Sport

Lokasóknin: Upp­lifði draum allra karl­manna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Til hamingju, herra og frú Rittner.
Til hamingju, herra og frú Rittner. Twitter

Lokasóknin fjallar um NFL-deildina á Stöð2 Sport í hverri viku og þar fara menn líka oft yfir það sem gerist fyrir utan leikvellina.

Stuðningsmenn Philadelphia Eagles hafa haft ástæðu til að gleðjast yfir góðu gengi liðsins á þessari leiktíð en eitt par gekk lengra í ást sinni á félaginu en flestir væru tilbúnir að ganga.

Þar eru við að tala um nýju hjónakornin herra og frú Rittner.

„Aðdáendurnir í Philadelphia eru þeir allra hörðustu og þegar þú ert grjótharður þá giftir þú þig á vellinum. Tailgate-ið er eitthvað sem við þekkjum vel hérna. Sjáið þetta lið hérna,“ sagði Andri Ólafsson og sýndi myndir frá brúðkaupi á bílastæði leikvangsins fyrir síðasta leik Philadelphia Eagles.

„Brúðkaup, fyrir leik,“ sagði Andri.

„Sjáið þennan gæja. Hann er að upplifa draum allra karlmanna að fá að gifta sig í íþróttabol og stuttbuxum og á íþróttaleikvangi. ‚Lucky Bastard',“ sagði Henry Birgir Gunnarsson hlæjandi.

„Konan svona þvílíkt til í þetta. Ég er ánægður með þetta. Ég segi bara til hamingju með þetta herra og frú Rittner með sérstakri kveðju frá Lokasókninni,“ sagði Andri.

Það má sjá myndir frá brúðkaupinu hér fyrir neðan.

Klippa: Lokasóknin: Brúðkaup í Tailgate



Fleiri fréttir

Sjá meira


×