„Þetta gætu verið nokkrir klukkutímar eða nokkrir dagar“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. nóvember 2023 19:07 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands við eftirlit þegar eldgos varð við Litla-Hrút. vísir/vilhelm Jarðeðlisfræðingur segir stöðuna benda til þess að kvika sé að troða sér upp í jarðskorpuna. Veðurstofan situr á fundi með almannavörnum í Öskju. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands segir að í morgun hafi orðið breyting í skjálftavirkni sem jókst nokkuð seinni partinn. „Núna erum við að sjá mjög ákafa virkni og óróa sem bendir mjög sterkt til þess að kvika sé að troða sér upp í jarðskorpuna,“ sagði hann í kvöldfréttum. Miðað við þessa atburðarás séu auknar líkur á eldgosi. „Hversu langan tíma það tekur ef svo fer er ómögulegt að segja. Þetta gætu verið nokkrir klukkutímar eða nokkrir dagar. Það verður bara að koma í ljós.“ Hann segir óvíst hvar það myndi gerast en líklega nálægt gossprungunni. „Ef það yrði þar sem virknin hefur verið mest þá myndi hraun sem kemur þar upp ekki renna beint á Grindavík heldur til suðausturs í átt frá Grindavík og svo með tímanum niður í átt að Svartsengi. Þannig ef það kemur til goss er þetta ekki versti staðurinn, en við vitum ekkert hver þróunin verður.“ Gosið yrði þá í líkingu við þau sem urðu undanfari þrjú ár. Erum við mögulega að fara að sjá gos í kvöld? „Það er ekki hægt að útiloka það, það varð síðast gos á þessum hluta fyrir mörg hundrað árum og því höfum við ekki upplýsingar um það en ef þetta hegðar sér með svipuðum hætti og Fagradalseldarnir þá mun þetta taka sennilega töluverðan tíma en það er ómögulegt að segja.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO Sjá meira
Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands segir að í morgun hafi orðið breyting í skjálftavirkni sem jókst nokkuð seinni partinn. „Núna erum við að sjá mjög ákafa virkni og óróa sem bendir mjög sterkt til þess að kvika sé að troða sér upp í jarðskorpuna,“ sagði hann í kvöldfréttum. Miðað við þessa atburðarás séu auknar líkur á eldgosi. „Hversu langan tíma það tekur ef svo fer er ómögulegt að segja. Þetta gætu verið nokkrir klukkutímar eða nokkrir dagar. Það verður bara að koma í ljós.“ Hann segir óvíst hvar það myndi gerast en líklega nálægt gossprungunni. „Ef það yrði þar sem virknin hefur verið mest þá myndi hraun sem kemur þar upp ekki renna beint á Grindavík heldur til suðausturs í átt frá Grindavík og svo með tímanum niður í átt að Svartsengi. Þannig ef það kemur til goss er þetta ekki versti staðurinn, en við vitum ekkert hver þróunin verður.“ Gosið yrði þá í líkingu við þau sem urðu undanfari þrjú ár. Erum við mögulega að fara að sjá gos í kvöld? „Það er ekki hægt að útiloka það, það varð síðast gos á þessum hluta fyrir mörg hundrað árum og því höfum við ekki upplýsingar um það en ef þetta hegðar sér með svipuðum hætti og Fagradalseldarnir þá mun þetta taka sennilega töluverðan tíma en það er ómögulegt að segja.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO Sjá meira