Haukar svara ÍBV fullum hálsi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. nóvember 2023 22:30 Stefán Arnarson og Díana Guðjónsdóttir eru þjálfarar Hauka. Vísir/Hulda Margrét Stjórn handknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna gagnrýni ÍBV á félagið sem og Handknattleikssamband Íslands. Gagnrýnin hefur snúið að leikskipulagi ÍBV og þá helst leik Hauka og ÍBV í Olís-deild kvenna. Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, hefur opinberlega sagst vera ósáttur með vinnubrögð HSÍ og að Haukar hafi ekki viljað fresta leik sínum gegn ÍBV þann 8. nóvember síðastliðinn. Í kjölfarið sendi handknattleiksdeild ÍBV frá sér yfirlýsingu þar sem félagið fordæmdi vinnubrögð Hauka og HSÍ eftir að liðið fékk ekki að fresta leiknum gegn Haukum. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir fráleitt að sambandið hafi hótað að reka kvennalið ÍBV úr keppni eins og Sigurður Bragason sagði í viðtali sínu eftir tapið gegn Haukum. Nú hefur handknattleiksdeild Hauka gefið frá sér yfirlýsingu. Þar vísa Haukar gagnrýni ÍBV „alfarið á bug þar sem málið er ekki á forræði Hauka.“ Þar segir einnig að Haukar hafi vakið athygli á þessu í ágúst og miðjan október þar sem líklegt væri að ÍBV væri í Evrópukeppni á þessum tíma. „Ekki gekk að fá staðfestan leiktíma og fór ákvörðun til mótanefndar,“ segir í kjölfarið í yfirlýsingunni. Þá taka Haukar fram að „Haukar hafa alltaf komið til móts við lið í Evrópukeppnum og munu gera það áfram.“ Einnig fordæma Haukar það að ÍBV hafi nafngreint Díönu Guðjónsdóttur, annan af þjálfurum liðsins. „Þá er það miður að þjálfari ÍBV skuli nafngreina Díönu Guðjónsdóttur annan þjálfara Hauka í sinni umræðu og draga heilindi hennar í efa. Það er ómaklegt og ómálefnalegt því Díana er afar fagleg í sínum störfum og hefur ávallt hugað að hagsmunum leikmanna er varðar álag og aðra þætti. Hún ákvarðar hins vegar ekki leiktíma leikja heldur mótanefnd.“ Yfirlýsingu Hauka má sjá í heild sinni hér að neðan. Handbolti HSÍ Olís-deild kvenna Haukar ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 38-17 | Haukar völtuðu yfir ÍBV Haukar unnu afar sannfærandi sigur á Eyjakonum. Um miðjan fyrri hálfleik fóru Haukar að sigla fram úr. Heimakonur voru ellefu mörkum yfir í hálfleik og gáfu ekkert eftir í síðari hálfleik og enduðu á að vinna með tuttugu og einu marki 38-17. 8. nóvember 2023 21:56 Sigurður sótillur út í HSÍ: Hunsuðu reglu og ætluðu að dæma okkur út úr Íslandsmótinu Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var afar ósáttur út í vinnubrögð HSÍ og afstöðu Hauka að vilja ekki fresta leik kvöldsins gegn Eyjastúlkum. 8. nóvember 2023 23:55 Fordæma vinnubrögð HSÍ og Hauka: „Sannarlega dapurlegt“ Handknattleiksdeild ÍBV hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið fordæmir vinnubrögð Hauka og Handknattleikssambands Íslands eftir að liðið fékk það ekki í gegn að leik ÍBV og Hauka í Olís-deild kvenna í handbolta yrði frestað. 9. nóvember 2023 18:21 Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Sjá meira
Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, hefur opinberlega sagst vera ósáttur með vinnubrögð HSÍ og að Haukar hafi ekki viljað fresta leik sínum gegn ÍBV þann 8. nóvember síðastliðinn. Í kjölfarið sendi handknattleiksdeild ÍBV frá sér yfirlýsingu þar sem félagið fordæmdi vinnubrögð Hauka og HSÍ eftir að liðið fékk ekki að fresta leiknum gegn Haukum. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir fráleitt að sambandið hafi hótað að reka kvennalið ÍBV úr keppni eins og Sigurður Bragason sagði í viðtali sínu eftir tapið gegn Haukum. Nú hefur handknattleiksdeild Hauka gefið frá sér yfirlýsingu. Þar vísa Haukar gagnrýni ÍBV „alfarið á bug þar sem málið er ekki á forræði Hauka.“ Þar segir einnig að Haukar hafi vakið athygli á þessu í ágúst og miðjan október þar sem líklegt væri að ÍBV væri í Evrópukeppni á þessum tíma. „Ekki gekk að fá staðfestan leiktíma og fór ákvörðun til mótanefndar,“ segir í kjölfarið í yfirlýsingunni. Þá taka Haukar fram að „Haukar hafa alltaf komið til móts við lið í Evrópukeppnum og munu gera það áfram.“ Einnig fordæma Haukar það að ÍBV hafi nafngreint Díönu Guðjónsdóttur, annan af þjálfurum liðsins. „Þá er það miður að þjálfari ÍBV skuli nafngreina Díönu Guðjónsdóttur annan þjálfara Hauka í sinni umræðu og draga heilindi hennar í efa. Það er ómaklegt og ómálefnalegt því Díana er afar fagleg í sínum störfum og hefur ávallt hugað að hagsmunum leikmanna er varðar álag og aðra þætti. Hún ákvarðar hins vegar ekki leiktíma leikja heldur mótanefnd.“ Yfirlýsingu Hauka má sjá í heild sinni hér að neðan.
Handbolti HSÍ Olís-deild kvenna Haukar ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 38-17 | Haukar völtuðu yfir ÍBV Haukar unnu afar sannfærandi sigur á Eyjakonum. Um miðjan fyrri hálfleik fóru Haukar að sigla fram úr. Heimakonur voru ellefu mörkum yfir í hálfleik og gáfu ekkert eftir í síðari hálfleik og enduðu á að vinna með tuttugu og einu marki 38-17. 8. nóvember 2023 21:56 Sigurður sótillur út í HSÍ: Hunsuðu reglu og ætluðu að dæma okkur út úr Íslandsmótinu Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var afar ósáttur út í vinnubrögð HSÍ og afstöðu Hauka að vilja ekki fresta leik kvöldsins gegn Eyjastúlkum. 8. nóvember 2023 23:55 Fordæma vinnubrögð HSÍ og Hauka: „Sannarlega dapurlegt“ Handknattleiksdeild ÍBV hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið fordæmir vinnubrögð Hauka og Handknattleikssambands Íslands eftir að liðið fékk það ekki í gegn að leik ÍBV og Hauka í Olís-deild kvenna í handbolta yrði frestað. 9. nóvember 2023 18:21 Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 38-17 | Haukar völtuðu yfir ÍBV Haukar unnu afar sannfærandi sigur á Eyjakonum. Um miðjan fyrri hálfleik fóru Haukar að sigla fram úr. Heimakonur voru ellefu mörkum yfir í hálfleik og gáfu ekkert eftir í síðari hálfleik og enduðu á að vinna með tuttugu og einu marki 38-17. 8. nóvember 2023 21:56
Sigurður sótillur út í HSÍ: Hunsuðu reglu og ætluðu að dæma okkur út úr Íslandsmótinu Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var afar ósáttur út í vinnubrögð HSÍ og afstöðu Hauka að vilja ekki fresta leik kvöldsins gegn Eyjastúlkum. 8. nóvember 2023 23:55
Fordæma vinnubrögð HSÍ og Hauka: „Sannarlega dapurlegt“ Handknattleiksdeild ÍBV hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið fordæmir vinnubrögð Hauka og Handknattleikssambands Íslands eftir að liðið fékk það ekki í gegn að leik ÍBV og Hauka í Olís-deild kvenna í handbolta yrði frestað. 9. nóvember 2023 18:21