Hundruð kvenleiðtoga streyma til landsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. nóvember 2023 14:08 Leikkonan Ashley Judd hefur lagt áherslu á mikilvægi vandaðrar umfjöllunar í fjölmiðlum þegar sjálfsvíg eru annars vegar. Getty Images/Shannon Finney Reiknað er með rúmlega fimm hundruð kvenleiðtogum frá áttatíu löndum á Heimsþing kvenleiðtoga sem hefst í Hörpu á mánudag og stendur í tvo daga. Þingið er haldið í sjötta skipti. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er sérstakur verndari Heimsþings kvenleiðtoga. Yfirskrift heimsþingins í ár er Power, Together for Leadership sem vísar til mikilvægis forystu og fjölda kvenna í leiðtogahlutverkum. Á heimsþinginu í ár verður kynnt átaksverkefnið, Reykjavik Action Items, sem felst í samstöðu um fjórar aðgerðir til að efla jafnrétti í heiminum. „Í fyrsta lagi að ná launajafnrétti, í öðru lagi að jafna hlut kynjanna við ákvarðanatöku, í þriðja lagi að jafna fæðingarorlof foreldra og í fjórða lagi að innleiða aðgerðir til að binda enda á kynbundið ofbeldi,“ segir í tilkynningu. Væntanlegar eru til landsins kvenleiðtogar úr stjórnmálum, viðskiptum, fjölmiðlum, vísindum og alþjóðastofnunum og er tilgangurinn að gefa þátttakendum tækifæri til að ræða og skiptast á hugmyndum um hvernig kvenleiðtogar geti beitt sér fyrir betra samfélagi, auknu jafnrétti milli kynja og valdeflingu kvenna í sem víðustu samhengi. Meðal þátttakenda á Heimsþingi kvenleiðtoga eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands, Ashley Judd leikkona, Dr. Geeta Rao Gupta sendiherra jafnréttismála frá Bandaríkjunum, Irene Fellin fulltrúi NATO fyrir konur, frið og öryggi, Lopa Banerjee framkvæmdastjóri hjá UN Women, Martin Chungong framkvæmdastjóri Alþjóðaþingmannasambandsins, Nancy Tembo utanríkisráðherra Malawi, Julia Farrugia Portelli félagsmálaráðherra Möltu, Monica Mutsvangwa upplýsingamálaráðherra Zimbabwe, Dalia Grybauskaite fyrrverandi forseti Litháen, Tarja Halonen fyrrverandi forseti Finnlands, Marie-Louise Coleiro Preca fyrrverandi forseti Möltu, Simonetta Sommaruga fyrrverandi forseti Swiss, Iris Mwanza aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Bill and Melinda Gates Foundation, Adela Raz fyrrverandi sendiherra Afganistan í Bandaríkjunum, Mitali Wroczynski varaforseti hjá Co-Impact, Nanna-Louise Wildfang Linde varaforseti hjá Microsoft, ásamt yfir 150 þingkonum alls staðar að úr heiminum. Á heimsþinginu eru veittar sérstakar viðurkenningar til aðila sem hafa náð miklum árangri í jafnréttismálum víðsvegar um heiminn, auk þess sem kynntar verða niðurstöður Reykjavik Index for Leadership 2023 í samstarfi við rannsóknarfyrirtækið Kantar, sem mælir viðhorf almennings um allan heim til karla og kvenna sem leiðtoga. Að þessu sinni verða einnig kynntar sérstakar niðurstöður þeirrar rannsóknar sem taka til Norðurlandanna. Hanna Birna Kristjánsdóttir er stjórnarformaður og stofnandi Heimsþings kvenleiðtoga. „Heimsþing kvenleiðtoga hefur fest sig í sessi sem vettvangur umræðu og aðgerða fyrir alþjóðlega kvenleiðtoga. Á þessu heimsþingi munum við taka umræðuna lengra og kynna það sem við köllum Reykjavík Action Items þar sem við hvetjum alþjóðlega kvenleiðtoga til að leggja áherslu á fjórar lykilaðgerðir til að efla jafnrétti í heiminum: launajafnrétti, jafnari hlut kynjanna við ákvarðanatöku, jafnt fæðingarorlof foreldra og aðgerðir til að binda enda á kynbundið ofbeldi,“ segir Hanna Birna. Heimsþing kvenleiðtoga Hollywood Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Sjá meira
Yfirskrift heimsþingins í ár er Power, Together for Leadership sem vísar til mikilvægis forystu og fjölda kvenna í leiðtogahlutverkum. Á heimsþinginu í ár verður kynnt átaksverkefnið, Reykjavik Action Items, sem felst í samstöðu um fjórar aðgerðir til að efla jafnrétti í heiminum. „Í fyrsta lagi að ná launajafnrétti, í öðru lagi að jafna hlut kynjanna við ákvarðanatöku, í þriðja lagi að jafna fæðingarorlof foreldra og í fjórða lagi að innleiða aðgerðir til að binda enda á kynbundið ofbeldi,“ segir í tilkynningu. Væntanlegar eru til landsins kvenleiðtogar úr stjórnmálum, viðskiptum, fjölmiðlum, vísindum og alþjóðastofnunum og er tilgangurinn að gefa þátttakendum tækifæri til að ræða og skiptast á hugmyndum um hvernig kvenleiðtogar geti beitt sér fyrir betra samfélagi, auknu jafnrétti milli kynja og valdeflingu kvenna í sem víðustu samhengi. Meðal þátttakenda á Heimsþingi kvenleiðtoga eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands, Ashley Judd leikkona, Dr. Geeta Rao Gupta sendiherra jafnréttismála frá Bandaríkjunum, Irene Fellin fulltrúi NATO fyrir konur, frið og öryggi, Lopa Banerjee framkvæmdastjóri hjá UN Women, Martin Chungong framkvæmdastjóri Alþjóðaþingmannasambandsins, Nancy Tembo utanríkisráðherra Malawi, Julia Farrugia Portelli félagsmálaráðherra Möltu, Monica Mutsvangwa upplýsingamálaráðherra Zimbabwe, Dalia Grybauskaite fyrrverandi forseti Litháen, Tarja Halonen fyrrverandi forseti Finnlands, Marie-Louise Coleiro Preca fyrrverandi forseti Möltu, Simonetta Sommaruga fyrrverandi forseti Swiss, Iris Mwanza aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Bill and Melinda Gates Foundation, Adela Raz fyrrverandi sendiherra Afganistan í Bandaríkjunum, Mitali Wroczynski varaforseti hjá Co-Impact, Nanna-Louise Wildfang Linde varaforseti hjá Microsoft, ásamt yfir 150 þingkonum alls staðar að úr heiminum. Á heimsþinginu eru veittar sérstakar viðurkenningar til aðila sem hafa náð miklum árangri í jafnréttismálum víðsvegar um heiminn, auk þess sem kynntar verða niðurstöður Reykjavik Index for Leadership 2023 í samstarfi við rannsóknarfyrirtækið Kantar, sem mælir viðhorf almennings um allan heim til karla og kvenna sem leiðtoga. Að þessu sinni verða einnig kynntar sérstakar niðurstöður þeirrar rannsóknar sem taka til Norðurlandanna. Hanna Birna Kristjánsdóttir er stjórnarformaður og stofnandi Heimsþings kvenleiðtoga. „Heimsþing kvenleiðtoga hefur fest sig í sessi sem vettvangur umræðu og aðgerða fyrir alþjóðlega kvenleiðtoga. Á þessu heimsþingi munum við taka umræðuna lengra og kynna það sem við köllum Reykjavík Action Items þar sem við hvetjum alþjóðlega kvenleiðtoga til að leggja áherslu á fjórar lykilaðgerðir til að efla jafnrétti í heiminum: launajafnrétti, jafnari hlut kynjanna við ákvarðanatöku, jafnt fæðingarorlof foreldra og aðgerðir til að binda enda á kynbundið ofbeldi,“ segir Hanna Birna.
Heimsþing kvenleiðtoga Hollywood Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Sjá meira