„Mig vantar hjálp en hún er ekki í boði“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 10. nóvember 2023 14:17 Gunnar Ingi heldur úti viðtalsþáttunum Lífið á biðlista. Skjáskot/Lífið á biðlista „Mig vantar hjálp en hún er ekki í boði,“ segir viðmælandi Gunnars Inga Valgeirssonar, í viðtalsþættinum Lífið á biðlista. Viðmælandinn er karlmaður sem kýs að vera nafnlaus. Hann er heimilislaus í virki neyslu en dreymir um betra líf til að geta verið til staðar fyrir fjölskyldu sína og vini. Hann mætir með rauðvínsbelju meðferðis í viðtalið og tekur vænan sopa áður en þeir hefja samtalið. Án vínsins myndi hann skjálfa. Gunnar skrifar í færslu um þáttinn að viðmælandi hans hafi hlaupið út af Vogi í geðrofi og ofsakvíðakasti og skilið eigur sínar eftir. „Hann grátbað um að fá að koma aftur en eina sem hann fékk var þriggja vikna bið eftir viðtali hjá ráðgjafa. Hann endaði á gistiskýlinu þar sem ungur drengur lést í fanginu á honum,“ segir Gunnar. Gunnar Ingi varð edrú í febrúar og gefur fólki í neyslu rödd í von um betra líf.Gunnar Ingi. Kvíðinn frá unga aldri Viðmælandi Gunnars byrjaði aðeins fjórtán ára gamall að bæla niður tilfinningar sínar með áfengi sem þróaðist með tímanum í harðari neyslu. Hann hafði leitað sér aðstoðar hjá geðlæknum frá unga aldri sem skrifuðu upp á lyf sem juku vanlíðanina eða gerðu hann þreyttan. Þá hafi hann fyrst fundið fyrir vellíðan daginn sem hann drakk áfengi, því þá hvarf kvíðinn. „Ég drekk svo mikið magn að það er ógeðslegt. Ég veit ekki í andskotanum af hverju ég er á lífi. Ég drekk einhverja lítra á dag. Núna er ég örugglega búinn að drekka tvo lítra og tala við þig eins og ekkert hafi í skorist, nokkurn veginn,“ segir hann. Viðtalið var tekið fyrir hádegi á virkum degi. Viðmælandinn segist ekki óska sínum versta óvin að upplifa sekúndu af því sem hann hefur upplifað síðastliðinn mánuð en ungur strákur lést í fangi hans í gistiskýlinu. Hann ber söguna slæma af gistiskýlinu þar sem sprautunálar og blóð eru á víð og dreif um húsið. Á hverju kvöldi leggst hann á koddann í þeirri von um að vakna ekki aftur. Viðmælandinn er starfsmönnum gistiskýlisins ævinlega þakklátur og eiga þátt í því að hann sé enn á lífi. „Allir strákarnir sem ég hef talað við í gistiskýlinu eru allir á biðlista. Þeir vilja allir hjálp. Það eru bara fíklar og aðstandendur sem skilja þetta ástand.“ Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan: Fíkn Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira
Hann mætir með rauðvínsbelju meðferðis í viðtalið og tekur vænan sopa áður en þeir hefja samtalið. Án vínsins myndi hann skjálfa. Gunnar skrifar í færslu um þáttinn að viðmælandi hans hafi hlaupið út af Vogi í geðrofi og ofsakvíðakasti og skilið eigur sínar eftir. „Hann grátbað um að fá að koma aftur en eina sem hann fékk var þriggja vikna bið eftir viðtali hjá ráðgjafa. Hann endaði á gistiskýlinu þar sem ungur drengur lést í fanginu á honum,“ segir Gunnar. Gunnar Ingi varð edrú í febrúar og gefur fólki í neyslu rödd í von um betra líf.Gunnar Ingi. Kvíðinn frá unga aldri Viðmælandi Gunnars byrjaði aðeins fjórtán ára gamall að bæla niður tilfinningar sínar með áfengi sem þróaðist með tímanum í harðari neyslu. Hann hafði leitað sér aðstoðar hjá geðlæknum frá unga aldri sem skrifuðu upp á lyf sem juku vanlíðanina eða gerðu hann þreyttan. Þá hafi hann fyrst fundið fyrir vellíðan daginn sem hann drakk áfengi, því þá hvarf kvíðinn. „Ég drekk svo mikið magn að það er ógeðslegt. Ég veit ekki í andskotanum af hverju ég er á lífi. Ég drekk einhverja lítra á dag. Núna er ég örugglega búinn að drekka tvo lítra og tala við þig eins og ekkert hafi í skorist, nokkurn veginn,“ segir hann. Viðtalið var tekið fyrir hádegi á virkum degi. Viðmælandinn segist ekki óska sínum versta óvin að upplifa sekúndu af því sem hann hefur upplifað síðastliðinn mánuð en ungur strákur lést í fangi hans í gistiskýlinu. Hann ber söguna slæma af gistiskýlinu þar sem sprautunálar og blóð eru á víð og dreif um húsið. Á hverju kvöldi leggst hann á koddann í þeirri von um að vakna ekki aftur. Viðmælandinn er starfsmönnum gistiskýlisins ævinlega þakklátur og eiga þátt í því að hann sé enn á lífi. „Allir strákarnir sem ég hef talað við í gistiskýlinu eru allir á biðlista. Þeir vilja allir hjálp. Það eru bara fíklar og aðstandendur sem skilja þetta ástand.“ Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan:
Fíkn Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira