Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað klukkan tólf. Vilhelm

Í hádegisfréttum fjöllum við um ástandið á Reykjanesi og segjum frá ákvörðun ríkisstjórnarinnar frá því í morgun um að leggja fram frumvarp um byggingu varnargarða. 

Þá fjöllum við um mismandi álit vísindamanna á ástandinu sem sumir hafa viljað ganga mun lengra en aðrir í að spá fyrir um að gos sé á næsta leyti. Við ræðum við Magnús Tuma Guðmundsson um þessi álitaefni.

Einnig segjum við frá því að traust til Seðlabankans hafi dalað mjög hjá landsmönnum ef marka má nýja könnun og fjöllum um kleinudaginn sem haldinn er hátíðlegur í dag.

Í íþróttapakkanum verður körfuboltinn fyrirferðarmikill og þá verður leikur Breiðabliks og Gent frá því í gærkvöldi einnig gerður upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×