta glöggt á samfélagsmiðlunum undanfarnar vikur í umræðum um málefni landanna fyrir botni Miðjarðarhafsins. Stóryrðin eru ekki spöruð og við gröfum okkur æ dýpra inn í bergmálshellana. Og eins og vitur kona benti á í blaðagrein fyrir skömmu hlýtur slíkt að enda með því að við breytumst sjálf í gangandi bergmálshella. Frjáls og opin umræða er hornsteinn lýðræðisins, en hún sætir nú sífellt harðnandi atlögum, ekki aðeins frá einræðisöflum, frá stórfyrirtækjum sem leitast við að draga okkur inn í bergmálshellana og hefta um leið opin skoðanaskipti, heldur einnig og ekki síður af hálfu lýðræðislega kjörinna stjórnvalda. Gagnvart málefninu sem að ofan getur sést þetta glöggt í löndunum í kringum okkur. Ekki hérlendis, í það minnsta ekki enn - síðustu tilraun stjórnvalda til að efla og festa ritskoðun í sessi var hrundið í vor. En ástæðulaust er að ætla annað en að sú tilraun verði brátt endurtekin. Nú á sunnudaginn stendur Málfrelsi - samtök um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi, fyrir málfundi um deilurnar fyrir botni Miðjarðarhafs. Frummælendur verða Birgir Þórarinsson guðfræðingur og alþingismaður, Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur, Diljá Mist Einarsdóttir formaður utanríkismálanefndar Alþingis og Ögmundur Jónasson fyrrum alþingismaður og ráðherra. Fundinum stýrir Bogi Ágústsson fréttamaður. Fundurinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands kl. 14, þann 12. nóvember. Til þessa fundar er efnt til að hittast, heyra ólík viðhorf, leitast við að skilja betur forsendur þeirra, og skiptast á skoðunum, augliti til auglitis, en ekki í gerviveröld tækninnar. Samfélagslegt gildi tjáningarfrelsisins grundvallast á því að opin skoðanaskipti eru eina leiðin sem við höfum til að skilja hvert annað, eina leið okkar út úr bergmálshellunum, eina leiðin sem við höfum til að fikra okkur nær sannleikanum. Því enginn er fyrirfram handhafi hans. "Never say, I know" sagði stjórnunarfrömuðurinn Eliyahu M. Goldratt á sínum tíma; við eigum aldrei að nálgast mál sem handhafar hins eina og endanlega sannleika, heldur ávallt af opnum huga og vilja til að hlusta á og skilja aðra. Það er grundvöllur friðsamlegrar sambúðar okkar, hvar sem við erum og hver sem við erum. Það er í þeim anda sem boðað er til þessa fundar. Höfundur er f ormaður Málfrelsis - samtaka um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Siglaugsson Mest lesið Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Sjá meira
„É g segi alltaf færri og færri orð / enda hafði ég lengi á þeim illan bifur,“ segir skáldið Sigfús Daðason í þekktu kvæði. Þar vísar hann til þess hvílíkt ólíkindatól tungumálið er og brýnir fyrir okkur að fara varlega með orð. Þessi ljóðlína kemur gjarna upp í hugann þegar fylgst er með hatrömmum og oft heiftúðugum deilum um alvarleg mál; við höfum séð þetta glöggt á samfélagsmiðlunum undanfarnar vikur í umræðum um málefni landanna fyrir botni Miðjarðarhafsins. Stóryrðin eru ekki spöruð og við gröfum okkur æ dýpra inn í bergmálshellana. Og eins og vitur kona benti á í blaðagrein fyrir skömmu hlýtur slíkt að enda með því að við breytumst sjálf í gangandi bergmálshella. Frjáls og opin umræða er hornsteinn lýðræðisins, en hún sætir nú sífellt harðnandi atlögum, ekki aðeins frá einræðisöflum, frá stórfyrirtækjum sem leitast við að draga okkur inn í bergmálshellana og hefta um leið opin skoðanaskipti, heldur einnig og ekki síður af hálfu lýðræðislega kjörinna stjórnvalda. Gagnvart málefninu sem að ofan getur sést þetta glöggt í löndunum í kringum okkur. Ekki hérlendis, í það minnsta ekki enn - síðustu tilraun stjórnvalda til að efla og festa ritskoðun í sessi var hrundið í vor. En ástæðulaust er að ætla annað en að sú tilraun verði brátt endurtekin. Nú á sunnudaginn stendur Málfrelsi - samtök um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi, fyrir málfundi um deilurnar fyrir botni Miðjarðarhafs. Frummælendur verða Birgir Þórarinsson guðfræðingur og alþingismaður, Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur, Diljá Mist Einarsdóttir formaður utanríkismálanefndar Alþingis og Ögmundur Jónasson fyrrum alþingismaður og ráðherra. Fundinum stýrir Bogi Ágústsson fréttamaður. Fundurinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands kl. 14, þann 12. nóvember. Til þessa fundar er efnt til að hittast, heyra ólík viðhorf, leitast við að skilja betur forsendur þeirra, og skiptast á skoðunum, augliti til auglitis, en ekki í gerviveröld tækninnar. Samfélagslegt gildi tjáningarfrelsisins grundvallast á því að opin skoðanaskipti eru eina leiðin sem við höfum til að skilja hvert annað, eina leið okkar út úr bergmálshellunum, eina leiðin sem við höfum til að fikra okkur nær sannleikanum. Því enginn er fyrirfram handhafi hans. "Never say, I know" sagði stjórnunarfrömuðurinn Eliyahu M. Goldratt á sínum tíma; við eigum aldrei að nálgast mál sem handhafar hins eina og endanlega sannleika, heldur ávallt af opnum huga og vilja til að hlusta á og skilja aðra. Það er grundvöllur friðsamlegrar sambúðar okkar, hvar sem við erum og hver sem við erum. Það er í þeim anda sem boðað er til þessa fundar. Höfundur er f ormaður Málfrelsis - samtaka um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun